Morgunblaðið - 25.08.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Halldór Þorgeirsson lét af störfum
sem forstöðumaður hjá loftslags-
samningi Sameinuðu þjóðanna í lok
júlí. Við það fór hann á eftirlaun.
Hann er þó ekki sestur í helgan
stein. Meðal annars er hann for-
maður nýs loftslagsráðs hér heima.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Halldór í Bonn fyrr í þessum mán-
uði var þar brakandi hiti. Mælirinn
á skrifstofubyggingu Sameinuðu
þjóðanna sýndi 39 gráður.
Það er óvenjumikill hiti í Þýska-
landi. Halldór segir hús í Bonn al-
mennt ekki loftkæld. Þar með talið
sjúkrahúsin í borginni.
Vegna loftslagsbreytinga verði
slíkar öfgar í veðurfari tíðari.
Áhrifin af gróðurhúsalofttegundum
sem þegar hafa verið losaðar í and-
rúmsloftið eigi eftir að koma fram
að fullu. Því muni áfram hlýna áður
en það tekst að snúa þróuninni við.
Einstaklingar sem höfðu áhrif
Halldór hefur í störfum sínum
kynnst mörgum áhrifamönnum.
„Það sem kemur fyrst í hugann
eru kynni mín af aðalsamninga-
manni og loftslagsráðherra Kína,
Xie Zenhua. Það var aðdáunarvert
hvernig hann vann traust ráðherra
annarra ríkja með sinni skýru sýn
á hvernig þyrfti að takast á við
vandann. Ég tel hann eiga mikinn
þátt í að samkomulagið náðist í
París,“ segir Halldór og vísar til
aðgerða þjóðanna í loftslagsmálum.
„Þá er ekki annað hægt en að
nefna Laurent Fabius sem var for-
seti þingsins í París og utanríkis-
ráðherra Frakklands á þeim tíma.
Það var líka unun að sjá til hans
vinnubragða. Það var mjög lær-
dómsríkt að sjá hvernig sá maður,
sem var á sama tíma að takast á
við bæði samninga við Íran og átök
í Sýrlandi, setti alla sína krafta í að
ná framsæknu samkomulagi í Par-
ís. Hann beitti mjög svipuðum að-
ferðum og er beitt við lausn á öðr-
um erfiðum málum. Þ.e.a.s. að
byggja traust og ná samstöðu um
sameiginleg markmið og finna
lausnir. Þá finnst öllum sem það sé
í þeirra hag að samkomulag náist.
Náði að endureisa samstarfið
Ég myndi líka vilja nefna Patr-
iciu Espinosa sem nú er fram-
kvæmdastjóri loftslagssamningsins.
Hún var utanríkisráðherra Mexíkó
árið 2009 þegar Kaupmannahafnar-
fundurinn leystist upp og var for-
seti samningsins strax í kjölfarið á
þinginu í Cancún. Hún náði að end-
urreisa samstarfið af rústum
Kaupmannahafnarfundarins. Það
var feikilega lærdómsríkt að sjá
hvernig hún beitti sér á svipaðan
hátt og Fabius við að ná sam-
stöðu,“ segir Halldór.
„Síðan í lokin get ég nefnt að ég
starfaði náið með Ban Ki-moon,
aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
Það var svo greinilegt að hann,
sem glímdi við margt erfitt á sínum
embættisferli, sá í loftslagsmálun-
um tækifæri til að ná hnattrænni
samstöðu um mikilvægt úrlausnar-
mál. Hann lagði sig fram eftir
Kaupmannahafnarfundinn og boð-
aði til leiðtogafundar í New York
árið 2014. Sá leiðtogafundur lagði
grunninn að Parísarsamkomulaginu
ári síðar. Ban Ki-moon á því mik-
inn þátt í samkomulaginu. Hann
skildi vel hvað þetta var mikilvægt
úrlausnarmál; hafði sjálfur farið til
Svalbarða og Afríku og séð áhrifin
af loftslagsbreytingum. Svo skildi
hann hversu erfitt er að ná sam-
stöðu allra þjóða en um leið sá
hann að það væri ekki hægt að tak-
ast á við þetta margbrotna verkefni
öðruvísi en að allir kæmu að því.“
Ljúka við útfærsluna
Halldór segir að í lok ársins
verði lokið við útfærsluna á Par-
ísarsamkomulaginu. Samhliða séu
þjóðríkin að móta sínar aðgerðir
heima fyrir. „Viðfangsefnið er tví-
þætt. Í fyrsta lagi þarf að draga úr
losun og auka bindingu gróður-
húsalofttegunda til að halda aftur
af veðurfarsbreytingum. Í öðru lagi
þarf að aðlagast veðurfarsbreyt-
ingum, sem er jafn mikilvægur
þáttur. Slík aðlögun er oft kostn-
aðarsöm en samt nauðsynleg. Það
getur t.d. þurft að breyta mann-
virkjum, vegakerfinu, höfnum og
fráveitukerfum. Margar borgir eru
komnar í erfiðleika með sín frá-
veitukerfi,“ segir Halldór og nefnir
að Kaupmannahöfn hafi lagt út í
miklar fjárfestingar til að koma í
veg fyrir kostnaðarsöm flóð.
