Morgunblaðið - 25.08.2018, Side 28

Morgunblaðið - 25.08.2018, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Til leigu skrifstofuhúsnæði á 1. hæð hússins. Stærð 141,5 fm auk geymslu 5,7 fm og sameignar. Til greina kemur að leigja húsnæðið að hluta til. Hægt er að fá leigt stæði í lokuðum bílakjallara. Skrifstofan skiptist í 4 lokuð vinnurými og fundarherbergi. Húsið er í mjög góðu ástandi, auðfundið og með auglýsingagildi. Húsnæðið er til afhendingar strax. Dan V. S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090 Þórarinn Friðriksson lögg. fasteignasali s. 844 6353. SundaboginnTIL LEIGU Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Uppl. gefur Dan V S Wiium hdl. og lögg.fasteignasali í síma 896-4013 eða dan@kjoreign.is Blikur eru á lofti varðandi fram- hald sérfræðilæknisþjónustu eftir næstu áramót. Starfsemi sérfræð- inga utan sjúkrahúsa byggist á jöfnu aðgengi landsmanna að sér- fræðiþjónustu með greiðsluþátttöku sjúklings og ríkisins skv. samningi við SÍ. Þessi samningur SÍ og sér- fræðinga á stofum rennur þá út að öllu óbreyttu. Berast nú þær fregn- ir úr velferðarráðuneytinu að koll- varpa eigi því kerfi sem hefur gef- ist vel undanfarna áratugi. Hefur þetta niðurrif þegar hafist og hefur um tveimur tugum nýrra sérfræð- inga verið neitað um samning. Það virðist greinilega búið að undirbúa meiri háttar kerfisbreytingar án samráðs við þá aðila sem hafa veitt þessa þjónustu undanfarna áratugi. Hvaðan koma þessar hugmyndir? Í fararbroddi eru núverandi heil- brigðisráðherra og aðstoðarmaður hennar, fyrrverandi landlæknir, sem hafa lýst skoðunum sínum. Ljáfar ráðherra og andúð á sjálf- stætt starfandi heilbrigðisfyrir- tækjum er greinilegt þar sem samningar margra sjálfstæðra heil- brigðisfyrirtækja hafa ekki verið endurnýjaðir. Hafa þessir aðilar einnig fundið sérfræðiþjónustu lækna allt til foráttu og lýst yfir beinni andstöðu við núverandi fyr- irkomulag. Fyrrverandi landlæknir er nú í þeirri sérkennilegu aðstöðu að hann reynir að hrinda í fram- kvæmd þeim breytingum og til- lögum sem hann áður lagði til, sem ráðgefandi aðili heilbrigðisráherra. Hvað tekur við? Hvað mun taka við gangi þetta eftir? Hverjir eiga að sinna þessum sjúklingum? Eiga sjúkrahúsin, að- allega Landspítalinn, sem nú þegar er sligaður af þeim verkefnum sem hann þarf að sinna, að sjá um þessa þjónustu? Hér er um að ræða u.þ.b. 500.000 komur sjúklinga til sérfræðinga sem nú eiga, að því er virðist að flytjast til sjúkrahúsanna. Hvar er aðstaðan og þjálfað starfs- fólk sem á að sinna þessu verkefni? Má sem dæmi nefna biðlista eftir gerviliðaaðgerðum, taugaleiðni- rannsóknum og viðtölum hjá sér- fræðingum. Nú á að bæta við mörg hundruð þúsund sjúklingum sem eiga fá þjónustu þar. Hvernig á þetta að ganga upp? Að okkar mati eru þau verkefni sem hægt er að sinna utan spítalans betur komin utan hans, þetta er þróun sem hef- ur átt sér stað á undanförnum ár- um í Svíþjóð og fleiri nágrannaríkj- um. Þannig gefst betra svigrúm á opinberum sjúkrahúsum til að sinna þeim verkefnum sem krefjast margþættari þjónustu. Undanfarna áratugi hafa heilsugæsla, sér- fræðiþjónusta utan sjúkrahúsa og sjúkrahúsin unnið þau verkefni sem þeim tilheyra. Hef- ur ríkt almenn sátt um þessa starfsemi og samvinnu þess- ara stofnanna. Flókin verkefni og sjúklingar í áhættuhópum eiga frekar að fá þjón- ustu á sjúkra- húsum sem hafa getu og aðstöðu til þess að sinna þeim. Annað geta sérfræðingar á stofu séð um, enda er það mun hag- kvæmara og ódýrara eins og sýnt hefur verið fram á. Má þar nefna grein Sigurðar Björnssonar krabbameinslæknis í Morgun- blaðinu 4. ágúst sl. Þar kemur m.a. fram að gæði þessara þjónustu eru hátt metin og einnig kemur fram að hver koma til sérfræðings á Landspítala er dýrari en á stofu sérfræðilæknis utan spítala. Hvaða áhrif hefur þetta á sjúklinga? Það hefur hins vegar farist fyrir að upplýsa almenning um þá stöðu