Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
✝ Sveinbjörn Sig-tryggsson
fæddist á Mosfelli í
Ólafsvík 3. október
1930. Hann lést 1.
ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru Sigtryggur
Sigtryggsson, f. 6.
ágúst 1898 í Vatns-
holti í Skagafirði, d.
16. apríl 1978, og
Guðbjörg Jenný
Vigfúsdóttir, f. á Kálfárvöllum í
Staðarsveit 11. október 1902, d.
10. ágúst 1982.
Systkini Sveinbjörns eru:
Haukur, f. 1. september 1924, d.
21. febrúar 1998, Sverrir, f. 30.
ágúst 1925, d. 26. september 1992,
Þráinn, f. 1. september 1928, d. 7.
mars 2008, Vigfús, f. 29. apríl
1932, d. 5. mars 2009, Hafsteinn,
f. 21. september 1933, d. 11. jan-
úar 2011, og Bjarný Sólveig, f. 15.
nóvember 1941, en hún er búsett í
Ólafsvík.
desember 1959. Hún er gift Jó-
hanni Ágústssyni og eiga þau
þrjú börn og fjögur barnabörn.
Sveinbjörn hóf nám í trésmíði
við Iðnskólann í Hafnarfirði
haustið 1947 og var þar í þrjá
vetur en bætti síðan við sig fjórða
árinu í Iðnskólanum í Reykjavík
þar sem hann lauk meistaraprófi
í húsasmíði. Hann stofnaði bygg-
ingarfyrirtækið Valverk í Ólafs-
vík og rak það allt þar til hann
flutti suður og settist að í Kópa-
vogi. Hann byggði fjölmörg íbúð-
arhús í Ólafsvík, á Hellissandi og
í Grundarfirði, ásamt öðrum
stórum verkum svo sem Hrað-
frystihúsinni í Ólafsvík, Lög-
reglustöðinni, kom að byggingu
sundlaugarinnar í Ólafsvík og
fleiri stórum verkum.
Eftir að Sveinbjörn flutti suð-
ur árið 1984 starfaði hann um
hríð á húsgagnaverkstæðinu
Víði en fljótlega fékk hann vinnu
hjá Brunamálastofnun ríkisins
þar sem hann vann við úttektir á
brunavörnum opinberra bygg-
inga um allt land. Hjá Bruna-
málastofnun vann hann til starfs-
loka árið 2000.
Útförin fer fram frá Ólafsvík-
urkirkju í dag, 25. ágúst 2018,
klukkan 13.
Árið 1952 kvænt-
ist Sveinbjörn Gyðu
Vigfúsdóttur frá
Gimli á Hellissandi,
f. 15. júní 1928, d. 16.
febrúar 1972, dóttir
Kristínar Jensdóttur
og Vigfúsar Jóns-
sonar.
Börn Sveinbjörns
og Gyðu eru: 1) Loft-
ur, landverkamaður,
f. 20. september
1952, d. 17. desember 1995. 2)
Kristinn Vigfús, vélstjóri, búsett-
ur í Reykjavík, f. 13. janúar 1954.
Kristinn á fimm börn og þrjú
barnabörn. Fyrri kona hans var
Sigríður Þrúður Eiríksdóttir, f. 5.
september 1954, d. 11. mars 1987.
Hann er nú kvændur Enu Dahl og
eiga þau eina dóttur. 3) Guðbjörg
Jenný, kennari á Selfossi, f. 18.
apríl 1955. Hún er gift Sigfinni
Snorrasyni og eiga þau tvö börn
og eitt barnabarn. 4) Olga, náms-
og starfsráðgjafi á Selfossi, f. 2.
Það er alltaf erfitt að kveðja en
á þannig stundum þegar maður
er fullur þakklætis fyrir sam-
fylgdina þá verður kveðjustundin
auðveldari.
Í dag, 25. ágúst, leggjum við
duftker með jarðneskum leifum
pabba í leiðið hennar mömmu,
hartnær 47 árum eftir lát hennar.
Þetta gerum við að hans ósk.
