Morgunblaðið - 25.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 25.08.2018, Page 12
Lucy in Blue Steinþór, Arnaldur, Kolbeinn og Matthías skipa hljómsveitina. Tvær hljómsveitir blása saman til tónleika í kvöld, laugardagskvöld 25. ágúst, á Gauknum við Tryggvagötu í Reykjavík. Þar munu stíga á svið Lucy in Blue ásamt Captain Syrup. Lucy in Blue spilar hugvíkkandi rokk með hljóðheim í anda 8. áratug- arins en með nútímablæ. Glymjandi gítar, ómandi orgel, raddaður söngur og heimspekilegir textar koma sam- an í flæðandi og síbreytilegri heild til að skapa einstaka tónleikaupplifun. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Steinþór Bjarni Gíslason sem leikur á gítar og syngur, Arnaldur Ingi Jóns- son leikur á hljómborð og syngur, Kolbeinn Þórsson lemur húðir og Matthías Hlífar Mogensen plokkar bassa. Captain Syrup spilar súra og upp- lífgandi blöndu af fönki, pönki, djassi og öllu þar á milli. Þeir eru sagðir hrista upp í öllum sem í heyra með lifandi og kraftmiklum flutningi. Allir velkomnir og dyrnar opnaðar kl. 21. Aðeins kostar 1.000 kr. inn. Lucy in Blue og Captain Syrup með tónleika á Gauknum Glymjandi gítar, ómandi orgel og raddaður söngur 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ÍVestmannaeyjum er blaða-manni boðið inn í sannkallaðankarllægan helgireit, nokkuðsem myndi kallast „man cave“ á ensku. Þarna kennir ýmissa grasa; þrjú mótorhjól standa þar í röð, gaml- ar myndir hanga uppi um alla veggi, skipslíkön eru undir gleri og að sjálf- sögðu er heitt kaffi á könnunni. Vél- stjórinn Tryggvi kemur til dyra, töff- aralegur í gallajakka merktum mótorhjólaklúbbnum Drullusokk- unum. Hann sest í gamlan brúnan hægindastól og kemur sér vel fyrir. Hann er Eyjamaður í húð og hár og kallar ekki allt ömmu sína, enda hefur hann staðið vaktina úti á sjó í tæpa hálfa öld þótt hann sé aðeins rúmlega sextugur. Hann man tímana tvenna í Eyjum, bæði fyrir og eftir gos, og inni í notalegum „mannhelli“ fær blaðamað- ur að heyra sögur af hvunndagshetj- unni Tryggva Sigurðssyni, kenndum við beikon! Beikon er fínt „Eins og flestir í Vestmanna- eyjum er ég með viðurnefni. Ég er kallaður Tryggvi beikon. Það er frá því að ég var sjö ára. Pabbi hafði keypt beikonsíðu í Þýskalandi og þeir sáu hana inni í ísskáp. Ég borðaði nú ekki beikon á þessum tíma en þar sem það var annar Tryggvi í hverfinu fékk ég þetta viðurnefni og þetta hefur fylgt mér síðan. Ég á bróður í Ameríku, Kevin Bacon,“ segir hann og hlær. Hann segist ekki kippa sér upp við nafnið þótt sér hafi ekki alltaf fund- ist það skemmtilegt sem barn. „Það eru svona viðurnefni víða úti á landi; þau eru ljót sem koma frá Ak- ureyri, þau eru eiginlega verri. Þetta er svona í smábæjum. Beikon er fínt!“ Lenti í sjóslysi Tryggvi hefur starfað í 44 ár sem vélstjóri á skipi en er nýhættur og far- inn að vinna á höfninni. „Ég er búinn að vera á sjó síðan ég var krakki. Ég fæddist reyndar í Reykjavík en hef búið hér alla ævi, fyr- ir utan tvö ár í kringum gosið,“ segir Tryggvi. Kom aldrei annað til greina en að fara á sjó? „Það var bara þannig á þessum árum að það var svo mikið af bátum hérna og svo mikið af fólki að vinna að það lá beinast við að fara á sjóinn. Ég fékk fínar tekjur á þeim árum, í dag er það ekki þannig lengur. Ég var mjög heppinn og lenti hjá öðlingsmanni og vann hjá sömu útgerðinni í 35 ár. Ég vann á togbátum, sem eru minni en togarar en svipaðir. Mér leið vel á sjó, sérstaklega fyrstu 25 árin, þetta var góður hópur,“ segir Tryggvi og nefnir að eitt sinn hafi áfall dunið yfir. „Einu sinni lenti ég í sjóslysi, það strandaði bátur hérna í fárviðri hjá Þykkvabænum, hann fór upp í Þykkvabæjarfjöru, vélarvana. Mér var bjargað en það drukknuðu tveir strák- ar sem voru hér um borð, ungir peyjar, yngri en ég,“ segir Tryggvi alvarlegur í bragði. Drullusokkur númer eitt Mótorhjólaklúbburinn Drullu- sokkarnir var stofnaður í Vest- mannaeyjum árið 2006 og er Tryggvi einn aðaldrifkrafturinn í þeim fé- lagsskap. „Ég bar númerið drullu- sokkur númer eitt. Þegar mest var vorum við yfir tvö hundruð og voru það allt Vestmannaeyingar en af þeim voru hundrað sem bjuggu hér í eyj- unni. Það er mikið til af mótorhjólum hérna en þau eru lítið notuð núna síð- ustu árin. Það er ekki mikið um að ungir menn fari á mótorhjól í dag,“ segir Tryggvi. „Þegar við héldum aðalfund fór- um við hér hundrað og fimmtíu saman um götur Vestmannaeyja, það var sjón að sjá,“ segir hann og bætir við að fyrsta hjólið hafi hann fengið fljótlega eftir gos en Tryggvi er Honda-maður og á nokkur slík. Sextán ára afmælispartí Þú hefur verið unglingur þegar gaus? „Ég skal segja þér, að sólarhring áður en gosið byrjaði héldum við upp á sextán ára afmælið, æskuvinirnir, en við vorum einir í húsinu. Foreldrar mínir voru uppi á landi. Vinur minn Hjalti Hávarðsson á afmæli í janúar eins og ég og við héldum hressilega upp á afmælin, við vorum engir kór- drengir. Við fengum róna nokkurn til að kaupa fyrir okkur það sem við mátt- um ekki drekka og héldum svaka partí rétt rúmum sólarhring áður en gaus. Við tókum hressilega á því og það end- aði svona,“ segir Tryggvi og hlær. „Daginn eftir veisluna fórum við að sofa um miðnætti og svo vekur Hjalti mig og heldur að það sé kviknað í hjá nágrannanum. Við ákváðum að rölta þarna upp eftir en sjáum svo að þetta var eitthvað annað. Það var bara kviknað í austurbænum. Svo þegar við vorum komnir góðan spotta frá húsinu hittum við par sem sagði okkur að það væri farið að gjósa og við löbbuðum al- veg upp að gosinu. Alveg upp að sprungum, eins nálægt og við þorðum vegna hita. Við sáum hvernig jörðin bara flettist upp.“ Hættu þessari vitleysu! Ykkur datt ekkert í hug að fara í hina áttina, frá gosinu? „Nei, við vorum forvitnir. Við vor- um ekkert hræddir, en ég man að ég var miður mín en vini mínum fannst þetta gaman. Það voru ægilegar drun- ur og það nötraði allt og skalf. Svo fór- um við aftur niður í bæ og okkur var sagt að fara niður á höfn sem við og gerðum. Við vorum svo vitlausir að við héldum að það yrði bara farið aðeins út fyrir og beðið og farið svo aftur heim. Ég fór fyrst heim og hringdi til Reykjavíkur til mömmu og hringdi í gegnum símstöðina og bað um núm- erið hjá ömmu og þegar konan heyrði að ég væri frá Vestmannaeyjum fékk „Ég bar númerið drullusokkur númer eitt“ Eyjapeyinn Tryggvi Sigurðsson, ávallt kallaður Tryggvi beikon, hefur búið í Vestmannaeyjum allt sitt líf. Eftir næstum hálfa öld á sjó er hann kominn í land og feginn að hafa fast land undir fótum. Tryggvi segir partíið þegar hann varð sextán ára hafa endað með látum, en það fór að gjósa daginn eftir. Mótorhjól eru líf hans og yndi og er hann einn aðaldrifkrafturinn í mótorhjólaklúbbnum Drullusokkunum. Vel merktur Á gallajakka Tryggva má sjá lógó Drullusokkanna. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h l i. ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi. s k é V ð jK k ffi y

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.