Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
25. ágúst 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.69 108.21 107.95
Sterlingspund 138.42 139.1 138.76
Kanadadalur 82.41 82.89 82.65
Dönsk króna 16.709 16.807 16.758
Norsk króna 12.868 12.944 12.906
Sænsk króna 11.804 11.874 11.839
Svissn. franki 109.44 110.06 109.75
Japanskt jen 0.9663 0.9719 0.9691
SDR 150.26 151.16 150.71
Evra 124.65 125.35 125.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.2513
Hrávöruverð
Gull 1187.3 ($/únsa)
Ál 2038.0 ($/tonn) LME
Hráolía 74.72 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Rekstur golfklúbba á suðvesturhorni
landsins hefur verið upp og ofan það
sem af er sumri. Slæmt sumar hefur
vitanlega spilað inn í og leikið suma
velli grátt en margir golfklúbbar
virðast aftur á móti ná að halda velli
og vel það. Er þá einkum um að ræða
golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu
þar sem félagsmenn eru fleiri. Rekst-
ur golfklúbba sem reiða sig meira á
utanaðkomandi umferð og vallar-
gjöld hefur hins vegar verið þungur.
Veðuráhrifin engin hjá GR
Golfklúbbur Reykjavíkur stendur
vel enda hefur hann nokkra sérstöðu
með sína 3 þúsund félagsmenn.
„Veðrið hefur í sjálfu sér ekki haft
nein áhrif á okkur,“ segir Björn Víg-
lundsson, formaður Golfklúbbs
Reykjavíkur. Segir hann sölu vallar-
gjalda óverulegar tölur í rekstrinum
og nema þau einungis um 5% af
heildartekjum klúbbsins. „Megnið af
tekjunum kemur í gegnum eitthvað
sem er ekki „veðurtengt“. Meðlima-
gjöld eru frágengin yfir veturinn sem
og aðrir fastir samningar,“ segir
Björn.
„Við erum með fleiri meðlimi í ár
en í fyrra og vallargjöldin hafa ein-
faldlega verið vegin upp með meiri
tekjum af því. Heildaráhrifin eru því
engin,“ segir Björn.
Golfklúbbur Brautarholts er einn
þeirra valla í jaðri höfuðborgarsvæð-
isins þar sem reksturinn hefur geng-
ið bærilega. Að sögn Gunnars Páls
Pálssonar framkvæmdastjóra hefur
Brautarholt notið góðs af vinavalla-
samningi við GR sem haldið hefur
uppi sölu á vallargjöldum. „Það lítur
út fyrir smávægilega aukningu í
veltu hjá okkur,“ segir Gunnar og
tekur fram að ferðamenn sem sótt
hafi völlinn séu fleiri í ár en í fyrra.
Stærri klúbbar í
borginni ekki í vandræðum
Hljóðið var gott í Gunnari Inga
Björnssyni, hjá Golfklúbbi Mosfells-
bæjar. „Hvað varðar tekjur hefur
gengið nokkuð vel. Það er fjölgun í
klúbbnum hjá okkur. Við erum á
svipuðum stað og í fyrra,“ segir
Gunnar og bætir því við að sala á vall-
argjöldum, sem eru um 10% af heild-
atekjum klúbbsins, sé einnig á pari
við söluna í fyrra. En maí og júní voru
daprir. „Maður hefur verið í þessu í
15-20 ár. Við höfum oft fengið erfiðan
maí eða júní. En að sjá tvo mánuði í
röð vera svona slæma, og jafnvel ekk-
ert spes að gerast þar til það fer að
líða á ágúst, hefur ekki gerst áður.“
Ólafur Þór Ágústsson hjá Golf-
klúbbnum Keili í Hafnarfirði segir að
í heild séu tekjurnar meiri en í fyrra.
Smávægileg aukning hafi verið á sölu
vallargjalda þrátt fyrir slakan fyrri
hluta sumars en að krónutölurnar
séu að skila sér í takt við aukinn gang
í júlí og ágúst.
Agnar Már Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs
og Garðabæjar, segir veðrið hafa haft
smávægileg áhrif á tekjustreymi
klúbbsins. „Ef við tökum saman vall-
argjöld, tekjur af mótum, leigu á golf-
bílum og boltum, þá höfum við farið
fimm milljónir niður á milli ára. Af
rekstrartekjum eru þetta um 2%.
Þannig séð erum við ekkert í slæm-
um málum. Útlið var svart í maí og
júní en það hefur rétt sig við,“ segir
Agnar.