Það hefur ekki verið auðvelt
fyrir pabba að standa uppi ein-
stæður faðir á besta aldri með
okkur fjögur systkinin eftir að
mamma féll frá en aldrei varð
maður var við að hann bognaði,
hann var ávallt kletturinn í fjöl-
skyldunni. Frá þeirri stundu var
hann bæði faðir og móðir í mörg
ár og lagði metnað sinn í að koma
okkur út í lífið með sóma og það
gerði hann. Hann var traustur
vinur, lítillátur og reglusamur.
Mikill prinsippmaður en gat verið
þrjóskur og ákveðinn.
Pabbi var einstakur snyrti-
pinni í öllu sem hann kom nálægt
og skipti ekki máli hvort um var
að ræða vinnuna, umhirðu bíla,
heimilið eða hann sjálfan. Hann
var listagóður smiður og það
vafðist heldur ekki fyrir honum
að strauja skyrturnar sínar, elda
mat eða sjóða sultu og duglegur
var hann við að segja afkomend-
um sínum til með hvaðeina sem
betur mætti fara varðandi um-
hirðu í nánasta umhverfi, heim-
ilishald, útlit og fataval.
Pabbi var mikill Snæfellingur
og honum þótti alla tíð mjög vænt
um Ólafsvík. Hann fylgdist
grannt með hvað þar var á baugi,
hvort sem um var að ræða fram-
kvæmdir í plássinu, þróun at-
vinnulífs eða hvernig fiskiríið
gengi. Hann var ætíð með hugann
við hvernig gengi hjá systkinum
sínum og ættingjum fyrir vestan.
Hann fylgdist náið með afkom-
endum sínum og vildi vita hvað
allir hefðu fyrir stafni og hafði
mikinn metnað fyrir því að af-
komendurnir menntuðu sig.
Pabbi var einstaklega barn-
góður og laginn við lítil börn. Það
gladdi hann alltaf óendanlega
mikið þegar hann fékk að berja
afkomendur augum nýfædd og
fannst hann vera ríkur maður.
Hann hafði orð á því við mig fyrr
á þessu ári að hann væri sáttur
við lífshlaup sitt og þakklátur fyr-
ir allt þrátt fyrir áföll sem hann
og fjölskyldan hefðu gengið í
gegnum.
Nokkrum árum eftir að pabbi
settist að á höfuðborgarsvæðinu
kynntist hann Önnu Sigmunds-
dóttur ekkju sem fædd var 20.
apríl 1934. Með þeim tókst ein-
stök vinátta og samband sem
varði yfir 20 ár. Þau báru mikla
virðingu hvort fyrir öðru, ferðuð-
ust mikið saman, fóru í sumarbú-
staðaferðir, stunduðu útivist og
leikhús. Anna varð bráðkvödd á
heimili sínu 12. febrúar 2016.
Eftir fráfall Önnu fór að halla
undan fæti hjá pabba með heils-
una en hann hafði alla tíð verið
heilsuhraustur maður, keyrði bíl
allt fram til haustsins 2016 og
þurfti varla að nota gleraugu. Í
janúar 2017 fékk hann inni á
Hjúkrunarheimilinu Grund þar
sem hann naut einstakrar um-
hyggju og aðhlynningar sem
hann var mikið þakklátur fyrir og
var alltaf að dásama í alla staði
allt fram til síðustu stundar er
hann lést 1. ágúst síðastliðinn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn,
Olga Sveinbjörnsdóttir.
Elsku afi minn.
Á heimleið eftir mína síðustu
heimsókn til þín fékk ég sterka
tilfinningu um að drífa mig aftur
til þín og ég verð ævinlega þakk-
lát fyrir það. Þegar ég kom aftur
þá straukstu mér um aðra kinn-
ina með hrjúfu, hlýju hendinni
þinni eins og til að fullvissa mig
um að það væri allt gott. Daginn
eftir kvaddir þú okkur.
Um leið og ég er full þakklætis
fyrir allt þá er ég líka svo sorg-
mædd. Ég hef átt þig að ævina
mína alla og það er skrýtið að
horfa yfir á jökulinn og ímynda
sér hvernig jafn óhagganleg
stærð í mínu lífi og þú varst sért
ei meir.
