Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Ásdís Beikon „Ég á bróður í Ameríku, Kevin Bacon,“ segir Tryggvi beikon, sem fékk viðurnefnið sjö ára eftir að faðir hans hafði keypt svínasíðu í Þýskalandi. ég beint samband. Mamma og pabbi voru sofnuð og mamma svarar og er hissa og vekur pabba. Hann kom í sím- ann og segir: Hvaða helvítis vitleysa er þetta í þér, hann er örugglega að kveika bál hann Tobbi úti á Kirkjubæj- um. Hættu þessari vitleysu. Svo bara skellti hann á mig! Nema það að mamma fór að heyra í flugvélum og látum og fór þá að hlusta á útvarpið og heyrði þá hvað væri að gerast,“ segir Tryggvi. Eftir símtalið við foreldrana hélt Tryggvi af stað niður á höfn og fór um borð í bát. „Við vorum yfir fjögur hundruð manns um borð, allt of marg- ir. Það var skítaveður. Það var dottin niður bræla en þungur sjór og ég man að ég varð alveg drullusjóveikur,“ seg- ir hann. Rændir á verbúð Ísbjarnarins „Það var gaman á þessum aldri að koma til Reykjavíkur og það þótti dálítið flott að vera að koma úr gosinu í Eyjum, alla vega í byrjun. Við fluttum inn á ömmu mína í pínulitla íbúð. Það var svo ekkert pláss fyrir okkur þann- ig að ég og vinur minn fórum að vinna í Álafossi og þar voru verbúðir og við vorum þar. Svo fengum við útborgað eftir mánuðinn og þá hættum við. Kaupið var ekki neitt. Þá fórum við í Ísbjörninn að vinna í fiski og vorum þá á verbúðinni þar, sextán ára gamlir. Svona eftir á að hyggja áttum við ekk- ert erindi þarna inn, þarna var „hard- core“-lið. Við vorum alltof ungir og vorum rændir og alls konar. Það var alls konar upplifun. Svo fór ég eftir Þjóðhátíð til Eyja og fór að vinna í hreinsuninni. Það er svo skrítið að maður sá alltaf Vestmannaeyjar í ægi- legum ljóma, kannski af því maður var alinn upp hérna. Við sáum ekki sólina fyrir Vestmannaeyjum en samt var ekki búandi hérna í tíu ár eftir gos. Þetta var bara viðbjóður, út af vikri og drullu í öllu,“ segir Tryggvi en stuttu eftir goshreinsunina var hann farinn á sjó þar sem hann eyddi næstu áratug- um. Vann sextán tíma á sólarhring Er gott að vera kominn í land? „Já, alveg dásamlegt. Gott að vera heima hjá sér og vera á vinnustað sem veltur ekki. Ég get skipulagt öll frí. Það er svo margt við þetta, svo er ég líka orðinn svo slitinn af því að standa á bát í öll þessi ár, í um 44 ár. Ég var yfirvélstjóri en á þessum bát- um fer maður líka að gera að fiskinum með körlunum. Það er svolítið þreyt- andi að standa í sextán klukkutíma á sólarhring og skera fisk. Og hugsa svo um vélargarminn líka. Á vertíðinni var þetta svona; maður stóð frá átta á morgnana til tólf á kvöldin. Þetta var mjög þreytandi og sérstaklega eftir fimmtugt fór maður að finna fyrir þessu. Maður var orðinn of gamall í þetta. Í dag fást ekkert ungir menn á sjóinn og maður skilur það, þetta er ekki auðveld vinna og þeir þurfa líka að vera fjarri fjölskyldu. Maður vissi aldrei neitt hvað maður fengi að stoppa lengi í landi, þetta var alltaf mikil óvissa.“ Við förum að slá botninn í sam- talið en fyrst skoðum við gamlar ljós- myndir sem hanga uppi á vegg. Mynd af Tryggva ungum með vinum sínum blasir við. „Hérna erum við gæjarnir. Þetta eru allt mótorhjólagaurar; við vorum töffarar í gamla daga. Í dag er maður orðinn alltof gamall í árum en ekkert í sér. Svona er þetta, tíminn líð- ur hratt.“ Við fengum róna nokk- urn til að kaupa fyrir okkur það sem við mátt- um ekki drekka og héld- um svaka partí rétt rúm- um sólarhring áður en gaus. Við tókum hressi- lega á því og það endaði svona. Karllægur helgireitur Tryggvi umvafinn mótorhjólum, líf hans og yndi. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Útsölustaðir: • Guðsteinn Eyjólfsson – Laugavegi • Heimkaup.is • Hagkaup • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Laugavegi • Karlmenn – Laugavegi • Vinnufatabúðin – Laugavegi • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Kaupfélag V-Húnvetninga • Skóbúð Húsavíkur • Haraldur Júlíusson – Sauðárkróki • Blómsturvellir – Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Bjarni Eiríksson – Bolungarvík • Grétar Þórarinsson - Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Stay Original Það verður líf og fjör á Árbæjarsafni á morgun, sunnudag 26. ágúst, en þá verður þar dagskrá með yf- irskriftinni Hani, krummi, hundur, svín. Verður dagurinn tileinkaður húsdýrum en á Árbæjarsafni búa nokkrar skepnur, íslenskar land- námshænur, kindur og lömb, hestar og folald. Auk þess ætla nokkrir ís- lenskir glaðir fjárhundar að kíkja í heimsókn í tilefni dagsins. Fyrir þau börn sem áhuga hafa verður í boði að fara á hestbak og láta teyma undir sér stuttan hring. Í Dillons- húsi er ævinlega heitt á könnunni og boðið upp á heimilislegar veit- ingar. Nú er lag að leyfa litlu fólki að kynnast blessuðum dýrunum og njóta þess fagra og notalega um- hverfis sem umvefur alla sem koma á Árbæjarsafnið. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Vert er að taka fram að ókeypis aðgangur er fyrir börn, eldri borgara og öryrkja. Hani, krummi, hundur, svín á Árbæjarsafni á morgun Samskipti Flest börn njóta þess að eiga samskipti við blessaðar skepnurnar. Börnum boðið að kynnast húsdýrunum á Árbæjarsafni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.