Morgunblaðið - 25.08.2018, Side 30

Morgunblaðið - 25.08.2018, Side 30
30 MESSURÁ morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Magnús Guð-jónsson fædd- ist 13. janúar 1929 á Bíldudal við Arnarfjörð. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Mörk 16. ágúst 2018. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Gísladóttir, f. 7.5. 1903, d. 2.8. 1997, og Guðjón Jóns- son, f. 27.10. 1895, d. 14.9. 1979. Magnús átti eina systur, Arndísi, f. 8.8. 1926, d. 14.11. 2016. Fjölskyldan bjó lengst af á Bíldudal en fluttist til Reykjavíkur ár- ið 1947. Magnús giftist Mörtu Bjarnadótt- ur 9.12. 1950. Þau eignuðust einn son, Pétur Bjarna, f. 14.8. 1955, sem giftur er Ragn- hildi Erlu Bjarna- dóttur, f. 7.12. 1961. Börn þeirra eru Magnús Már, f. 16.5. 1990, og Sigrún Erla, f. 30.3. 2001. Fyrir átti Pétur soninn Ólaf Gunnar, f. 17.9. 1978. Útförin fór fram í kyrrþey. Afi minn var einn merkilegasti maður sem ég hef kynnst, ekki bara vegna þess hversu klár, fjöl- hæfur og duglegur hann var heldur líka vegna þess hversu góður hann var mér. Ég kynntist honum mjög ungur, á fæðingar- deild Landspítalans, en man lítið eftir því en hef heyrt hvað þessi stund var honum dýrmæt. Á mín- um 28 árum á ég ógrynni minn- inga um hann og þann kærleik sem var okkar á milli. Þegar ég var í barnaskóla fór ég nokkrum sinnum í viku til afa og ömmu upp á Kleppsveg eftir skóla og iðulega var afi í vinnunni þannig að við amma dunduðum okkur við alls kyns leiki. Einn af þeim var að telja bíla sem fóru framhjá þangað til afi kom heim. Þetta fannst mér spennandi leik- ur þar sem það stytti tímann eftir afa. Þá var kaffitími með brauði og kakói og horft á barnatímann á Stöð 2. Áður en ég var sóttur tefldum við, spiluðum á píanóið eða hann kenndi mér kvæði. Við afi vorum alla tíð góðir vin- ir. Eftir að ég eltist breyttust samverustundir okkar en alltaf þótti mér vænt um þegar afi sótti mig og við fengum okkur hádeg- isverð saman í IKEA. Hann lét mig finna hvað hann var stoltur af mér og hversu vænt honum þótti um mig. Það var honum erf- itt að missa mig til Ungverja- lands í nám en í staðinn fyrir að láta mig finna fyrir því lagði hann upp úr því að hitta mig sem oftast þegar ég kom heim í fríum. Í hvert skipti sem við kvödd- umst kallaði hann mig alltaf hetj- una sína. Ég veit ekki hvað ég gerði til að verðskulda þau orð eða hvort ég á þau skilið en eitt er víst að hann hefur alltaf verið mín stoð og stytta. Hann hefur alltaf verið hetjan mín. Ég kveð þig, afi minn, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Magnús Már Pétursson. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn eftir stutt en hastarleg veikindi. Við Magnús höfum átt samleið hátt í fjóra áratugi og því er margs að minnast en þó fyrst og fremst hlýju hans og kærleika. Magnús var mikill sögumaður enda mundi hann allt sem hann las og hafði ég sérstaklega gam- an af að því að hlusta á hann segja frá lífinu á Bíldudal og hvernig var fyrir ungan sveita- dreng að koma í fjölmennið í Reykjavík. Skólaganga Magnúsar fyrir vestan var ekki löng en snemma kom í ljós að hann var ýmsum gáfum gæddur. Hann hafði mik- inn tónlistaráhuga og lærði sjálf- ur að spila á harmonikku og pí- anó. Hann naut þess alla ævi að spila á píanóið sitt og eins að hlusta á aðra leika. Á gamlárs- kvöld hefur til margra ára verið hefð fyrir því á okkar heimili að allir sem kunna á hljóðfæri æfi og spili eitt tvö lög og hlakkaði Magnús ávallt til þessara stunda. Nýlega fundum við blýantsteikn- ingar eftir hann frá unglingsár- unum sem lýsa ótvíræðum list- rænum hæfileikum. Þá var hann mikill íþróttamaður og þótti einn efnilegasti kringlu- og spjótkast- ari sinnar kynslóðar. Hann æfði jafnframt fimleika og var hluti af sýningarflokki fimleikadeildar Ármanns sem kölluðu sig „6 á kistunni“. Magnús varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og þaðan lá leið hans í Háskóla Ís- lands. Á þessum tíma hafði Magnús gifst tengdamóður minni og eignast soninn Pétur. Náms- lánum var ekki fyrir að fara og smám saman hóf Magnús að smíða með föður sínum, sem end- aði með því að hann tók sveins- próf og hlaut síðar meistararétt- indi í húsasmíði. Á 7. áratugnum var hann kallaður til starfa sem dómkvaddur matsmaður og með- dómari í Borgardómi Reykjavík- ur og hjá héraðsdómstólum um allt land. Í yfir 30 ár sinnti hann þessum störfum jafnframt húsa- smíðinni. Mér varð fljótlega ljóst hversu áhugasamur hann var og hversu alvarlega hann tók starf sitt sem meðdómari og matsmaður. Fáir voru betur að sér um byggingu húsa og réttarstöðu aðila á því sviði. Hann las sér mikið til um lögfræði og áhuginn á því sviði leyndi sér ekki, sem eflaust hefur haft áhrif á að maðurinn minn lauk lögfræðiprófi. Ég mat tengdaföður minn mikils en vænst þótti mér að upp- lifa hann sem afa barnanna minna. Þegar sonur okkar og nafni hans fæddist sá ég alveg nýja hlið á honum, því gagnvart þessu litla barni þurfti ekki að dylja neinar tilfinningar. Hann umvafði drenginn slíkum kær- leika, hlýju og nærgætni að hann mun búa að því alla ævi. Hann sá heldur ekki sólina fyrir Sigrúnu Erlu og síðustu vikurnar fylgdist hann spenntur með ökunámi hennar en í æfingaakstrinum var stundum komið við hjá afa. Ég mun minnast Magnúsar með virðingu og hlýju enda ríkti einlæg vinátta og virðing okkar í milli. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir. Þegar ég kynntist Pétri mági mínum á sínum tíma nam hann lögfræði við Háskóla Íslands. Á sumrin vann hann við smíðar með Magnúsi föður sínum. Þeir feðg- ar höfðu þá smíðað saman hús á sumrin allt frá þeim tíma sem Pétur var ungur maður. Eftir þá liggja mörg hús sem öll eiga það sameiginlegt að vera völundar- smíð. Magnús var nefnilega ein- staklega vandvirkur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Það hús sem Magnúsi sjálfsagt þótti vænst um er heimili þeirra Ragnhildar og Péturs í Austur- brún. Magnús var á tímabili um- svifamikill húsasmíðameistari með marga menn í vinnu. Það fór reyndar ekki öllum vel að vinna fyrir Magnús því hann var kröfu- harður og leið ekki neitt það sem kallast mætti óvönduð vinnu- brögð. Um margra ára skeið vann Magnús sem dómkvaddur matsmaður með Ragnari Ingi- marssyni prófessor við mat á göllum í húsnæði. Þar nýttist sér- þekking hans sérstaklega vel. Eitt af því sem við Pétur réð- umst í fyrir nokkrum árum var að gera upp gamalt hús norður í landi. Eins og gefur að skilja var Magnús okkar helsti ráðgjafi í því verki. Þegar okkur rak í vörð- urnar hringdi Pétur í föður sinn sem leysti úr vandamálunum símleiðis frá Reykjavík. Ef ég man rétt þá kom Magnús aðeins einu sinni í fallega húsið á Siglu- firði sem hann sannarlega á svo mikið í. Magnús var afskaplega ljúfur maður, vandaður og lítillátur. Þeir Pétur voru miklir félagar og voru í nánu sambandi alla tíð. Hann sá ekki sólina fyrir barna- börnum sínum. Hugsaði vel um þau og fylgdist náið með uppvexti þeirra bæði í námi og leik. Við Ingibjörg sendum Pétri og fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur við fráfall Magnúsar Guðjónssonar. Hannes Þór Bjarnason. Elsku afi minn. Ég minnist þess nú þegar þú rifjaðir upp gamla tíma frá Vestfjörðum, sög- urnar frá Bíldudal og Ísafirði þóttu mér skemmtilegastar. Minnist þess þegar við rúntuðum um á svarta Pontiacnum með hvítu leðursætunum. Fórum upp í sveit og þú leyfðir mér að keyra kaggann sem ég dáðist svo mikið að, það var hápunktur fyrir ung- an dreng með mótordellu. Vinátta okkar var alltaf mjög einlæg og afslöppuð og návist þín var mér alltaf ákaflega kærkom- in. Man eftir þegar þú spilaðir fyrir mig á píanóið heima hjá mömmu. Man þegar þú sagðir mér frá sveitaböllunum í gamla daga þegar þú spilaðir