Ég man hvað ég var hreykin af
því að þú byggðir húsið í Engi-
hlíðinni. Að mínu mati var það fal-
legasta húsið í bænum og í minn-
ingunni er eins og sólin hafi alltaf
baðað húsið í sínum fallegustu
geislum þegar við renndum í hlað.
Það var líka ekkert slor að fá að
keyra vestur með þér. Alltaf
minntir þú mig á það sama:
„Passaðu þig á smurningunni“
um leið og ég brölti aftur í því það
var einstaklega vel hugsað um
bílinn og öll föls voru vandlega
smurð.
Afi minn, við grínuðumst oft
með Mosfellsgenið og hvernig við
vildum hafa allt í röð og reglu.
Árleg jólagardínuuppsetning í
Hamraborginni tók okkur tvö yf-
irleitt nokkra klukkutíma. Þú
tókst fram tröppur, tommustokk
og blýant og þetta var heljarinnar
framkvæmd. Okkur mömmu
þótti í þessu samhengi dásamlegt
þegar þú tókst þig til núna undir
það síðasta og ráðlagðir mömmu
að muna eftir því að binda hárið
aftur. Kannski sástu hana á þeirri
stundu fyrir þér með síðu fléttuna
sem mikið þurfti að hafa fyrir á
hennar yngri árum.
Á unglingsárum mínum var
svo notalegt þegar þú komst í
kaffi ilmandi og vel snyrtur eftir
heimsókn hjá rakaranum. Þú
vissir nefnilega hvað þú vildir og
eitt af því var almennilegur rakst-
ur, enda varst þú annálaður
snyrtipinni.
Við fjölskyldan vorum samt
það sem skipti þig höfuðmáli. Þú
gafst okkur alla þína væntum-
þykju og athygli. Þið mamma
voruð svo náin og mér finnst feðg-
inasamband ykkar hafa ein-
kennst af einstaklega mikilli virð-
ingu og kærleika. Ég upplifði
sömu tilfinningu sem barnabarn-
ið þitt. Þú varst ávallt til staðar
sem afi minn og trúnaðarvinur.
Sögurnar þínar að vestan, ræt-
urnar okkar allra, skipta mig
máli. Ég fékk að kynnast Gyðu
ömmu hjá þér, afi minn. Við sát-
um oft lengi og töluðum um alla
heima og geima. Það stafaði frá
þér svo miklu öryggi, staðfestu og
jarðtengingu. Sögunum þínum
fylgdi líka seigla, æðruleysi og
trú á því að mikilvægt sé að þakka
fyrir líðandi stund.
Eftir mikið áfall við fráfall
ömmu þá studdir þú við börnin
þín og þið hélduð öll áfram ykkar
lífi. Það var mér í því samhengi
sönn gleði að fá að kynnast Önnu
þinni og sjá ykkur tvö blómstra
saman síðari hluta ævi ykkar
beggja.
Við lærðum það af þér að muna
eftir því að kveðjast og láta alltaf
vita af okkur þegar komið var á
leiðarenda, hvort sem var milli
húsa, landshluta eða milli landa.
Sú hefð hefur haldist í fjölskyld-
unni. Ég trúi því að við sjáumst
aftur, afi minn, þú býrð í hjarta
mínu þangað til að því kemur. Ég
elska þig. Takk fyrir allt.
Gyða Sigfinnsdóttir.
Sveinbjörn
Sigtryggsson
Bálför Ingu í Tröð
eða Ingu hans Hró-
ars, eins og hún var
oft kölluð, fór fram í
kyrrþey. Ingibjörg
og Hróar bjuggu lengst af á Laug-
um í Reykjadal í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Fyrst í kennaraíbúð í
Dvergasteini, en svo í Tröð, þar
sem Hróar, smiðakennari á Laug-
um byggði glæsilegt og nýtísku-
legt íbúðarhús rétt ofan við Laug-
arbrekku. Ég og sonur hennar
Bjössi í Tröð vorum miklir leik-
félagar, enda bjuggum við saman í
Dvergasteini, ég á efri hæðinni og
hann á þeirri neðri. Mamma og
Inga voru ágætar vinkonur og eft-
ir að þau fluttu í Tröð hljóp ég oft-
ar en ekki upp túnið til að leika við
hann. Það var ævintýri að koma í
Tröð, í fallega garðinn hennar
Ingu og við máttum leika okkur í
stóra smíðasalnum hans Hróars
Ingibjörg
Sigurðardóttir
✝ Ingibjörg Sig-urðardóttir
fæddist 7. janúar
1933. Hún lést 24.
maí 2018.
