Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Kvöldskóli FB
Haustönn 2018
Húsasmiðabraut,
Sjúkraliðabraut,
Rafvirkjabraut,
Fab-Lab áfangar
Margir áfangar til stúdentsprófs.
Skráning í fullum gangi á www.fb.is
Kennsla hefst 22. ágúst 2018.
Allar nánari upplýsingar á www.fb.is og kvold@fb.is
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is,
Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Valgarður Gíslason
Hrafnhildur er skipulögð og jarðtengd en líka ævintýra-
manneskja sem fer í teygjustökk, hoppar í fossa, syndir í
köldum sjó og Meðalfellsvatninu þar sem hún býr í sveita-
sælu með fjölskyldunni. Hún er framkvæmdastjóri FKA,
eins af öflugustu félagasamtökum hér á landi sem sam-
anstendur af 1200 félögum en segir þó að mikilvægasta
hlutverkið sitt sé að vera mamma.
Hvað er FKA?
„FKA eru félagasamtök fyrir allar konur í atvinnulífinu
sem eiga eða reka fyrirtæki eða eru í stjórnenda- og leið-
togastörfum og vilja stórefla tengslanetið sitt, styrkja sjálfa
þig og hafa áhrif til eflingar íslensks atvinnulífs.“
Af hverju eru konur í kvennasamtökum eins og þess-
um?
„Fyrst og fremst til að efla sjálfar sig, stækka tengsl-
anetið og ekki síst til að hafa það gaman. Gríðarleg breidd
er af konum í samtökunum og koma þær úr öllum greinum
atvinnulífsins. Í FKA gefst konum tækifæri til að koma sér á
framfæri, gera sig sýnilegar, gefa af sér af reynslu og miðla
til þeirra sem eru óreyndari eins og við gerum í gegn-
um„mentor“-prógrammið okkar með FKA Framtíð. En
samstaða er enn gríðarlega mikilvæg og í krafti fjöldans er
FKA hreyfiafl sem sameinast í mikilvægum verkefnum til að
ná fram jafnvægi þar sem við þurfum að ná frekari árangri
eins og við höfum gert varðandi konur í stjórnir,
konur í stjórnendastöðum og sýnileiki kvenna
í fjölmiðlum. Allt okkar starf stuðlar að því að
íslenskt atvinnulíf einkennist af fjölbreyti-
leika öðrum löndum til fyrirmyndar.“
Áhugaverð námskeið sem
þú mælir með?
„Að vera fram-
kvæmdastjóri þessa
flotta félags er í raun eitt
stórt námskeið því FKA
stendur fyrir um 100 við-
burðum á ári sem sam-
anstanda af; fræðslu-
fundum, námskeiðum,
fyrirtækjaheimsóknum,
ferðum og ráðstefnum.“
Hvert er besta nám-
skeið sem þú hefur
farið á?
„Ef það er eitthvert eitt
námskeið sem hefur
haft afgerandi áhrif á
það hvernig ég vinn
sem stjórnandi þá er
það án nokkurs efa, mark-
þjálfunarnámskeiðið sem
ég bætti við mig þegar ég
vann hjá Háskólanum í
Reykjavík. Þar lærði ég
meðal annars virka
hlustun, spyrja spurninga á ákveðin
hátt og það er mjög mikilvægt tól í
stjórnendakassann minn.“
Hvað gerir þú til að dekra við þig?
„Að rækta líkama og sál. Byrjaði síð-
asta vetur að mæta aftur reglulega í
ræktina að lyfta og það er í raun algjört
dekur að hugsa vel um sig og fá smá
„ME TIME“.“
Hvert er uppáhalds-
tískumerkið þitt?
„Ég spái lítið í fatamerkjum,
horfi frekar á flíkina en þegar
kemur að töskum þá er Mich-
ael Kors í uppáhaldi.“
Hvaða hönnuð heldur þú
upp á?
„Ég elska allt frá skartgipalín-
unni VERA DESIGN – ótrúlega
fallegar vörur með sögu og þjóð-
legum bakgrunni.“
Hvað þýðir tíska fyrir þig?
„Tíska er alls konar – mér finnst mikilvægast að finna
sinn stíl og vera bara þú sjálfur. Auðvitað koma oft tísku-
bylgjur sem maður hleypur með – en persónulegur stíll
stendur ávallt upp úr.“
Hver er uppáhaldsliturinn þinn?
„Fjólublár, bleikur og turkís eru uppáhaldslitirnir mínir en
þegar kemur að fötum þá er hinn klassíski svarti allsráð-
andi en ég er hrifin af húðlituðum fötum og laxableikur hef-
ur síðan verið að detta aðeins inn í hinn svarta fataskáp
undanfarið.“
Uppáhaldsíþróttafatnaður?
„„BEFIT & KUSK Collection“ buxurnar eru í algjöru
uppáhaldi hjá mér. Þetta er íslensk hönnun og saumað af
Hrönn Sigurðardóttur. Ég nota buxurnar alltaf í ræktinni því
þær eru þægilegar, með háum streng og mjög klæðileg-
ar.“
Hvaða hlutur er ómissandi?
„Enginn hlutur er að mínu mati ómissandi en ég sný hik-
laust við heim ef ég gleymi símanum mínum.“
Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?
„MAC varaliturinn – Myth.“
Hver er uppáhaldsverslunin þín?
„Veit ekki, sakna þó Karen Millen.“
Hver er uppáhaldsborgin til að versla í?
„Ég fer aldrei í sérstakar verslunarferð-
ir…gerði síðustu stóru fatakaup á Egils-
stöðum í Sentrum þegar ég var stödd á
Íslandsmeistaramótinu í fimleikum með
dóttur minni. Sætar búðir geta leynst á
ýmsum stöðum.“
Áttu þér uppáhaldsflík?
