Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 22

Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is N ámskeið geta opnað fólki ýmsar dyr. Tungu- málakúrs getur leitt til ferðalaga á framandi slóðir, bókmennta- námskeið veitt nýja sýn á mergjuð verk, og svo eru vitaskuld starfs- tengdu námskeiðin sem varða leið- ina að velgengni á vinnumarkaði. En síðan eru námskeiðin sem verða hreinlega til þess að líf fólks tekur nýja og betri stefnu. Fyrir Snorra Ingason var það nám í fugla- leiðsögn sem beindi honum á alveg nýja braut. „Ég hafði menntað mig í viðskiptafræðum og frá 1986 unnið við markaðs- og sölustjórnun hjá ýmsum góðum fyrirtækjum. Árið 2011, þá orðinn fimmtugur, var ég í vel launuðu starfi sölustjóra hjá bókaforlagi en þyrsti í að gera eitt- hvað annað,“ segir hann. Vildi komast úr kjallaranum Snorri minnist vinnuaðstöðu sinnar í kjallararými í gömlu húsi í Vest- urbænum. „Mig dreymdi um að komast út undir bert loft og vera í náttúrunni. Starfið snerist einkum um ferðabækur og kort og reyndi ég að haga vinnunni þannig að ég gæti verið sem mest utan skrifstofunnar, upptekinn við að koma sendingum til kaupenda um land allt.“ Snorri hafði líka þróað með sér áhuga á fuglum um þetta leyti. „Ég var loksins búinn að ná þeim aldri að hafa þroskann og þolinmæðina til að skoða fugla,“ segir hann glettinn. „Vorið 2011 álpaðist ég síðan á nám- skeið í fuglaleiðsögn og lét mig hlakka til að geta farið með fólk í ferðalög um landið til að sýna þeim fugla. En svo rann upp fyrir mér að ég þyrfti að geta sýnt ferðalöngum fleira en fallega fugla, og vissara væri að stíga skrefið til fulls – svo ég skráði mig í leiðsögunámið hjá End- urmenntun HÍ.“ Ekki var nóg með að Snorri afréði að fá leiðsöguréttindi og skipta um starfsvettvang, heldur smitaði hann sambýliskonu sína Bogu Kristínu af áhuganum og luku þau leiðsög- unáminu saman. „Hún hafði að- allega unnið við sölustörf í ferða- þjónustugeiranum, og við höfðum ferðast mikið um landið. Við sáum bæði að nú væri ráð að breyta til, seinni hálfleikur lífsins að hefjast, börnin farin að heiman og nægilegt fjárhagslegt svigrum til að geta kvatt vel launuð sölu- og stjórn- unarstörf.“ Í nógu að snúast árið um kring Er óhætt að segja að Snorri og Boga hafi valið hentugan tíma til að skipta um starfsvettvang því um það leyti sem þau ljúka leiðsögunáminu er mikið uppgangstímabil að hefjast í ferðaþjónustunni og enginn skort- ur á vinnu fyrir leiðsögumenn. Snorri segir samt að fyrsta árið hafi ekki verið auðvelt og verk- efnaframboðið mjög sveiflukennt. „Nóg var að gera yfir sumarmán- uðina en veturnir rólegir, en það breytist þegar hópferðafyrirtækin byrja að bjóða upp á norður- ljósaferðirnar. Í dag er svo komið að yfir vetrartím- ann má reikna með að í kringum tíu rútur haldi af stað frá BSÍ hvert einasta kvöld í leit að norðurljósum til að sýna erlend- um ferðalöngum og þarf leiðsögu- mann í hverja rútu.“ Ef sumir lesendur skyldu sjá nýjan starfsvettvang Snorra og Bogu í hillingum þá segir Snorri að þó það geti vissulega verið gaman að vinna sem leiðsögumaður þá henti starfið ekki öllum og þyki illa borgað. „Tímakaupið er rétt innan við 2.000 kr en leiðsögumenn geta haft það alveg ágætt með mikilli vinnu. Gefur ágætlega í aðra hönd að fara í átta daga ferð og vera kannski að 12-14 tíma á dag, en þá verður líka að muna að vinnan kall- ar á að vera að á sunnudögum og almennum frídögum,“ útskýrir Snorri og bætir við að hann sjái alls ekki eftir að hafa tekið stökkið yfir í leiðsögugeir- ann. „Starf leið- sögumannsins kallar ekki endilega á mik- ið líkamlegt þrek, enda oft- ast farið á milli staða á bíl og ekki algengt að þurfa að labba mikið á fjöllum, en engu að síður getur verið lýjandi að hafa 30-40 manns í sinni umsjá – fólk af öllum gerðum og með mis- munandi þarfir og kröfur. Sumir taka inn á sig það versta í þessu starfi og halda það ekki út en leið- sögumaður þarf að hafa þann eig- inleika að vera í senn kærulaus og agaður og taka það ekki of nærri sér þó ekki séu allir viðskiptavin- irnir eins og hugur manns.“ Lífið tók nýja stefnu eftir endurmenntunarnámskeið Snorri Ingason var orð- inn fimmtugur þegar hann lét drauminn ræt- ast og fór í leiðsögu- nám. Hann kvaddi skrif- borðsvinnu og sýnir núna erlendum ferða- löngum landið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Mig dreymdi um að komast út undir bert loft og vera í náttúrunni, “ segir Snorri Ingason sem áður vann ágætlega launaða innivinnu hjá bókaforlagi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eftirspurn er eftir leiðsögufólki árið um kring og getur verið gaman að sýna erlendum gestum það sem landið hefur upp á að bjóða. Ferðamenn við Dettifoss. Sumir taka inn á sig það versta í þessu starfi og halda það ekki út en leið- sögumaður þarf að hafa þann eiginleika að vera í senn kærulaus og agaður Víkkar sjóndeildarhringinn Erasmus+ eykur áhuga, víðsýni og færni Taktu skrefið og kynntu þér þá möguleika sem standa þér til boða á erasmusplus.is 6.600 Íslendingar hafa farið utan í skiptinám við evrópska háskóla 9.900 Íslendingar hafa tekið þátt í æskulýðssamstarfi 2.200 íslenskir starfsnámsnemar hafa notið stuðnings til náms og starfsþjálfunar í Evrópu 8.400 íslenskir starfsmenn í mennta- og æskulýðsgeiranum hafa farið í heimsóknir til Evrópu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.