Bálför fór fram í
kyrrþey.
og líka í gufubaðinu.
Við Bjössi tókum
auðvitað upp á ýmsu,
eða öllu heldur hann
og stundum fór hann
að stríða mér svo
hætta varð leiknum
og ég fór þá bara vol-
andi heim. Ég var
ekki lengi að fyrir-
gefa honum alla
stríðnina þegar ég
fékk þá fallegustu
afmælisgjöf sem ég hafði þá aug-
um litið. Inga hafði þá saumað
handa mér matrósaföt á Björn,
bangsann minn og rauðan skokk
úr sléttflaueli, hvíta og bleika
skyrtu, skó og hatt í stíl á Tótu
dúkkuna mína. Inga vissi ná-
kvæmlega hvað þau Björn og Tóta
voru stór og þessi fallegu föt
smellpössuðu.
Inga virtist alltaf létt og hress,
var af gamla skólanum eins og
tíðkaðist og lét ekki á neinu bera
þó amstur dagsins eða annað hefði
áhrif á hana. Við heimsóttum fjöl-
skylduna þegar þau voru flutt í
Kópavoginn og einnig heimsóttum
við mamma Ingu mun síðar þegar
hún var orðin nokkuð lasin vegna
minnishrörnunar. Við fundum þá
vel hvað henni þótt vænt um heim-
sókn okkar og var það gagn-
kvæmt. Þær höfðu um margt að
spjalla, en Inga hafði einnig unnið
á hótelinu hjá pabba og mömmu
heima á Laugum þegar hún var
nýlega komin norður heiðar. Ég
veit fyrir víst að Inga var snör í
snúningum, dugleg og drífandi í
þeim störfum sem hún tók sér fyr-
ir hendur.
Ég minnist Ingu í Tröð með
mikilli hlýju. Hún var góð kona,
falleg, há, hnarreist og bara sig
vel. Nú situr bangsinn minn í önd-
vegi, í stássskápnum mínum í Út-
hlið. Hann er uppáklæddur í fal-
legu fötin sem Inga saumaði á
hann. Hann á heima á fæðingar-
stað Ingu í Tröð, Ingibjargar Sig-
urðardóttur frá Úthlíð og þar sem
hún hvílir nú við hlið bræðra
sinna. Blessuð sé minning hennar.
Una María Óskarsdóttir
frá Laugum.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför systur minnar og
föðursystur okkar,
ÁSLAUGAR AXELSDÓTTUR,
Þorragötu 9.
Ólafía Axelsdóttir
Bryndís Ólafsdóttir
Sigrún Ólafsdóttir
Axel Ólafsson
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Hrafnistu, Brúnavegi,
áður Básenda 1, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 21. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
29. ágúst klukkan 13.
Hallgrímur Jónasson Guðríður Kristófersdóttir
Guðrún Jónasdóttir Eiríkur Páll Eiríksson
Helga Jónasdóttir
Elísabet Jónasdóttir
Ólafur Jónasson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
INGÓLFS G. SIGURÐSSONAR.
Theodóra Thorlacius
Jórunn Thorlacius Sigurðardóttir
Sigurður Ingólfsson
Þórarinn Ingólfsson
Oddur Ingólfsson
Hildur Ingólfsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og systir,
HRAFNHILDUR ÁRNADÓTTIR,
Akurhvarfi 5,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 15. ágúst. Útför hennar
fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 28. ágúst klukkan 13.
Páll P. Theódórs
Árni Björn Pálsson Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Fannar Pálsson Hekla Fjölnisdóttir
Hlynur Pálsson Lea Marie Drastrup
Guðbjörn Árnason Hlín Hólm
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ENGILRÁÐAR ÓSKARSDÓTTUR,
Stellu á Langeyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði,
Ölduhrauni, fyrir hlýja og góða umönnun.
Anna Guðmundsdóttir Logi Egilsson
Gestur F. Guðmundsson Sylvía Kristjánsdóttir
og fjölskyldur