sem kemur upp, fari svo að nýr samningur komist ekki á eftir ára- mótin eins og allt bendir til. Að öll- um líkindum fellur greiðsluþátttaka ríkisins niður á komum og aðgerð- um til sérfræðilækna. Líklegt er að sjúklingar verði þá að greiða fullt verð fyrir þjónustuna. Bið eftir þjónustu göngudeilda spítala verð- ur óumflýjanleg þannig að sjúkling- ar munu nýta rétt sinn til að leita erlendis og sækja um endur- greiðslu kostnaðar til SÍ. Ef áætl- anir stjórnvalda um að stöðva ný- liðun ganga eftir, eins og leynt og ljóst er nú stefnt að, munu öflugar læknastöðvar sem nú starfa leggj- ast af smám saman. Raunveruleikinn verður annar að okkar mati. Heldur ráðherra heil- brigðismála í raun og veru að sér- fræðilæknar með alla sína skjól- stæðinga og reynslu muni hætta að taka á móti sjúklingum þegar samningar falla niður? Heldur ráð- herra að almenningur sem er vanur góðu aðgengi að sérgreinalæknum á stofum muni sætta sig við það. Nei. Líklegast munu læknastöðvar starfa áfram í svipaðri mynd en í gjörbreyttu kerfi. Tvískipt kerfi myndast. Þeirra sem hafa efni á þjónustunni og hinna sem ekki hafa ráð á henni. Þörf á einkatrygg- ingum mun strax koma fram. Óbeit ráðandi aðila á núverandi fyr- irkomulagi samningsbundinnar einkarekinnar þjónustu sér- greinalækna mun leiða til þessarar þróunar. Því hefur verið haldið fram að einkarekstur í sér- fræðiþjónustu lækna hafi vaxið óeðlilega og oflækningar séu stund- aðar. Þróun innan læknisfræðinnar er hröð og eðlilegar nýungar byggðar á sannreyndri læknisfræði bætast eðlilega við. Menntun ís- lenskra lækna er einnig byggð á sannreyndri læknisfræði og við full- yrðum að menntunarstig sér- greinalækna sem starfa á Íslandi er með því besta sem þekkist. Eft- irlit með störfum sérfræðinga er lögbundið hlutverk Landlækn- isembættisins og er einnig bundið í samning SÍ. Deilt um rekstrarformið Rétt er að vekja athygli á að þessi þjónusta er ekki sjálfsögð, hún er byggð á reynslu og sérhæf- ingu lækna eftir nám og vinnu er- lendis. Hún er byggð á áralangri vinnu sérgreinalækna að byggja upp öflug fyrirtæki með fjölda öfl- ugs starfsfólks sér við hlið. Sér- fræðilæknar hafa ætíð nýtt sér sambönd við sérfræðinga erlendis, jafnt þeir sem starfa utan sem inn- an sjúkrahúsa. Gagnrýnisraddir heyrast en þær fjalla oftast um rekstrarformið en ekki um þjón- ustuna. Í þessu kerfi er sveigj- anleiki og nánast engin yfirbygging sem gerir kerfið hagkvæmt, þjón- ustan er skilvirk. Íslendingar sem eru orðnir langþreyttir á biðlistum opinbera kerfisins streyma nú utan í aðgerðir sem aldrei fyrr, með fullri greiðsluþátttöku hins op- inbera. Pólitískur rétttrúnaður gegn hagkvæmum einkarekstri á Íslandi er slíkur að í stað þess að semja við innlendar aðgerðarstofur um biðlistasjúklinga eru sjúklingar sendir til útlanda og skattborgarar greiða tvöfalt til þrefalt hærra verð fyrir sömu þjónustu og hægt er að fá á Íslandi. Hér er skattfé almenn- ings kastað á glæ í stórum stíl. Ráðherra heilbrigðismála sagði m.a. í fréttum RÚV að 60 aðgerðir þar sem sjúklingar greiddu sjálfir fyrir liðskiptaaðgerðir hérlendis væri ekki merki um tvöfalt kerfi. Ef samningar sérgreinalækna falla niður bætast öll viðtölin við og þar af eru 20.000 aðgerðir sem almenn- ingur þarf að greiða sjálfur að fullu. Óraunhæfar hugmyndir Ráðherra bætir um betur í við- tali í Morgunblaðinu 21.1. 2018 þegar hún svarar gagnrýni um þetta fyrirkomulag. Haft er eftir ráðherra: „Það sem ég stend frammi fyrir er að skoða skipulagn- ingu biðlista hjá þessum stofn- unum.“ Ekkert er fjallað um það sem skiptir meginmáli þ.e. hvernig nýta má það fjármagn sem ætlað er til liðskiptiaðgerða betur og á skilvirkari hátt. Umræðan um bið- lista er einnig á villigötum. Þá seg- ir ráðherra einnig: „Það sem mér er efst í huga er að fara sér- staklega yfir mat á forgangi til þess að þeir sem eru í mestri þörf komist fyrr að.