Þungur rekstur utan
höfuðborgarsvæðis
Hljóðið var eilítið þyngra þegar
numið var staðar utan höfuðborgar-
svæðisins. Hjá Golfklúbbi Borgar-
ness hefur reksturinn verið þungur
að sögn Jóhannesar Ármannssonar
framkvæmdastjóra. „Þetta hefur
ekki gengið eins vel og hefur verið
barningur. Fyrri hluti sumars var
náttúrlega ferlegur. Fram í miðjan
júlí var þetta bara rigning,“ segir Jó-
hannes. Spurður um mikilvægi vall-
argjaldanna segir Jóhannes: „Þau
eru okkar lífæð. Við erum lítill klúbb-
ur og byggjum okkar starfsemi á
gestakomu. Heilt yfir höfum við farið
niður í tekjum og í leiknum hringjum
líka. En það hefur verið góður skrið-
ur á þessu eftir miðjan júlí,“ segir Jó-
hannes og bætir því við að Golfklúbb-
ur Borgarness sé einn af fáum
klúbbum sem ekki njóta stuðnings
sveitarfélagsins. „Hjá þessum golf-
klúbbum sem reiða sig á vallargjöld
verður reksturinn í járnum eða í mín-
us hjá flestum,“ segir Jóhannes.
Guðmundur Sigvaldason hjá Golf-
klúbbnum Leyni á Akranesi segir að
reksturinn verði öfugum megin við
núllið í ár. „Við erum vallargjalda-
klúbbur. Þau skipa stóran sess. Við
höfum farið 25% niður í leiknum
hringjum. Þátttaka í mótum hefur
líka fallið. Við höfum farið niður í
tekjum í takt við fækkun á spiluðum
hringjum,“ segir Guðmundur.
Gunnar Þór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbs Suður-
nesja, segir að mikið tekjutap blasi
við. Vallargjöld séu 15-20% af heild-
arrekstrartekjum sem dregist hafa
saman um 30% á milli ára. „En við
vorum það heppin að geta opnað í
apríl. Apríl var betri heldur en maí og
júní. Sem er mjög sérstakt,“ segir
Gunnar. Hann reiknar með að rekst-
urinn verði á núlli en til þess að ná því
hafi þurft að fækka starfsfólki.
Slæmt sumar hefur leikið
minni golfklúbba grátt
Morgunblaðið/Eggert
Sumar Íslenskir kylfingar fóru ekki varhluta af vætutíðinni í sumar, einkum sunnanlands og vestan.
Þungur rekstur
» Rekstur golfklúbba utan
höfuðborgarsvæðis hefur verið
þungur og líklega í mörgum
tilfellum röngum megin við
núllið. Í Borgarnesi, á Akranesi
og á Suðurnesjum hefur sala á
vallargjöldum dregist saman
um allt að 30%
» Slæmt sumar hefur ekki
haft mikil áhrif á rekstur stærri
golfklúbba á höfuðborgar-
svæðinu þar sem þeir reiða sig
í meiri mæli á félagsgjöld
Sala á vallargjöldum var meiri í apríl heldur en í maí og júní á Suðurnesjum
Mánaðartekjur eintaklinga voru að
meðaltali 534 þúsund krónur á síð-
asta ári samkvæmt nýjum tölum
Hagstofu Íslands. Heildartekjur ein-
staklinga voru því um 6,4 milljónir
króna að meðaltali á árinu 2017 og
hækkuðu um 6,7% milli ára á föstu
verðlagi.
Miðgildi heildartekna var 5,0
milljónir króna á ári, eða 416 þúsund
krónur á mánuði, sem þýðir að annar
hver einstaklingur hafði mánaðar-
tekjur undir þeirri fjárhæð. Sam-
kvæmt Hagstofunni jókst miðgildi
heildartekna jafnt og þétt til ársins
2007 en lækkaði svo um rúmlega
20% næstu þrjú árin eftir það. Síðan
þá hafa meðaltekjur verið á uppleið
og voru á síðasta ári nálægt því sem
þær voru árið 2007 á sama verðlagi.
Samsetning tekna hefur þó breyst
frá því sem var fyrir um áratug, sam-
kvæmt Hagstofunni, þar sem hlut-
deild fjármagnstekna í heildar-
tekjum er að meðaltali minni nú en
var í kringum árið 2007.
Garðbæingar tekjuhæstir
Meðaltekjur voru hæstar í Garða-
bæ þegar litið er til tíu fjölmennustu
sveitarfélaganna, en heildartekjur
þar námu 8,2 milljónum króna á síð-
asta ári. Meðaltekjur í Kópavogi
námu 6,9 milljónum og í Reykjavík
6,5 milljónum króna. Í Fjarðabyggð
voru meðaltekjur 6,6 milljónir króna,
á Akranesi 6,2 milljónir króna, á
Akureyri 5,9 milljónir króna og í Ár-
borg og á Ísafirði um 5,8 milljónir
króna.
Meðaltekjur einstaklinga
orðnar jafnháar og árið 2007
Helmingur landsmanna með yfir 416 þúsund í mánaðartekjur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tekjur Meðaltekjur hækkuðu um
6,7% milli áranna 2016 og 2017.
Allt um sjávarútveg