Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 ICQC 2018-20 PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 3. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Börn & uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum frá fæðingu til 12 ára aldurs. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 7. sept. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Freedom rokk er yfirskrift tónleika sem haldnir verða annars vegar á skemmtistaðnum Húrra í Reykjavík 14. september og í Pumpehuset í Kaupmannahöfn 20. september. Á þeim koma fram fjórar hljómsveitir, Vök og Apparat Organ Quartet frá Íslandi og Nelson Can og Felines frá Danmörku. Tilefni tónleikanna er aldarafmæli fullveldis Íslands á þessu ári. Að tónleikunum stendur danska tónlistarútgáfufyrirtækið Crunchy Frog, sem hefur verið umsvifa- mikið í danskri neðanjarðarút- gáfu allt frá stofnun árið 1994, í samstarfi við Kulturstyr- elsen í Dan- mörku. Þórhallur Jónsson er rekstrarstjóri Crunchy Frog og hefur gegnt því starfi í tíu ár. Hann segir útgáfufyrirtækið með þeim langlífari í indí-geiranum í Danmörku. „Þegar ég byrjaði var það búið að fara í gegnum mesta farsældartímabilið, það var nokkr- um árum á undan, þá naut það mik- illar alþjóðlegrar velgengni,“ segir Þórhallur. Útgáfubransinn hafi breyst töluvert á þeim árum sem Crunchy Frog hefur verið starf- andi. „Við erum sex sem störfum hérna sem telst bara nokkuð mikið í þessum bransa,“ segir Þórhallur kíminn. Bæði með útgáfu og forlag Þórhallur er spurður hvort Crunchy Frog gefi út plötur hljóm- sveitanna fjögurra sem koma fram á tónleikunum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn og segir hann svo ekki vera. Starfsmaður dönsku menning- armiðstöðvarinnar, Kulturstyrelsen, hafi átt hugmyndina að því að halda dansk-íslenska rokktónleika og leit- að eftir hugmyndum hjá útflutn- ingsmiðstöð danskrar tónlistar. Þar á bæ bentu menn honum á Íslend- inginn Þórhall hjá Crunchy Frog. „Þá byrjuðum við að setja þetta saman. Felines, önnur danska hljómsveitin, er nýtt band hjá okk- ur og Nelson Can eru stelpur sem við gefum ekki út en við sjáum um „publishing“ fyrir þær, fyrirtæki sem heitir Crunchy Tunes,“ útskýr- ir Þórhallur og er spurður að því hvað hann eigi við með „publishing“ í þessu samhengi, þ.e. tónlistarlegu? „Þetta er í rauninni eins og forlag, við erum bæði með útgáfufyrirtæki og forlag sem sér um lagahöfund- ana. Það sem við gerum mest í þeim málum er að koma lögum í sjón- varp, bíómyndir, auglýsingar og svoleiðis,“ svarar Þórhallur. Jóhann leigði skrifstofu af Crunchy Frog Plötur Apparat Organ Quartet gefur Crunchy Frog út í öðrum löndum en Íslandi en Jóhann Jó- hannsson heitinn var í hljómsveit- inni framan af. Þórhallur segir Crunchy Frog hafa leigt Jóhanni skrifstofu í sama húsnæði og útgáf- an er með bækistöðvar í. „Þá var ákveðið að við gæfum Polyphonia, plötu Apparats, út,“ útskýrir Þór- hallur en Jóhann setti hljómsveitina upphaflega saman fyrir spuna- tónleikaröð sem hann átti þátt í. Hvað Vök varðar segir Þórhallur að hljómsveitin sé bæði vönduð og hafi gert það gott á Norðurlönd- unum. Vök fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum fyrir fimm árum, flytur rafskotið draumpopp og hef- ur vakið athygli út fyrir landstein- ana. Nelson Can skipa þrjár ungar konur, Selina Gin, Tami Harmony Vibberstoft og Signe Tobiassen, og var hljómsveitin stofnuð fyrir sjö árum, árið 2011. Þær komu fram ári síðar á Iceland Airwaves og voru þá nær