“ Allir sem fara á biðlista fyrir aðgerð eru í brýnni þörf og eiga nú lögbundinn rétt á þjónustu. Forgangsröðun á biðlist- um er þegar úrelt hugtak með til- komu þjónustuábyrgðar allra sjúkratryggðra einstaklinga, sem setur heilbrigðisþjónustunni tíma- mörk í þágu sjúklinganna. Níutíu daga bið er hámarksbið, ein- staklingi sem fer á biðlista eftir að- gerð verður ekki forgangsraðað aft- ar en það. Hugmyndir um að breyta fyrirkomulagi einkarekinnar sérfræðiþjónustu og færa starfsem- ina inn á sjúkrahúsin eru óraun- hæfar. Þær byggjast hins vegar á einhvers konar pólitísku trúar- bragðastríði þar sem öllum spjótum er beint að einkarekstrinum. Boð- orðið er þar: Út með einkarekst- urinn! Það er í raun og veru ótrú- legt að tiltölulega fámennur hópur einstaklinga í stjórnsýslunni geti framkvæmt slíka niðurrifsstarfsemi gegn þekkingarfyrirtækjum sem hafa veitt góða þjónustu áratugum saman. Í nýútgefinni skýrslu um þörf og aðgengi okkar Íslendinga að tauga- læknum segir nýskipaður land- læknir „Til þess að þjónusta og bið- tími verði viðunandi þarf að efla aðgengi sjúklinga með tauga- sjúkdóma að göngudeildarþjónustu, hvort heldur er að göngudeild Landspítala eða að starfsstofum sjálfstætt starfandi taugalækna.“ Þetta gildir auðvitað almennt um sérfræðilæknaþjónustu eins og staðan er á Íslandi í dag. Aðgerðir sem koma niður á viðkvæmum hópi Við fullyrðum að eftir 1. janúar 2019 munu íslenskir sérfræðilækn- ar halda áfram að sinna skjólstæð- ingum sínum eins og áður, en hugs- anlega í tvískiptu kerfi. Sumar sérgreinar munu jafnvel auka þjón- ustu þar sem þörfin verður mest. En aðrar sérgreinar eru við- kvæmar fyrir þessum fyrirhuguðu breytingum og slík þjónusta getur veikst og mikilvæg þekking og reynsla getur tapast. Þetta á t.d. við sérgreinalækna í geðlækningum sem hafa miklar áhyggjur af þess- um fyrirætlunum gagnvart sínum skjólstæðingum. Við bjóðum alla unga sérfræðilækna velkomna í hópinn með nýjustu þekkingu í öll- um sérgreinum íslenskum almenn- ingi til heilla. Við getum ekki, mun- um ekki og eigum aldrei að leggja niður þjónustu okkar utan opin- berra stofnana. Það væri óskandi að ráðherra og ráðgjafar hennar tækju tillit til þeirrar gagnrýni á fyrirhuguðum breytingum sem nú á að þvinga upp á landsmenn. Afleið- ingar munu koma harðast niður á þeim sem síst eiga það skilið, þeim veiku og þeim efnaminni. Eftir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson Ágúst Kárason » Við getum ekki, munum ekki og eig- um aldrei að leggja nið- ur þjónustu okkar utan opinberra stofnana. Ágúst er bæklunarlæknir í Orkuhús- inu og er fulltrúi Íslands í Félagi evr- ópskra axla- og olnbogaskurðlækna. Ragnar er bæklunarskurðlæknir, ML; CIME, forseti NOF (samtök norrænna bæklunarlækna) og for- maður Íslenska bæklunarlækna- félagsins. Heilagt stríð gegn þjónustu sérgreinalækna Ragnar Jónsson Mig langar að vekja athygli á slælegum vinnu- brögðum þeirra sem sjá um að slá grasið í hverfinu í Suðurhlíðum. Borgin vill að íbúarnir hirði vel í kringum sig. Það er vel. En hvað gera þeir? Þeir slá meðfram gangstéttum og skilja hluta af hljóðmöninni eftir. Það er illa farið með skattpeningana þegar vinnubrögðin eru svona eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ég held að hvorki ég né aðrir í öðrum störfum fengju borgað fyrir svona slóðaskap. Hljóðmönin sem sést á myndunum er utan við garðana númer 7 til 11 við Beykihlíð. Annað er slegið. Illgresi og skriðsóleyjar plús fíflarnir skríða inn á lóðirnar og erfitt er að halda hreinu í görð- unum. Að sjálfsögðu hirðum við okkar garða. Þessi slæmu vinnubrögð og sóðaskapur blasa við öllum sem heimsækja Kirkjugarðana og Perluna og skemma að sjálfsögðu útlit hverf- isins. Íbúi í Suðurhlíðum Reykjavíkur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Illa hirt borg Vanhirða Hljóðmönin við garðana við Beykihlíð 7 til 11 er í órækt. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.