fyrir gest- ina á harmónikku. Við gátum deilt okkar upplifunum af slíku sem tónlistarmenn. Ákaflega þykir mér vænt um að hafa haft þig í mínu lífi. Þú varst góður maður og réttsýnn. Ég ber minningar okkar ofarlega í huga um ókomna tíð. Þú varst hæfileikaríkur og samviskusam- ur. Duglegur og þróttmikill með eindæmum. Þú varst mikill vinur minn og mér þykir sárara en orð fá lýst að fá ekki faðmlag frá þér fyrr en við hittumst aftur. Ég kveð þig með einskæru þakklæti fyrir það að þú varst afi minn. Ólafur (Óli) Gunn. Magnús Guðjónsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar AKUREYRARKIRKJA | Þakkargjörð- armessa kl. 11. Prestur er Svavar Al- freð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa með skýringum kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir þjónar fyrir altari og hug- leiðir efni dagsins. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szkláner. Á eftir er messukaffi. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Svanhildur Blöndal á Hrafnistu prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Ás- kirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási að guðs- þjónustu lokinni. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameig- inleg guðsþjónusta Bessastaða- og Garðasóknar kl. 11. Á degi kærleiks- þjónustunnar þjóna djáknar Garða- prestakalls þær Margrét Gunn- arsdóttir og Helga Björk Jónsdóttir. Organisti er Ástvaldur Traustason. BÚSTAÐAKIRKJA | Kærleiksmessa kl. 11 á degi kærleiksþjónustunnar. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni prédikar. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matthías- son. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11, prestur er Gunnar Sigurjónsson, Vinir Digraneskirkju sjá um tónlist. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Prestvígsla kl. 11. Biskup Íslands Agnes M. Sigurð- ardóttir og séra Hjálmar Jónsson. Minnum á bílastæðin við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta og skírn kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur org- anista. Meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Kvöld- vaka kl. 20. Upphaf fermingarstarfs- ins. Fermingarbörn og foreldrar mæta til kirkju, kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arn- arsonar. Prestar eru Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar Eyjólfsson. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jó- hannsson leiðir stundina. Hljóm- sveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunn- ari Gunnarssyni, organista. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunn- arsson þjónar og barn verður borið til skírnar. Organisti er Hákon Leifsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju leiða söng. GRENSÁSKIRKJA | Messað kl. 11. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari og Ásta Haralds- dóttir leikur undir sönginn sem Kirkju- kór Grensáskirkju leiðir. Heitt á könn- unni. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrverandi þjónandi presta klukkan 14 í hátíðarsal. Prestur er Úlfar Guð- mundsson. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Upphaf fermingarstarfs- ins. Fermingarbörn næsta vetrar og foreldrar þeirra sérstaklega boðin vel- komin. Prestar og organisti kirkjunnar sjá um stundina. Hressing á eftir í safnaðarheimilinu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dagur kærleiksþjónustunnar í kirkjunni. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi þjóna. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskels- son. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Fyrirbæna- guðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár- degismessa miðvikud. kl. 8 og tón- leikar Schola cantorum kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Samskot dagsins renna til samtakanna Pieta. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Organisti er Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. Prestur er Sunna Dóra Möller. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11.Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking ser- vice. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnu- dagur kl. 18. Sumarlokahátíð, grill og gaman fyrir alla fjölskylduna. Sam- koma með lofgjörð og fyrirbænum kl. 20. Safnaðarráð kirkjunnar sér um stundina. Eftir hana verður boðið upp á kaffi og gott samfélag. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudags- kvöld kl. 20. Arnór Vilbergsson leiðir ungmennakór kirknanna á Suð- urnesjum Vox Felix. Sr. Fritz Már og sr. Erla Guðmundsdóttir þjóna í mess- unni. Verðandi fermingarbörn og að- standendur þeirra eru boðin sérstak- lega velkomin, og munum við segja frá fræðslunni á vetri komanda eftir messu. KIRKJUBÆJARKIRKJA | Messa kl. 14 sunnudag. Prestur er Þorgeir Ara- son. Organisti er Jón Ólafur Sigurðs- son. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjóts- kirkju. Minnt er á kaffisölu Kvenfélags Hróarstungu í Tungubúð eftir messu. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur und- ir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. LAUGARNESKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 20. Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin, Hjalti Jón Sverrisson guðfræðingur flytur hugvekju, sr. Eva Björk Valdimars- dóttir þjónar og Arngerður María Árna- dóttir spilar. Á eftir verður boðið upp á kvöldkaffi í safnaðarheimilinu. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa um kvöldið kl. 20. Óskar Einarsson stjórnar kór Lindakirkju. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA | Messa kl. 20 sunnudag. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar. Kór Gler- árkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. ÓHÁÐI söfnuðurinn | Guðsþjónusta sunnudag kl. 20. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Árni Heiðar Karls- son leikur undir en þetta er loka- messa hans sem tónlistarstjóri safn- aðarins. Að vanda verður maul eftir messu. SALT kristið samfélag | Sameig- inlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðu- maður Kristján Þór Sverrisson. Barna- starf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Fermingarbörn sérstaklega hvött til að mæta með foreldrum. Prestur er Guðbjörg Arnadóttir, Kirkjukórinn syngur, organisti er Ester Ólafsdóttir. SELJAKIRKJA | Messa kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Douglas Brotchie og sönghópur úr Kór Selja- kirkju leiðir söng, molasopi að messu lokinni. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurbjarnar Ein- arssonar biskups minnst. Karl Sig- urbjörnsson biskup prédikar. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar fyrir altari. Steinunn Vala Pálsdóttir flautuleikari og Svava Bernharðsdóttir víóluleikari leika lag. Guðmundur Ari Sigurjónsson og Rannveig Karlsdóttir lesa ritningarlestra. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eft- ir athöfn. Sýning á bókum Sig- urbjarnar biskups í anddyri kirkjunnar. SJÁVARBORGARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Léttir sálmar, hugleiðing og bæn. Rögnvaldur Valbergsson leik- ur á harmonikku. Prestur er Sigríður Gunnarsdóttir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hall- grímsson annast prestsþjónustuna. SÓLHEIMAKIRKJA | Messa með altarisgöngu sunnudag kl. 14. Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Ester Ólafs- dóttir Bænir: Gunnlaugur Ingimund- arson og María K. Jacobsen. Með- hjálpari er Valdís Ólöf Jónsdóttir. Reynir Pétur leikur á munnhörpu fyrir stundina. Messukaffi í Grænu könn- unni. ORÐ DAGSINS: Miskunnsami Samverjinn (Lúk. 10) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kirkjur Sauðárkrókskirkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.