Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 23
Marta María Jónasdóttir
mm@mbl.is
O
rðið flugumferðarstjóri
skýrir sig nokkurn veginn
sjálft. Við sjáum til þess að
umferð flugvéla og ann-
arra loftfara gangi smurt
og örugglega fyrir sig. Flugumferð-
arstjórar fá snemma í náminu sérhæf-
ingu í turni, aðflugi eða yfirflugi. Í
stuttu máli hefur starfsmaður í turni
yfirumsjón með allri umferð á flugvell-
inum sjálfum, sem og flugtaki og lend-
ingu. Aðflugið tekur þá við og kemur
vélum annaðhvort inn til lendingar eða
frá flugvellinum. Í áframhaldandi klifri
véla tekur yfirflugið við og stýrir vél-
um í næsta aðliggjandi flugstjórn-
arsvæði.“
Hvernig kom það til að þú ákvaðst
að læra flugumferðarstjórn?
„Frá því að ég var barn hef ég verið
heilluð af flugi, litið upp þegar ég
heyrði í flugvél og skimað. Áhuginn
hjá mér kviknaði þó fyrst af alvöru í
kennslustund í veðurfræði við Háskóla
Íslands þar sem kennarinn var að
kynna okkur flugveðurfræði. Ég sótti
um starf sem fluggagnafræðingur hjá
Isavia en þar kynntist ég flugumferð-
arstjórninni betur. Að vinna í þessu
skemmtilega umhverfi jók áhugann og
þegar Isavia auglýsti eftir nemendum í
flugumferðarstjórn sló ég til og sé ekki
eftir því.“
Hvernig er þetta nám?
„Námið er þannig uppsett að nem-
endur byrja í almennu bóklegu námi.
Að því loknu er bekknum skipt í hópa
sem sérhæfa sig í turni, aðflugi eða yf-
irflugi. Bóklega náminu er áfram hald-
ið í sérnáminu en þar er einnig rík
áhersla lögð á verklega þáttinn sem fer
fram í hermi. Þá tekur að lokum við
starfsnám þar sem nemendur stýra
flugumferð undir umsjón kennara.“
Hvernig líkaði þér í náminu?
„Þetta er mjög krefjandi og erfitt
nám. Nemendur vinna náið með kenn-
urum og fá stöðugt að kynnast nýjum
raunverulegum verkefnum. Námið er
ólíkt því sem ég hef áður kynnst en
það er mjög lítið svigrúm gefið fyrir
mistök og það þarf alltaf að hafa 100%
einbeitingu. Námið er samt sem áður
það skemmtilegasta sem ég hef stund-
að, gríðarlega fjölbreytt og engir tveir
dagar eins.“
Hvaða eiginleikum þarf maður að
vera gæddur til þess að geta orðið góð-
ur flugumferðarstjóri?
„Starfinu fylgir mikil ábyrgð og
mikilvægt er að geta tekið réttar
ákvarðanir hratt. Flókin vandamál
geta komið upp undir mikilli pressu og
þá þarf oft að grípa í plan B, C eða
jafnvel D.“
Hvernig er andrúmsloftið í
vinnunni?
„Stemningin í vinnunni er mjög góð
og félagslífið öflugt. Einnig er gaman
að eiga í samskiptum við flugmenn og
aðra flugumferðarstjóra um allan
heim.“
Hvernig líkar þér að vinna sem flug-
umferðarstjóri?
„Ég er með sérhæfingu í yfirflugi og
starfa því í flugstjórnarmiðstöðinni
sem staðsett er í Reykjavík. Staðsetn-
ingin og vaktavinnan henta mér mjög
vel. Ég hlakka til að mæta í vinnuna og
geri mér grein fyrir því að það er ekki
sjálfgefið.“
Hvar sérðu sjálfa þig eftir fimm ár?
„Símenntun er mikilvægur hluti af
starfinu, enda reglur og tækni í sí-
felldri þróun. Ég verð komin með
aukna reynslu og meiri réttindi og
held áfram að rokka þetta.“
Áhuginn kvikn-
aði í veðurfræði
Erna Katrín Árnadóttir flugumferðarstjóri í flug-
stjórnarmiðstöð segir að símenntun sé nauðsyn-
leg. Hún segist vera alsæl með að hafa ákveðið að
læra flugumferðarstjórn og segir að það sé alltaf
gaman í vinnunni.
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Erna Katrín Árnadóttir
flugumferðarstjóri segist
vera í draumastarfinu.
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 MORGUNBLAÐIÐ 23
Viltu gerast vinur JSB?
Danslistarskóli JSB er á facebook
Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili
að Frístundakorti Reykjavíkurborgar
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Nám og kennsla
Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og
framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB.
Kennslustaður: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Kennsla hefst 5. september
Rafræn skráning er á jsb.felog.is. Nánari upplýsingar í síma 581 3730.
Jazzballett
Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur
og stráka frá 6 ára aldri.
Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á
aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára
og 16 ára og eldri.
Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir nemendum
útrás fyrir dans- og sköpunargleði. Unnið er með
fjölbreytta tónlist í tímum. Frábært dansnám sem
eflir og styrkir nemendur, bæði líkamlega
og andlega.
Forskóli fyrir 3-5 ára
Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn
á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni
nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki.
Kennt er 1x í viku.
Vertu með í vetur!
Innritun fyrir haustönn stendur yfir á www.jsb.is