Morgunblaðið - 25.08.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 25.08.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 1.259.000 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Verð frá m. vsk Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég held að á Vesturlandinu geti menn verið nokkuð ánægðir því þetta hefur verið ágætis sumar á svæðinu, þótt veiðin hafi dalað síð- ustu tvær, þrjár vikurnar vegna þess hvað árnar eru orðnar vatns- lausar. Fáum við haustrigningar, sem vonandi skila sér, þá lifnar aft- ur yfir veiðinni á lokasprettinum,“ segir Einar Sigfússon, annar eig- andi Haffjarðarár og staðarhaldari við Norðurá, þegar rætt er um stöð- una í veiðinni núna þegar styttist í laxveiðitímabilinu. Veiðin hefur verið hvað best á Vesturlandi, eins og vikulegar veiði- tölur Landssambands veiðifélaga sýna; af fimmtán gjöfulustu veiði- ánum og svæðunum eru níu á Vest- urlandi og suðvesturhorninu. Hins vegar má með fáum undantekn- ingum segja væntingar um gott sumar í ám á Norðurlandi og austur í Þistilfjörð hafa brugðist, en aðeins eru tvær ár á þessu svæði á listan- um, Miðfjarðará og Blanda, og nið- ursveifla í báðum. Það vekur þó eftirtekt að Vopnafjarðarárnar Selá og Hofsá-Sunnudalsá eru báðar að rétta úr kútnum eftir niðursveiflu undanfarin ár. Veiðin í Haffjarðará og Norðurá hefur verið betri nú en síðustu ár og er enn fín í þeirri fyrrnefndu, þar veiddust í liðinni viku 66 laxar á stangirnar sex. Á sama tíma fengust 42 á 15 í Norðurá. „Það hefur dofn- að yfir allri veiði á Vesturlandi nema kannski í Haffjarðará en vötn- in miðla ágætu vatni í ána,“ segir Einar. „Það er mikill fiskur í ánni og hún hefur gefið stöðugt og vel. Fyrir 22 árum, þegar ég kom að ánni, var veiðin 5-700 laxar á ári. Nokkur at- riði höfðu áhrif á að hún jókst og eitt er að við tókum markvisst upp sleppingar og öllum stórum laxi er hlíft, annað er að við fórum mark- visst að veiða minkinn og höfum haldið honum í skefjum. Upp úr 2000 kom stökk upp í 1.000-1.200 laxa á ári og aftur 2007 kom aftur stökk og síðan hafa veiðst 1.100- 2.200 laxar. Við erum því ánægð með ganginn og bíðum bara eftir haustrigningunum, þá kemur sprettur í öllum þessum ám. Ég á von um að 2-300 laxar veiðist þá í Haffjarðará og í Norðurá gætu það verið 3-400 fiskar fram til 10. sept- ember. Þar er talsvert mikill fiskur í ánni.“ Veiðin í Rangánum byggist á seiðasleppingum og hafbeit og árangurinn og heimturnar virðast misgóðar. Í þeirri eystri er nú betri veiði en síðustu ár og veiddust 409 laxar í liðinni viku. Í þeirri ytri er veiðin hins vegar heldur lakari en síðustu ár en í henni veiddust 268 laxar í vikunni, á 14 stangir. „Hefur dofnað yfir allri veiði“  Beðið eftir haustrigningum og lokasprettinum 23-pundari Stórlaxar halda áfram að veiðast í Aðaldal og í vikunni fékk Jó- hann Hafnfjörð 104 cm hæng í Beygjunni á Nesveiðum, á Munroe Killer númer 14. „Krókarnir voru alveg á síðustu metrunum, farið að réttast vel úr öðrum og hinn byrjaður að svigna. En það tókst að háfa,“ sagði Jóhann. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir 0 1.000 2.000 3.000 Staðan 22. ágúst 2018 Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 23. 8. 2017 24w. 8. 