Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Það sem þjálfunin færir þér:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og aukin vellíðan
• Trú á eigin getu, skýrari markmið og meiri árangur
• Kynnist nýju fólki, bætir samskiptahæfni og styrkir sambönd
• Jákvæðara viðhorf og minni kvíði
Farðu þína
eigin leið
Námskeið hefjast
20-25 ára 18. sept.
16-19 ára 19. sept. og 15. okt.
13-15 ára 20. sept. og 16. okt
10-12 ára 25. sept. og 20. okt.
Ókeypis kynningartími 5. september - Skráning ádale.is/ungtfolk
Nánari upplýsingar og skráning ádale.is eða í síma5557080
Copyright©2018DaleCarnegie &Associates, Inc. All rights reserved. Gennext_72318_iceland_sept
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
S
tefán útskrifaðist frá Berk-
lee College of Music 1983 í
Boston í Bandaríkjunum.
Hann hefur verið starfandi
tónlistarkennari og tónlist-
armaður síðastliðin 40 ár og komið
viða við, m.a. með Ljósunum i bæn-
um, Tívolí, Stórsveit Reykjavíkur,
Tamla-sveitinni og fjölda annarra
hljómsveita. Heimasíða Stefáns er
www.stefanstefansson.net en þar má
finna mikið af upplýsingum um feril
og hljóðupptökur þessa merka lista-
manns.
Nú geta allir lært tónlist
Þú samdir lagið Disco Frisco. Vissir
þú að það myndi slá svona vel í gegn?
„Já, ég er sekur um að hafa samið
og sungið Disco Frisco! Þetta átti að
vera ádeila á diskóið sem þá var að
ryðja sér inn á tónlistarmarkaðinn.
Sumum okkar fannst þetta ekki kúl,
en þegar maður er um tvítugt þá er
maður kúl, og því samdi ég þennan
ádeilusöng sem snerist í höndunum á
mér og varð að diskósmelli! Það var
reyndar ekki dauðans alvara þarna á
ferðinni, þannig að mér finnst bara
gaman að heyra þetta í dag. Ég vissi
ekki að lagið myndi slá svona ræki-
lega í gegn, en það tók aðeins tvo til
þrjá daga til að verða ótrúlega mikið
spilað af þeim útvarpsrásum sem
voru starfandi þá.“
Stefán hefur alltaf haft brennandi
áhuga á kennslu og kennslutækni.
„Eitt leiddi af öðru og ég fór að
setja kennsluefni skipulega á netið.
Má þar nefna Tónmenntavefinn, ton-
mennt.com, sem margir grunnskólar
nýta sér í kennslu, en þar er alls kyns
gagnvirkt kennsluefni að finna, svo
sem spurningakeppnir, undirleik við
íslenska sönglagaarfinn og margt
fleira.
Hins vegar setti ég af stað fjar-
kennsluna við okkar skóla fyrir
nokkrum árum www.tonlistar-
kennsla.net og gaf notkun hans góða
raun. Nemendur sem ekki komust í
tíma gátu stundað námið á sínum
hraða og þegar þeir vildu. Það hefur
reynst nemendum dýrmætt að geta
líka rifjað upp með því að spóla til
baka í myndböndunum. Hafa nú þeg-
ar nokkrir tónlistarskólar nýtt sér
þetta fyrir nemendur sína síðastliðin
ár. Nú mun vefurinn bjóða upp á
nám fyrir einstaklinga hvar sem er á
landinu.“
Viðbót við staðarnám í tónlist
Hver er sérstaða vefsins og markmið
hans?
„Við erum fyrsti tónlistarskólinn
til að setja á laggirnar formlega fjar-
kennslu í tónlist. Þetta hefur enginn
að mér vitandi gert áður og það sem
er mikilvægt að átta sig á er að þetta
nám er samkvæmt aðalnámskrá tón-
listarskóla. Þetta léttir líka nem-
endum lífið að þurfa ekki að komast í
tíma, sem margir eiga erfitt með.
Þessu er hins vegar ekki ætlað að
koma í staðinn fyrir staðarnám í tón-
listarskólum heldur aðeins að vera
viðbót.“
Hvaða þýðingu hefur tónlist fyrir
þig?