„Get ekki verið án Canada
Goose úlpunnar minnar þegar
það verður kalt í Kjósinni á vet-
urna en mamma og pabbi gáfu
mér hana þegar ég varð fertug
– ein besta og hlýjasta flíkin
mín.“
Hver er besti veitingastað-
urinn á Íslandi að þínu
mati?
„Verð að segja „PAMA“ en
það köllum við systkinin að
vera boðin í mat til mömmu
og pabba. Mamma býr til
heimagerðar pizzur sem
toppa allt og pabbi er einn sá
mesti listakokkur sem sögur
fara af. Annars er indverskur í
uppáhaldi og Austur-Indía fé-
lagið.“
Uppáhaldsmorgunmat-
urinn?
„Á morgnana fæ ég mér yf-
irleitt „smoothie“ sem ég geri
fyrir alla fjölskylduna eða þá
gríska jógúrt með jarðarberjum,
bláberjum og múslí. Á sunnu-
dögum bakar Bubbi „Ömmu Grétu“ skonsur
sem eru bestar í heimi.“
Uppáhaldssmáforrit?
„Pinterest “
Hvað skiptir þig mestu máli í líf-
inu?
„Hamingjan felst í að vera til í
núinu og njóta allra litlu hlutanna
sem stundum virðast vera svo sjálf-
sagðir en eru í raun stærsta gjöfin.“
Fagurkerinn
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu.
Mesta hluta starfsævinnar hefur hún unnið að því að efla fólk í gegnum menntun,
stjórnun og félagsstörf. Hrafnhildur hefur fjölhæfa menntun frá ólíkum heimshornum
og mikla víðsýni eftir að hafa búið erlendis og ferðast um heimsálfurnar sjö. Hún er
fagurkeri fram í fingurgóma og kann að njóta lífsins.
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Hrafnhildur Hafsteins-
dóttir er framkvæmda-
stjóri FKA á Íslandi.
Rose Gold
skartgripir frá
Vera Design eru í
uppáhaldi hjá
Hrafnhildi.
„BEFIT & KUSK
Collection bux-
urnar eru í algjöru
uppáhaldi hjá
mér.“
Laxableikur litur
er einkennislitur
Hrafnhildar.
H
austið er einn mest spenn-
andi tími ársins með öllum
sínum töfrum, haustlægð-
um, rigningum og rómantík.
Að skipuleggja veturinn er
hin besta skemmtun og það hafa allir
gott af því að eiga stefnumót við sjálfan
sig til að fara aðeins yfir hvað okkur raun-
verulega langar í lífinu. Stundum þarf
bara aðeins að fínpússa planið til að ná
meiri árangri og hleypa inn meiri gleði.
Við vöxum sem manneskjur þegar við
lærum eitthvað nýtt og leggjum örlítið
meira á okkur. Eða þannig er það alla-
vega hjá mörgum.
Þetta 40 síðna blað er fullt af góðum
hugmyndum um hvernig við getum
auðgað líf okkar með námi og nám-
skeiðum.
Einn af viðmælendum blaðsins er Árel-
ía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Há-
skóla Íslands. Hún kennir og skrifar bækur en hún rankaði við sér í upphafi
ársins og hugsaði með sér: „Hvers vegna lifi ég ekki „first class“ lífi?“ Þá átti
hún ekki við að vera það mikill greifi að hún ferðaðist bara um á fyrsta far-
rými í flugvélum heldur vildi hún fá meira út úr lífinu. Í viðtali hér í blaðinu
segir hún lesendum hvernig hún fór að þessu og hverju það skilaði.
Ég veit að þið eigið eftir að fá mikinn innblástur af því að lesa viðtalið við
Árelíu Eydísi og auðvitað alla hina skemmtilegu viðmælendurna í blaðinu.
Mér fannst merkilegt að heyra hana tala um
þetta, „að gera sig upp“, því sjálf hef ég verið
að reyna að taka mig á. Hætta að vera þessi
týpa sem er alltaf að bíða eftir að þátturinn „Allt
í drasli“ banki upp á og ákvað að fara að haga
mér eins og fullorðin vitiborin manneskja, ekki
eins og óþekkur krakki. Á meðan ég æfi mig í
að vera þessi fullorðna vitiborna manneskja
hlusta ég á podköst í símanum mínum. Listinn
er fjölbreyttur en þó er ég hrifnust af svona
þerapíu-podköstum eins og Dear Sugars sem
er í umsjón Cheryl Strayed og Steve Almond. Þau segja að heimurinn sé
fullur af týndu og einmana fólki í ástarsorg. Það getur vel verið að það sé
rétt.
Hlustendur senda inn bréf með vandamálum sínum og sjá Strayed og Al-
mond um að leysa þau á sinn sjarmerandi hátt. Á þetta get ég hlustað enda-
laust. Auðvitað hef ég lært fullt nýtt en yfirleitt stend ég mig að því að verða
ennþá þakklátari fyrir líf mitt. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að allt sé í jafn-
vægi.
Í heimi þar sem hraði og kulnun bítast á og allir
eru í samkeppni um að sigra heiminn getur ver-
ið flókið að finna jafnvægið. En þá þurfum við
að hlusta á okkar innri rödd, ekki æða af stað á
einhver námskeið eða í eitthvert nám því það
er svo mikið í tísku akkúrat núna heldur velja
okkar leið sjálf, því þegar við gerum það ger-
ist yfirleitt eitthvað óvænt og skemmtilegt.
Vonandi kveikir þetta blað í ykkur og
fær ykkur til að prófa eitthvað nýtt.
Ertu ekki örugglega
á fyrsta farrými?
Marta María Jónasdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
skrifaði bókina Sterkari í seinni
hálfleik.