2016 Eystri-Rangá 18 3.060 1.685 2.721 Ytri-Rangá & Hólsá, vestubakki 18 2.556 4.218 5.878 Þverá - Kjarrá 14 2.271 1.777 1.683 Miðfjarðará 10 2.039 2.668 3.287 Norðurá 15 1.497 1.355 1.171 Haffjarðará 6 1.353 1.033 1.114 Langá 12 1.288 1.237 1.033 Urriðafoss í Þjórsá 4 1.211 742 * Selá í Vopnafirði 6 1.111 813 731 Elliðaárnar 4 857 764 636 Blanda 14 853 1.390 2.244 Grímsá og Tunguá 8 814 918 411 Laxá í Dölum 4 807 418 902 Laxá í Kjós 8 757 549 366 Laxá í Leirársveit 6 589 390 300 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bent er á það á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að mikil vinna myndi fylgja því að fara yfir það myndefni sem safnaðist upp ef myndavélum yrði komið fyrir í öllum fiskiskipum í flotanum. Nokkrum töl- um er velt upp „til skemmtunar og fróðleiks“ eins og segir í fréttinni, sem ber yfirskriftina „Tíminn og áhorfandinn“. Útgerðin sparar sér væntanlega kostnað „Tökum dæmi af frystitogara sem er 30 daga á veiðum og vinnur aflann um borð. Þar er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Hver sólarhringur er 24 tímar og því er starfsemi í gangi í 720 klukkustundir þann tíma sem skipið er á sjó. Það er því æði mikið myndefni sem safnast í veiðiferðinni. Höfum í huga að í þessu dæmi er ein- göngu miðað við að ein myndavél sé í gangi. Fleiri myndavélar munu auka við myndefnið og fjölga uppteknum klukkustundum. Það þarf einhver að fara yfir myndefnið. Gerum ráð fyrir að venjulegur mánuður í lífi vinnandi manns sé 160 klukkustundir í vinnu. Að því gefnu þyrfti starfsmaður (væntanlega Fiskistofu) að sitja við skjáinn í 4 mánuði og 15 daga, bara til þess að yf- irfara þessa einu veiðiferð. Það er frekar tilbreytingarlaus vinna, en á móti kemur að hann losn- ar væntanlega við að fara á sjóinn og fylgjast með því í rauntíma sem er að gerast um borð. Við myndavélaeftirlit sparar útgerðin sér væntanlega kostnað vegna eftirlitsmanns um borð, en þeir eru vel haldnir. Komið hefur fyrir að eftirlitsmaður um borð sé sá sem kostað hefur útgerðina næstmest, á eftir skipstjóra.“ Hali gæti myndast Í frétt SFS er talnaleiknum haldið áfram og tekið dæmi um frystiskip með góða kvótastöðu, þannig að skip- ið geti verið 300 daga á ári við veiðar og vinnslu. Þannig tæki 7.200 klukku- stundir eða 45 mánuði að horfa á allt efnið úr veiðiferðum skips, eða 3 ár og 274 daga. „Það gæti myndast hali af óyfir- förnu efni. Nema náttúrlega Fiski- stofa krefjist þess að fá meira fé og ráða fleiri „áhorfendur“ til að yfirfara upptökurnar. Því ef ekki á að fara yfir þær, til hvers ætti þá að vera að taka upp veiðar og vinnslu,“ segir í frétt- inni og bent er á að alls voru 1.621 fiskiskip á skrá hjá Samgöngustofu í lok árs 2017. Togarar voru 44. Byggt á almannarómi Frumvarp um myndavélaeftirlit með sjávarútvegsfyrirtækjum var kynnt í sumar og segir í frétt SFS að engin greining hafi farið fram á þörf fyrir lagasetninguna. Þó komi fram í athugasemdum með frumvarpinu að því hafi verið „… haldið fram að brottkast eigi sér stað í einhverjum mæli á Íslandsmiðum þó að niður- stöður rannsókna sýni að það sé ekki í miklum mæli.“ „Grundvöllur lagasetningar virðist sem sagt almannarómur,“ segir í fréttinni. Tímafrekt að fara yfir myndefni af miðunum  Tæki 4½ mánuð að fara yfir efni úr veiðiferð frystitogara Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sólberg Nýjasti frystitogarinn í íslenska fiskiskipaflotanum er Sólberg ÓF 1, skip Ramma í Fjallabyggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.