Losunin er enn að aukast
Halldór segir heimsbyggðina að
falla á tíma í loftslagsmálum.
„Við þurfum að ná því marki að
heimslosunin hætti að aukast og
fari að minnka. Heimslosunin er
enn að aukast. Við þurfum að
draga hratt úr henni vegna þess að
afleiðingar veðurfarsbreytinga ráð-
ast mikið af því hversu langan tíma
það tekur að draga úr losuninni.
Gróðurhúsalofttegundir eru enda
svo áratugum skiptir í andrúmsloft-
inu. Þegar horft er á Parísar-
samkomulagið í heild sinni þá er
enn á brattann að sækja. Við höf-
um misst mikinn tíma. Framlögin
sem þjóðirnar lögðu fram áður en
Parísarsamkomulagið náðist voru
aðeins upphafsskrefið. Það þarf
mun meira til. Þær aðgerðir sem
þegar eru komnar í gang lofa góðu.
Það er margt sem er að takast vel.
Þetta þarf hins vegar að gerast
miklu hraðar.“
Tækniþróunin umfram spár
Halldór segir árangur í virkjun
endurnýjanlegra orkugjafa vera
umfram spár. Kínverjar og Þjóð-
verjar hafi fjárfest svo kröftuglega
að einingaverðið hafi lækkað hratt.
Þá séu að verða orkuskipti í sam-
göngum.
„Það hefur hins vegar ekki náðst
nægilegur árangur í því sem lýtur
að losun samfara landnotkun. Það
hefur dregið úr skógareyðingu en
ekki nógu hratt. Það hefur ekki
gengið eins hratt og hægt hefði
verið að endurheimta gróðurlendi
sem hefur glatast. Þar hefur Ísland
af mikilli reynslu að miðla. Það má
segja að við höfum þegar tök á
orkumálunum, bæði gagnvart fram-
leiðslu og nýtni, en eigum mjög
langt í land með að finna leiðir til
að allt í senn fæða mannkynið, út-
rýma hungri og binda kolefni. Það
er mun flóknara viðfangsefni. Það
er samkeppni um landnotkun.
Hvernig er hægt að hjálpa fólki
sem er í dag að eyða regnskógun-
um við að finna aðrar leiðir? Það
þarf mun djúpstæðari umbreyting
að eiga sér stað,“ segir Halldór um
þessar áskoranir.
Hann segir það ekki hafa veikt
Parísarsamkomulagið að Bandarík-
in hafi tilkynnt að þau muni segja
sig frá því. Þvert á móti hafi það
tvíeflt stuðninginn við samstarfið,
þ.m.t. í Bandaríkjunum.
Heimsbyggðin að falla á tíma
Halldór Þorgeirsson lét af störfum sem forstöðumaður loftslagssamnings SÞ í lok júlímánaðar
Hann segir að í árslok muni skýrast hverjar verða næstu aðgerðir heimsins gegn loftslagsvánni
Morgunblaðið/Baldur
Vísindamaður Halldór við gamla vinnustaðinn í Bonn fyrr í þessum mánuði. Á veggnum sýndi hitamælir 39 gráður.
Halldór og kona hans eru nýflutt
heim til Íslands eftir 14 ár í Bonn.
Halldór er vísindamaður að upp-
lagi. Hann var samningamaður Ís-
lands í loftslagsmálum og var kos-
inn formaður í vísinda- og
tækninefnd loftslagssamningsins í
tvö ár. Þá kynntist hann starfsemi
samningsins. Hann sótti svo um
starf forstöðumans hjá loftslags-
samningi SÞ og hóf störf 2004.
Hann segir 500 manns starfa nú á
skrifstofunni.
„Ég hef mest verið að styðja við
samningaviðræður og smíða nýja
umgjörð um stuðninginn við samn-
ingaviðræðurnar, formennina og
formennskuríkin hverju sinni.
Þetta hefur verið stefnumörkunar-
vinna til að átta sig á hvers konar
samkomulag væri farsælast í París.
Samkomulagið er allt annars eðl-
is en Kýótó-bókunin. Það var ekki
samstaða um að halda áfram á
þeirri braut. Síðan hef ég unnið
mikið að því að virkja atvinnulífið
og aðra gerendur. Á tímabili hélt ég
utan um stuðninginn við kolefnis-
markaðinn sem þá var í miklum
vexti. Samræmingarstarfið gagn-
vart samningaviðræðunum snertir
alla stofnunina.“
Ljósmynd/UNFCCC/Birt með leyfi
Parísarsamkomulagið undirritað Halldór er lengst til vinstri. Ban Ki-moon
er fjórði frá vinstri og Hollande, fv. forseti Frakklands, sjötti frá vinstri.
Hóf störf hjá SÞ
fyrir um 14 árum
Halldór leiddi samræmingarstarfið
--- ALLT A EINUM STAD �
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin –
Micro bómul
l,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is