Morgunblaðið - 25.08.2018, Side 48
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 237. DAGUR ÁRSINS 2018
Morgunblaðið/Golli
Tryggvi sýnir ný
grafíkverk á Mokka
Myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafs-
son sýnir ný grafíkverk á sýningu
sem opnuð verður á kaffihúsinu
Mokka á Skólavörðustíg í dag. Sýn-
ingin er fimmta einkasýning Tryggva
á Mokka. Verkin sem hann sýnir eru
öll unnin hér á landi á síðustu fjórum
til fimm árum.
Guðný Guð-
mundsdóttir held-
ur upp á sjötugs-
afmælið sitt með
eigin tónleikaröð
á árinu og setti
sér það markmið
að flytja á því öll
verk Mozarts fyrir
píanó og fiðlu.
Tónleikarnir verða tíu alls og hafa
ýmsir píanóleikarar gengið til liðs við
Guðnýju. Á morgun verður það Peter
Máté sem leikur með Guðnýju í Hann-
esarholti kl. 12.15.
Peter Máté leikur
með Guðnýju
Kvartett munnhörpuleikarans
Þorleifs Gauks Davíðssonar leikur á
þrettándu og síðustu tónleikum
sumardjasstónleikaraðar veitinga-
hússins Jómfrúarinnar við Lækjar-
götu í dag kl. 15. Með Þor-
leifi leika Agnar Már
Magnússon á píanó,
Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson á
kontrabassa og
sérstakur gestur
verður finnski
trommuleik-
arinn Aleksi
Heinola.
Kvartett Þorleifs á
lokatónleikum
Eftir hörkuleik við lið heimakvenna í
Ísrael á miðvikudaginn vonast leik-
menn íslenska landsliðsins eftir að
koma fram hefndum fyrir tapið þegar
liðin leiða saman hesta sína á ný á
morgun í Digranesi í undankeppni
EM. Karlalið Íslands verður einnig í
eldlínunni á sama stað þegar það
mætir Svartfellingum sem eru í efsta
sæti riðilsins. »2
Kemur íslenska liðið
fram hefndum?
Arnar Freyr Ólafsson varði
tvær vítaspyrnur Skaga-
manna þegar ÍA og HK
gerðu markalaust jafntefli á
Akranesi í gærkvöld í topp-
slag Inkasso-deildarinnar í
knattspyrnu. ÍA, sem unnið
hafði fimm leiki í röð, er eft-
ir sem áður á toppi deild-
arinnar, stigi á undan HK.
Víkingur Ó. komst nær
toppnum með 2:1-útisigri á
Leikni R. í Breiðholti. »3
Arnar Freyr náði
að stöðva ÍA
Eric Hamrén, landsliðsþjálfari karla-
liðsins í fótbolta og aðstoðarmaður
hans, Freyr Alexandersson, op-
inberuðu í gær landsliðshópinn sem
mætir Sviss og Belg-
íu í Þjóðadeild-
inni snemma í
næsta mánuði.
Kári Árnason og
Ragnar Sigurðs-
son eru báðir
óvænt í
hópnum.
»1
Fyrsti landsliðshópur
Hamrén og Freys
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Bregða búi eftir fjörutíu ára ...
2. Öruggast að drekka ekkert
3. Hækkuð í tign eftir brjóstagjöf
4. Ráðist á stúlku í Garðabæ
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 1-8 m/s, skýjað með köflum og allvíða skúrir, en úr-
komulítið vestanlands. Hiti 7 til 14 stig, mildast sunnan heiða.
Á sunnudag Austan 8-13 m/s með S-ströndinni, annars hægari. Skýjað með köflum og
víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag Vaxandi austanátt og fer að
rigna S-til á landinu, en þurrt norðan heiða. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag Norðaustan
strekkingur og rigning nyrðra, en hægari syðra og víða bjart. Hiti 6 til 12 stig.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ólafía Kvaran keppir í undankeppni
heimsmeistaramótsins í Spartan
hindrunar- og þrekhlaupinu, North
American Championship, sem fram
fer í Glen Jean í Vestur-Virginíuríki í
Bandaríkjum í dag. Ólafía vann sér
inn keppnisrétt í Spartan beast flokki
eftir að hún varð í 3. sæti í sínu öðru
hlaupi í New York í mars en fyrst
keppti hún ásamt þremur öðrum á
heimsmeistaramótinu í liðakeppni í
fyrra haust.