„Tónlist gerir einfaldlega lífið
ríkulegra og færir tilverunni meiri
dýpt. Ég hygg að það sama gildi um
aðrar listgreinar. Ef þú kannt að
meta tónlist og njóta, sem og mynd-
listar, góðra bókmennta, kvikmynda
o.s.frv. þá hefur þú einfaldlega tæki-
færi til að lifa ríkulegra lífi en ella.
Það þarf ekki endilega að vera listin,
heldur það að geta notið, sem dæmi
fallegrar náttúru og góðs félags-
skapar.
Þetta hefur maður séð þegar ungt
fólk kynnist tónlist, þessum galdri,
hve sterk og góð áhrif hún hefur á
manneskjur, á hvaða aldri sem er.
Og góð áhrif á manneskjur eru gott
innlegg í að gera heiminn aðeins
betri.“
Gott að gefa út tónlist
Hvers vegna er gott að kunna að
skapa tónlist?
„Tónlistarsköpun er ein af þessum
aðgerðum þar sem er útstreymi frá
okkur. Það er, eitthvað kemur frá
okkur og út til annarra. Í dag er ein-
faldlega svo mikið innstreymi, sér í
lagi í gegnum alla þessa miðla, að
stundum vill það verða yfirþyrmandi.
Þess vegna er svo gott að snúa þessu
við og setja eitthvað frá sér, sem ég
held að sé þörf hjá okkur flestum,
með orðum, tónum, dansi eða öðru.
Tónlistin er tilvalin til þessa, og for-
dómar í garð tónlistarsköpunar fara
minnkandi. Í dag þykir sjálfsagt að
einhver óreyndur tónlistarmaður
með litla sem enga þekkingu á tónlist
taki upp lag og gefi út á Youtube.
Þetta hefði ekki gengið í mínu ung-
dæmi, svo maður taki öldunga- og
vitringslega til orða.“
Er eitthvað sem þú vilt sjá breyt-
ast með tilkomu tónlistarvefsins?
„Ég er að vona að fleiri ungir tón-
listarmenn sæki sér almenna tónlist-
armenntun. Og kveði niður bábiljur
eins og að það að læra nótur geti haft
neikvæð áhrif á tónlistarsköpun. Það
yrði eins og að segja að Halldór Lax-
ness hefði aldrei átt að læra að lesa
vegna þess að það myndi hafa haml-
andi áhrif á listsköpun hans.
Tónlistarskólar eru íhaldssamar
stofnanir og það eru ástæður fyrir
því. Mikið af því sem þar er hægt að
læra er gríðarlega gagnlegt. Tón-
listarskólarnir mættu samt vera
meira með fingurinn á púlsinum hvað
varðar notkun á nútíma tækni til
kennslu, það er svo allt annað mál.“
Í miðri tæknibyltingu
Hvernig sérðu tónlistina í framtíð-
inni?
„Ég held að enginn geti sagt til um
hvernig tónlistargeirinn á eftir að
þróast næstu áratugina. Við erum í
miðri tæknibyltingu sem enginn sér
fyrir endann á. Hún gerist svo hratt
að rétt þegar við erum búin að til-
einka okkur eitthvað gerist eitthvað
nýtt. En sjálf tónlistin breytist ekki
mikið þrátt fyrir að tækin og tólin
sem við notum breytist nánast í
hverjum mánuði. Tónlist er ann-
aðhvort góð eða slæm og sú skil-
greining fer fram í kollunum á okkur
og þeir breytast á hraða snigilsins.“
Eitthvað að lokum?
„Þeim sem hafa áhuga á að nýta
sér þennan vef er bent á að hafa sam-
band í gegnum www.tonlistar-
kennsla.net eða Tónlistarskóla Ár-
bæjar www.tonarb.net “
„Ég er sekur um að hafa
samið og sungið Disco Frisco“
Stefán S. Stefánsson,
skólastjóri Tónlistar-
skóla Árbæjar, saxófón-
leikari og tónskáld, er
landsmönnum kunnur.
Það hafa margir dansað
við lagið „Disco Frisco“
sem hann samdi hér á
árum áður. Tónlistar-
kennsla í gegnum netið
hefur átt hug hans að
undanförnu. Hann segir
tónlistina galdur sem
breyti fólki.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Það færist sífellt í aukana að fólk taki hluta af námi í gegnum tölvu. Tónlistarnám
er engin undantekning á því.
Stefán S. Stefánsson tónlistarmaður
segir að upplýsingatæknin nýtist vel
við tónlistarkennslu.