Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is „Í hálfa öld hefur FS starfað undir þeim einu formerkjum að vera í þágu stúdenta. Friður hefur ríkt um fyr- irtækið, enda [rekið] án alls fjár- hagslegs stuðnings frá hinu op- inbera. Við höfum verið nýjungagjörn og hugmyndarík, leit- að allra leiða til að gera alltaf betur og á hagkvæmari hátt. Þetta er dag- legt verkefni, en við erum stolt af að hafa aldrei hvikað frá grundvall- arstefnunni um að efla lífsgæði og félagsleg úrræði stúdenta,“ sagði Guðrún Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta (FS), við hátíðlega athöfn sem haldin var í tilefni af 50 ára af- mæli stofnunarinnar í gær. FS hefur staðið fyrir ýmsum við- burðum í tengslum við afmælið og munu hátíðahöldin standa yfir út af- mælisárið. Á fimmtudag bauð Fé- lagsstofnun fyrrverandi fram- kvæmdastjórum og stjórnar- formönnum Félagsstofnunar, fyrrverandi formönnum Stúdenta- ráðs og öðrum velunnurum stofn- unarinnar á hátíðarathöfn til þess að heiðra sögu Félagsstofnunar og minnast góðra verka í þágu stúd- enta. „Á löngum starfsferli hef ég skynjað að hjarta margra slær með stofnuninni, óháð átökum í stúdenta- pólitík eða öðrum stjórnmálum. Því er gaman að hitta ykkur hér saman og finna að þrátt fyrir möguleg átök á öðrum vettvangi þykir öllum vænt um FS,“ sagði Guðrún, en hún hefur verið framkvæmdastjóri FS í 19 ár. Guðrún hefur á þeim árum stýrt mikilli uppbyggingu innan FS, svo sem byggingu fjölda nýrra stúdenta- íbúða, opnun Hámu og Stúdenta- kjallarans á Háskólatorgi og sat jafnframt í bygginganefnd Háskóla- torgs. FS var stofnuð með lögum hinn 1. júní 1968, en sögu stofnunarinnar má rekja til þess að hugsjónarmenn úr röðum stúdenta og Háskóla Ís- lands tóku höndum saman og leiddu stofnun Félagsstofnunar stúdenta, fyrirtækis í eigu stúdenta. For- sprakkar verkefnisins voru Björn Bjarnason, þá lagastúdent og síðar ráðherra, og Ármann Snævarr há- skólarektor. Guðrún rifjaði upp í ræðu sinni að mikil samstaða hefði verið um stofnunina sem hafi ráðið úrslitum um hve vel tókst til. Auk Björns og Ármanns nefndi Guðrún stóran þátt Gylfa Þ. Gísla- sonar, þáverandi menntamálaráð- herra, og Stefáns Hilmarssonar, þá- verandi bankastjóra, í tengslum við uppbyggingu FS. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun FS og háskólasamfélagið hefur breyst í tímans rás. Nú eru konur áberandi í áhrifastöðum innan fyrirtækisins, en stjórnarformaður FS og fram- kvæmdastjóri eru konur auk þess sem forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands er kona. Í dag rekur FS viðamikla starf- semi. Skrifstofur, bóksölu og bóka- kaffi stúdenta, Hámu, veitinga- og skemmtistaðinn Stúdentakjallarann, stúdentagarða og þrjá leikskóla. Um 170 starfa hjá FS og eignir stofn- unarinnar eru á fjórða tug milljarða. Stúdentagarðar FS, þar sem um 10% stúdenta við Háskóla Íslands búa, hýsa 1.200 íbúðaeiningar. Guðrún minntist á að margar hendur kæmu að víðtækri starfsemi FS. „Án alls þessa fólks, sem þykir vænt um vinnuna sína, væri ekkert af þessu hægt. Framtíð FS er björt. Samstarf við Stúdentaráð, stjórn- völd og Háskólann hefur verið gott og hlökkum til við áframhaldandi samvinnu. Við finnum að við erum öll í sama liði og erum þakklát fyrir þá staðreynd,“ sagði Guðrún að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veisla Fyrrverandi framkvæmdastjórum og stjórnarformönnum Félagsstofnunar stúdenta, fyrrverandi formönn- um Stúdentaráðs og öðrum velunnurum var boðið í afmælisteiti stofnunarinnar sem hefur dafnað í 50 ár. Hjartað slær með FS  Félagsstofnun stúdenta fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir Félagsstofnun/Ásgeir Ásgeirsson Forysta Elísabet Brynjarsdóttir, forseti SHÍ, Guðrún Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri FS, og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnarformaður FS. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lagði til á síðasta fundi skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíkur að hætt yrði við hótelbyggingu á Skúlagötu 26. Þess í stað yrðu byggðar íbúðir á reitnum. Meirihlutinn hafnaði þess- ari hugmynd Sönnu. Á reitnum Skúlagötu 26 áformar félagið Rauðsvík að byggja 17 hæða hótel með 195 herbergjum. Húsið verður alls um 13 þúsund fermetrar. Um þetta bókaði Sanna: „Þrátt fyrir að fyrirhuguð sé hús- næðisuppbygging á þessu svæði er mikilvægt að stuðla að enn frekari húsnæðisuppbyggingu í borginni í stað margra hæða hótelbyggingar. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur það að greiða leiðina fyrir byggingu svo stórs hótels í hjarta Reykjavíkur, í miðri húsnæðis- kreppu, ekki vera ákjósanlegt, þegar áhersla ætti að vera fyrst og fremst á íbúðauppbyggingu fyrir almenn- ing.“ Fulltrúar Pírata, Samfylkingar- innar og Viðreisnar bentu á í bókun að deiliskipulagið gerði ráð fyrir að á þessu gamla atvinnusvæði, þar sem áður voru engar íbúðir, risi íbúðar- hús með 31 íbúð. Þær bættust við um það bil 130 íbúðir sem nú væru að rísa milli Vitastígs og Barónsstígs. „Um þessar mundir er verið að byggja nokkur hundruð nýjar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum við Hverfisgötu. Hótelið sem nú verður byggt rís á skilgreindu atvinnusvæði við Skúlagötu við hlið Kex-hostels,“ sagði m.a. í bókuninni. sisi@mbl.is Sanna vildi íbúð- ir í stað hótels  Meirihlutinn hafnaði hugmyndinni Tölvumynd/T.ark Skúlagata 26 Hugmynd arkitekt- anna að útliti hins nýja hótels. Nú eru fjórir veiðidagar eftir af strandveiðum sumarsins, sem lýkur 30. ágúst. Samtals hafa 547 bátar landað afla, en þeir voru 594 á ver- tíðinni í fyrra. Alls er búið að landa 9.400 tonnum sem er 92,2% af 10.200 tonna viðmiðun. Heimilt er að róa 12 daga í mánuði frá mánu- degi til fimmtudags og í hverri veiði- ferð er heimilt að draga 650 kíló, í þorskígildum talið, af kvótabundn- um tegundum, að ufsa und- anskildum. Grímur AK er aflahæstur strand- veiðibáta á vertíðinni með 46,5 tonn í 44 róðrum. Flestir bátar hafa róið á svæði A frá Arnarstapa í Súðavík og þar er heildaraflinn orðinn 3.700 tonn. Þar hefur hver bátur landað að meðaltali tæplega 21 tonni. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda kemur fram að á yfirstandandi tímabili hafi tíðarfarið verið strandveiðimönnum afar erf- itt. Þá segir þar að meðalverð á mörkuðum hafi verið um 16% hærra í ár en það var í fyrra og hafi verðið hækkað enn frekar í ágústmánuði. Strandveiðum að ljúka Dansskólinn DanceCenter Reykja- vík fagnar í dag tíu ára afmæli og verður með opið hús á nýjum stað í Síðumúla 15 frá 15 til 17 þar sem kynnt verða námskeið á opnunar- tilboði og boðið upp á veitingar. Í skólanum verður fjölbreytt kennsla og fjöldi námskeiða fyrir alla aldurshópa. Sérstök námskeið eru fyrir börn og unglinga, auk samverustunda með foreldrum. Ýmsir viðburðir verða á vegum skólans, leiðsögn erlendra gesta- kennara, dansferðir og danskeppni. Haustönn hefst 3. september. Skólinn er undir forustu Nönnu Óskar Jónsdóttur, sem stofnaði hann 2007 og útvíkkaði starfsemi hans með stofnun heilunarmið- stöðvarinnar KristalHofsins í fyrra. Fagna í nýju húsnæði Dans Opið hús á tíu ára afmæli. Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.