„Forsvarsmenn Spartan komu til
Íslands í fyrra og komust að því að Ís-
lendingar þekktu ekkert til Spartan.
Þeir buðu okkur að setja saman lið og
við fórum þrjú í liðakeppnina í Lake
Tahoe þar sem við stóðum okkur
gríðarlega vel, lentum í 14. sæti af 28
liðum, segir Ólafía sem kynntist
Spartan í gegnum æfingafélaga fyrir
ári síðan.
Hún þarf að ná verðlaunasæti til
þess að komast á heimsmeistara-
mótið. Hún segist búast við harðri
keppni en að sjálfsögðu stefni hún
hátt
Krefjandi, spennandi og ögrandi
„Í Spartan beast er hlaupið um 23
km utanvega upp brattar brekkur í
skóglendi. Við vitum að á leiðinni
mæta okkur 35 til 40 hindranir en við
vitum ekki hverjar þær eru né hvar
þær verða,“ segir Ólafía. Hún segir
að Spartan sé lífsstílsvörumerki
sem stofnað var um 2010 og sé
stærsta hindrunar- og þrekhlaup (á
ensku: obstacle and endurance run)
í heimi. „Spartan er alltaf að
verða vinsælla og vinsælla
og er fyrir alla. Bæði
þá sem keppa til pen-
ingaverðlauna og svo
hinn almenna borg-
ara sem er í meirihluta
iðkenda Spartan,“ segir Ólafía
og bætir við að í Spartan keppi
atvinnumenn um peningaverðlaun.
Fólk eins og hún keppir í aldurs-
flokkum og svo almennir hlauparar.
„Spartan er hrikalega skemmti-
legt, krefjandi, spennandi og ögrandi
og byggt upp þannig að allir geti ver-
ið með en þurfi ekki að geta allt. Frá
því í apríl hefur mikill tími farið í
þetta og ég er fyrsti Íslendingurinn
með kennsluréttindi í Spartan. Ég
kynntist þessu á þeim tíma sem ég
fann löngun til að breyta til og gera
eitthvað ögrandi,“ segir Ólafía sem er
eini íslenski keppandinn í keppninni í
dag. Friðleifur Friðleifsson, eig-
inmaður Ólafíu, keppir í Spartan Su-
per á morgun og ráðgerir Ólafía að
hlaupa með honum. Sýnt verður beint
frá keppninni í dag á facebooksíðu
Spartan.
Reynir á þrek og þol í dag
Ólafía hleypur
23 km með 35 til
40 hindrunum
Úthald Ólafía Kvaran lætur kalt vatn og aðrar hindranir ekki stoppa sig í Spartan hindrunar- og þrekhlaupi þar
sem búast má við hverju sem er. Ólafía keppir í undanúrslitum fyrir Spartan heimsmeistaramótið síðar í dag.
Spartan er stærsta hindrunar-
og þrekþraut heims. Nafnið
vísar til Spartverja og
áherslna þeirra á líkamsrækt
og heraga.
Á síðasta ári var
hlaupið 200 sinnum í
fimm heimsálfum og
30 löndum. Á laug-
ardag voru fjórar
vegalengdir í boði
með mismunandi
fjölda þrauta. Sprint sem er 3 til
5 mílur að lengd með 20 til 23
hindrunum, Super 8 til 10 mílur
með 24 til 29 hindrunum, Beast
12 til 14 mílur með 30 til 35
hindrunum og Ultra sem er 30
mílur með yfir 60 hindrunum.
Hlaupið er utan vega, upp brattar
brekkur. Hindranir geta verið m.a.
háir veggir sem klifra þarf yfir,
sund í köldu vatni og að skríða
undir gaddavír,
Heragi og óvæntar þrautir
LÍKAMSRÆKT
Ólafía
Kvaran