óþekktar. Tónlist þeirra lýsir Þorvaldur sem grípandi rokktónlist sem sé þó bæði hrá og frumleg. „Á síðasta ári hafa þær verið að meika það svolítið vel hérna í Dan- mörku og eru mikið spilaðar á P6 sem er indí-stöðin hjá Danmarks radio og líka á P3, stóru stöðinni hjá DR. Svo voru þær með rosalega tónleika á Hróarskeldu núna, spiluðu fyrir sjö eða átta þúsund manns. Þær eru á mikilli ferð hérna og hafa verið að spila mikið á Eng- landi líka,“ segir Þórhallur um rokktríóið. Hlutu hrós á Spot Felines var upphaflega tríó, skip- að þremur konum líkt og Nelson Can en er nú orðið kvartett eftir að karlmaður slóst í hópinn. Þórhallur segir vinkonurnar þrjár upphaflega hafa sótt innblástur í rokk og pönk en síðar fært sig yfir á tilrauna- kenndara svið í anda „no wave“- tónlistarinnar og síðpönksins sem spratt upp í New York á seinni hluta 8. áratugarins. Felines kom fram á Spot-tónlistarhátíðinni í Ár- ósum fyrr á þessu ári og hlaut hljómsveitin lof frá tónlistarblaða- manninum og -gagnrýnandanum David Fricke sem skrifar fyrir tímaritið Rolling Stone. Slíkt hrós hefur oft veitt nýjum hljómsveitum brautargengi. Miðasala á tónleikana í Reykjavík fer fram á tix.is og miðasala á tón- leikana í Kaupmannahöfn á bill- etto.dk. Rokk í Reykjavík og Kaupmannahöfn  Tvær íslenskar hljómsveitir og tvær danskar koma saman á tónleikum á Húrra og í Pumpehuset  Aldarafmæli fullveldis Íslands tilefnið  Útgáfan Crunchy Frog í Danmörku stendur fyrir tónleikunum Þórhallur Jónsson Kvartett Apparat Organ Quartet kemur sjaldan fram. Draumkennt Vök flytur rafskotið draumpopp. Ljósmynd/Dennis Morton Tilraunamennska Felines var stofnuð fyrir átta árum. Ljósmynd/Dennis Morton Rokkaðar Nelson Can lék á Iceland Airwaves 2012. Jakobínuvaka 2018 nefnist menn- ingardagskrá til heiðurs Jakobínu Sigurðardóttur skáldkonu (1918- 1994), sem haldin verður í Iðnó í dag kl. 15. Á dagskrá verða erindi um skáldkonuna og verk hennar, upp- lestur úr völdum verkum og einnig verður flutt tónlist við ljóð hennar. Jakobína fæddist árið 1918 í Hælavík á Hornströndum og var elst þrettán systkina. Hún fór ung að heiman og vann fyrir sér í Reykjavík og á Suðurlandi. Árið 1949 tók hún saman við Þorgrím Starra Björg- vinsson, bónda í Garði í Mývatns- sveit, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Jakobína skrifaði fjórar skáldsög- ur, þrjú smásagnasöfn, kvæðabók, minningar og ævintýri fyrir full- orðna. Kvæðabókin var endur- útgefin og komu því út ellefu bækur eftir skáldkonuna og að auki voru birt eftir hana ljóð og smásögur í tímaritum og blöðum auk margra blaðagreina og útvarpserinda. Jakobína samdi líka leikþátt fyrir Alþýðuleikhúsið á Akureyri og var í tvígang tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs fyrir skáld- sögurnar Dægurvísu og Lifandi vatnið. Nokkrar bóka hennar hafa verið þýddar á Norðurlöndunum og utan þeirra. „Framlag Jakobínu til íslenskra bókmennta er umtalsvert og hún var til dæmis meðal fyrstu rithöfund- anna sem gerðu módernískar form- tilraunir í skáldsagnaskrifum. Um- fjöllunarefni hennar voru af ýmsum toga en meðal þeirra helstu má nefna stéttabaráttu og -skiptingu, náttúruvernd, stöðu kvenna, mik- ilvægi þess að axla samfélagslega ábyrgð og ýmiss konar vandamál og árekstra sem koma upp í sam- skiptum fólks,“ segir í tilkynningu. Vökunni stýrir Sigrún Huld Þor- grímsdóttir. Heiðruð Jakobína Sigurðardóttir ung að árum. Hún lést árið 1994. Jakobínuvaka haldin í Iðnó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.