Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 MORGUNBLAÐIÐ 17 L A N G A R Þ I G AÐ LÆ R A AÐ S TJ Ó R N A F LU GUM F E R Ð ? UMSÓKNARFRESTUR 2 . SEPTEMBER 2018 STARFSTÖÐ REYK JAVÍK OG KEFLAVÍK UMSÓKNIR ISAVIA . IS/ATVINNA I S AV I A H E F U R O P N AÐ F Y R I R U M S Ó K N I R U M N Á M Í F L U G U M F E R Ð A R S T J Ó R N Í J A N Ú A R 2 0 1 9 Isavia annast rekstur íslensku flugleiðsöguþjónustunnar og er eini starfs- vettvangur flugumferðarstjóra á Íslandi. Flugumferðarstjórar stýra flug- umferð á flugvöllum á Íslandi og á íslenska flugstjórnarsvæðinu semer 5,4milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heiminum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Viðkomandi þarf að vera a.m.k. 18 ára og hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi • Góð tök á íslensku og ensku í tali og riti • Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptumog sjálfstæður í vinnubrögðum • Umsækjendur skulu geta staðist læknisskoðun skv. reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinumog einkunnumúr námi. Hæfir umsækjendur verða boðaðir í inntökupróf. Sérstök athygli er vakin á því að nemar sem teknir verða inn í grunnnám í flugumferðarstjórn hjá Isavia í janúar 2019munu ekki greiða skólagjöld. Þó fullnægjandi árangur náist í námi er það ekki trygging fyrir starfi hjá Isavia að námi loknu. Hægt er að lesameira um námið á isavia.is, www.isavia.is/flugumferdarstjori. Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.400manns. Okkarmarkmið er að vera hluti af góðu ferðalagi allra þeirra sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði. gömlum númerum, helstu snjall- forritunum og þar fram eftir göt- unum. En maður andar inn og út og tekur sinn tíma í að koma hlut- unum í rétt horf. Flest okkar könn- umst við að þegar við erum komin yfir erfiðasta hjallann virkar nýja uppfærslan mun betur en sú fyrri,“ segir Árelía og bætir við hlæjandi: ,,Í sannleika sagt virkar Árelía 2018 nokkuð vel. Smá hnökrar sem þarf að laga en þannig er það allt- af.“ Trúir á æðri mátt Ertu trúuð? „Já, ég trúi á æðri mátt og Guð. Eins trúi ég á lögmálið um að þeg- ar þú setur út hugmynd eða mark- mið þá komi hlutirnir til þín. Eitt lítið dæmi um þetta er að frá því ég ákvað að fara í uppfærsluna hef ég flogið þrisvar sinnum á fyrsta far- rými, án þess að borga fyrir það. Hugsaðu þér það! Inntakið í upp- færslunni er einmitt að vera snjall- ari.Sem dæmi þá vil ég endurhugsa fjármálin þannig að ég auki inn- komu. Við slíka hugmynd þarf að finna fleiri tekjumöguleika og leggja hugann í bleyti.“ Varstu með gamlar hugmyndir um peninga sem þú þurftir að losa þig við? „Já, ekki spurning. Í nýrri upp- færslu vildi ég hugsa stærra. Stækka sjóndeildarhinginn og fjár- málin mín fóru undir þá hugsun. Að finna fleiri áhugaverða tekju- stofna er bráðnauðsynlegt fyrir konu eins og mig.“ Árelía segir að vinkonurnar taki ötullega þátt í hugmyndinni og sendi reglulega á hana skilaboð, jafnvel myndskilaboð, um eigin uppfærslu. „Þessi uppfærslu- hugmynd mín er að smitast yfir í nærumhverfið. Vinkonurnar eru stór hluti af mínu lífi og þær eru skemmtilega opnar fyrir þessari uppfærsluhugmynd.“ 52 ára krakkaskratti Spurð hvaða bók hún sé að vinna í segist Árelía hafa verið að skila handriti að nýrri bók; í raun sé hún á lokametrunum með tvær bækur en hún vilji sjaldnast tala um þær fyrir útgáfu. Landsmenn muna eft- ir bókinni „Sterkari í seinni hálf- leik“ sem Árelía skrifaði um það æviskeið sem hún er á núna. Spurð um aldur segir hún snögg upp á lagið: ,,Ég er að verða 52 ára, al- gjör krakkaskratti ennþá!“ Þetta segir hún af einlægni og á eftir setningunni fylgir mikill hlát- ur. Það er á hreinu að skemmtilegri og lífsglaðari konu er erfitt að finna á landinu. Ertu búin að losa þig við allan efa, ótta og egóið? Er það þess vegna sem þú ert svona glöð? „Nei, ég held að við náum því nú seint, sama hvað maður reynir. Ég upplifi eins og allir aðrir hugsanir um að ég sé ekki nóg, að enginn muni lesa bækur mínar og þar fram eftir göt- unum. En síðan tala ég bara við sjálfan mig. Ég er búin að vera nógu lengi á lífi til að taka bara sénsinn. Það versta sem gæti gert er að ég geri mig af fífli.“ Tilgangurinn að miðla Ertu búin að finna þinn tilgang í lífinu? „Já og eflaust þess vegna er ég svona frjáls að gefa út efnið mitt. Tilgangur minn er að miðla til fólks. Ég geri það með því að stunda rannsóknir, vera kennari, skrifa bækur og greinar, pistla og blogg. En einnig með þeirri reynslu sem ég hef öðlast í lífinu.“ Árelía skildi fyrir tveimur árum og segir að skilnaðir séu atburðir í lífinu sem fái fólk til að hugsa hlut- ina upp á nýtt. ,,Minn skilnaður fékk mig til að fara upp úr hjólför- unum og endurskoða svo margt í lífinu. Það var upphafið að því breytingaferli sem ég hef verið í.“ Að lokum talar Árelía um mikil- vægi þess að njóta lífsins. Að líta ekki á sig sem fórnarlamb í neinum aðstæðum. ,,Slík hugsun myndi kalla á ennþá nýrri uppfærslu. Þessi stöðuga endurhugsun og upp- færsla svo ég geti notið lífsins er nauðsynleg. Það er mitt markmið í lífinu.“ Elínrós Líndal elinros@mbl.is Stór þáttur í námi Söngskólans er að þjálfa nem- endur í að koma fram og tjá sig í söng, leik og hreyfingum. Námið veitir nemendum ómælda gleði og byggir upp sjálfstraust. Nemendaóperan hefur verið starfrækt allt frá árinu 1982 og sett upp hátt í 50 uppfærslur, bæði í heimabyggð, Reykjavík, og á ýmsum stöðum á landsbyggðinni. Fyrir utan þetta almenna söngnám býður skól- inn upp á ýmis námskeið; söngnámskeið utan venjulegs vinnutíma, fyrir söngáhugafólk á öllum aldri, ýmis meistaranámskeið og fyrirlestra fyrir söngnemendur, söngvara og söngkennara. 22. ágúst næstkomandi fara fram inntökupróf í Söngskólann, allir umsækjendur þreyta inntöku- próf. Söngur gleður Ljósmynd/Thinkstockphotos Söngnámskeið utan venjulegs vinnutíma fyrir söngáhugafólk á öllum aldri eru vinsæl. Söngskólinn í Reykjavík fagnar 45 ára afmæli í haust. Hátt í fimm þúsund nemendur hafa stundað nám við skólann. Nemendur skól- ans eru víða um heiminn starfandi við söng. Boðið er upp á söng- nám fyrir stúlkur og stráka frá 11 ára aldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.