Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚTSÖLULOK
70-80% afsláttur
Opið í dag kl. 11-15
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Hnepptar
peysur
Munstraðar
Kr. 9.900
Fleiri litir
Str. S-XXXL
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Skoðið LAXDAL.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
PEYSUÚRVAL OG
BUXNAÚRVAL
NÝTT
ÚTSÖLUVÖRUR–ÚTSÖLULOK
Blússur og pils kr. 3900,- | Kjólar og jakkar kr. 4900,-
Studio Stafn, Hátúni 6B, sími 552 4700, studiostafn.is/listaverkasala
Opið um helgina kl. 12-17
Allir verðflokkar
Viltu eignast listaverk?
Sölusýning á listaverkum
Karl Kvaran
Louisa Matthíasdóttir
Bragi Ásgeirsson
Gísli JónssonValtýr PéturssonErró
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Hjólreiðakeppnin KIA Gullhring-
urinn fer fram á Laugarvatni í dag
en þetta er í áttunda sinn sem
keppnin er haldin. Um það bil 600
keppendur eru skráðir til leiks og
munu þeir hjóla eftir mikið end-
urbættum vegum uppsveita Árnes-
sýslu. Heiðursgestur KIA Gull-
hringsins í ár er Sigurður Ingi
Jóhannesson samgönguráðherra,
sem mun ræsa keppnina klukkan 16.
„Keppnin hefur verið endur-
skoðuð frá öllum hliðum, allt frá
skráningu til mótsloka,“ segir Einar
Bárðarson, stofnandi keppninnar, í
samtali við Morgunblaðið. Alvarlegt
slys varð í keppninni í fyrra þegar
keppandi fór með framdekk ofan í
rauf á rimlahliði við Brúará og kast-
aðist af hjólinu.
Hlemmar yfir rimlahliðum
Aðspurður hvernig öryggi kepp-
enda í rimlahliðum hefur verið bætt
segir að járnhlemmar verði yfir
raufum hliðanna. „Vegagerðin hefur
fylgst vel með þessum rimlahliðum í
sumar og við grandskoðuðum þau í
síðustu viku, mynduðum hliðin í bak
og fyrir og sendum athugasemdir til
Vegagerðarinnar,“ segir Einar.
Að sögn Einars var malbik örlítið
sigið við hliðin og var því einhver
hætta á að keppendur gætu sprengt
þar dekk. Hefur Vegagerðin kippt
því í liðinn.
Gerðu alhliða vegaúttekt
„Við fengum Ólaf Guðmundsson,
tæknistjóra EuroRAP/FÍB á Ís-
landi, til þess að vera sérstakur út-
tektaraðili öryggismála hjá okkur
og tengilið við Vegagerðina. Hann
hefur einnig unnið mikið með Akst-
ursíþróttasambandi Íslands þannig
að hann er öllum hnútum kunnugur
þegar kemur að keppnum á íslensk-
um vegum,“ segir Einar.
Hann þakkar jafnframt Vega-
gerðinni fyrir frábært samstarf.
„Þeir gera allt sem þeir geta til þess
að gera vegina sem besta fyrir
keppnina.“
Keppnin átti upphaflega að vera
7. júlí sl. en var frestað vegna vega-
framkvæmda og óhagstæðra veð-
urskilyrða. „Frestunin var fyrst og
fremst vegna öryggis keppenda.
Það var allt klárt en öryggis-
aðstæður voru ekki fullnægjandi
þannig að við flautuðum af,“ segir
Einar.
Gríðarleg vinna að baki
Unnið hefur verið linnulaust að
keppninni í meira en ár til að hún
verði með sem bestu móti. Ekki
spillir svo fyrir að veðurspáin lítur
vel út, segir Einar.
„Maður vonar fyrst og fremst að
keppnin verði skemmtileg fyrir
þátttakendur og gleðin sé ráðandi
þáttur,“ segir Einar að lokum.
600 hjólreiðamenn taka þátt
Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fer fram í áttunda sinn Vegir og ör-
yggisatriði eru stórlega bætt í ár, segir Einar Bárðarson stofnandi keppninnar
*Áætlaður tími.
Fyrirhugaðar lokanir á vegum
1. Upplýsingar veittar til ökumanna
um umferð og lokanir. Möguleg
hjáleið niður Þingvallaleið og upp
Grímsnes ef þörf krefur.
2. Lokað frá Geysi
að Laugarvatni
kl. 15.45-16.30*.
Hjáleið niður
Biskups tungna-
braut og upp frá
Svínavatni eða
um Reykjaheiði.
3. Lokað frá Svínavatni að
Laugar vatni kl. 15.20-16.10* og
svo í báðar áttir milli Laugarvatns
Svína vatns kl. 18.30-19.30*.
Hjáleið um Reykjaheiði.
Þing-
valla-
vatn Apavatn
Laugarvatn
Svínavatn
Lyngdalsheiði1
2
3
3
Grí
ms
nes
Bis
ku
pst
un
gn
ab
rau
t
Geysir
Selfoss
Reykjavík
Morgunblaðið/Hari
Keppni Öll skilyrði til hjólreiða við
Laugarvatn eru með besta móti.
Allt um
sjávarútveg
Atvinna