Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 24
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
N
ámsflokkar Reykjavíkur
sem eru elsta fullorð-
insfræðslustofnun lands-
ins, hófu starfsemi í
febrúar árið 1939 og
verða því 80 ára á næsta ári. Frá
upphafi hefur starfsemin þróast í
takt við þarfir samfélagsins
og segir Iðunn Antons-
dóttir, forstöðumaður
Námsflokka Reykja-
víkur, áhugavert að
sjá hve framsýnn
hópur fólks setti
stofnunina á lagg-
irnar: „Strax í
upphafi er mörk-
uð sú stefna að
gera samfélaginu
gagn og fylla upp í
skörð í framboði
menntunar,“ segir hún.
„Framan af fólst starfið eink-
um í að hjálpa fólki með stutta
skólagöngu að auka menntun sína,
en kennslan hefur þróast í sífellu í
takt við óskir almennings hverju
sinni um fræðslu á ólíkum sviðum.“
Námsflokkar Reykjavíkur hafa
líka frá upphafi státað af einvalaliði
kennara og ráðgjafa sem leggja all-
an sinn metnað í að liðsinna nem-
endum. „Gaman að segja frá því að
á meðal þeirra fjölmörgu kennara
sem unnið hafa hjá okkur eru tveir
forsetar lýðveldisins, þau Vigdís
Finnbogadóttir og Kristján Eld-
járn,“ upplýsir Iðunn.
Virkja og efla
Í dag er aðalhlutverk Námsflokk-
anna að styðja við fólk sem þarf
hvatningu til að koma aftur
undir sig fótunum og
þannig bæta eigin lífs-
gæði. „Þessir nem-
endur eiga það
sameiginlegt að
eiga lögheimili í
Reykjavík, vera
á endurhæfing-
arlífeyri hjá
Tryggingastofnun
Íslands og hafa
notið fjárhags-
aðstoðar frá Reykja-
víkurborg. Við leggjum
okkur fram við að mæta
nemendum á þeirra forsendum og
gera þá færari í að takast á við
vinnu og nám og verða virkari sem
samfélagsþegnar.“
Námið er kynjaskipt; annars
vegar er Kvennasmiðja og hins
vegar Karlasmiðja. Kennt er í 10-
15 manna hópum, 4-5 sinnum í viku
og varir námið frá 9 upp í 18 mán-
uði. „Við bjóðum fram ýmsar hefð-
bundnar námsgreinar en kennum
þær á sumpart óhefðbundinn hátt
og t.d. eru enska og íslenska
kenndar saman og þá í gegnum
Njálu og Eglu. Verklegt og list-
rænt nám er líka veigamikill þáttur
í Kvenna- og Karlasmiðju og geta
nemendur t.d. lagt stund á grafíska
hönnun, saum, silfursmíði, útskurð
og stuttmyndagerð.“
Bakhjarlar unga fólksins
Hjá Námsflokkum Reykjavíkur er
líka rekið öflugt starf til stuðnings
16-20 ára ungmennum sem þurfa
leiðsögn og hvatningu. Er um að
ræða verkefni sem unnið er í sam-
starfi við Mennta- og menningar-
málaráðuneytið og Fjölbrautaskól-
ann við Ármúla. „Við erum með
námsleiðina Námskraft sem stend-
ur þeim til boða sem hafa hætt í
skóla eða ekki byrjað nám á fram-
haldsskólastigi,“ segir Iðunnn.
„Nemendurnir fá mikla ráðgjöf og
hverjum hópi fylgir sérstakur hóps-
stjóri sem er náms- og starfs-
ráðgjafi.“
Í Námskrafti læra nemendur
heimspeki, stærðfræði, listrænar og
verklegar greinar og segir Iðunn
að það sé engin tilviljun að þessi
fög hafi orðið fyrir valinu: „Mikil
breidd er í hverju námskeiði og
leitum við að styrkleikum hvers og
eins. Þegar nemandinn hefur fund-
ið það sem hann er góður í og hef-
ur gaman af þá veitir það honum
vonandi hvatann til að takast á við
hin fögin og njóta sín í náminu.“
Ungu fólki stendur líka til boða
að taka þátt í námsleiðinni Starfs-
kraftur. „Um er að ræða bóka-
lausan áfanga sem er ætlaður ung-
mennum sem hafa ekki áhuga á
bóknámi en þurfa engu að síður að
efla sig til að standa betur að vígi á
vinnumarkaði og verða góðir starfs-
kraftar,“ segir Iðunn. „Í þessu
námi leggjum við áherslu á sjálfs-
eflingu í víðum skilningi og leitum
að styrkleikum nemendanna. Þátt-
takendur fara síðan í starfsþjálfun,
t.d. við afgreiðslustörf, á leik-
skólum, hjá garðyrkjustöðvum eða
hjá fyrirtækjum borgarinnar en
halda áfram að vera hjá okkur
tvisvar í viku.“
Iðunn segir að stundum kvikni
áhugi hjá ungmennunum að setjast
aftur á skólabekk og er þá tíminn
hjá Námsflokkum Reykjavíkur bú-
inn að veita þeim ágætan undirbún-
ing: „Þau ljúka t.d. námi í skyndi-
hjálp sem veitir þeim eina fram-
haldsskólaeiningu og getur það
verkað hvetjandi. Nemendum sem
lokið hafa Starfskrafti er velkomið
að færa sig yfir á Námskraft á
næstu önn og geta þannig búið sig
enn betur undir að halda áfram
námi.“
Hjálpa nemendum að ná lengra
Í dag byggist starf Námsflokka Reykjavíkur einkum
á að efla og styðja ungt fólk sem hefur helst úr
námi og fullorðna sem þurfa á hvatningu að halda
til að koma undir sig fótunum í vinnu og einkalífi.
Morgunblaðið/Ómar
Þeir sem hugnast ekki bóknám geta prófað Starfskraft sem felur m.a. í sér starfsþjálfun s.s. við afgreiðslustörf.
Iðunn
Antons-
dóttir
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Vetrarstarfið er að hefjast – verið velkomin til okkar
Nánari upplýsingar og skráning á simenntunha.is - sími 460 8090
NÁM SAMHLIÐA STARFI
Stjórnendanám – hefst 2. sept.
Leiðsögunám – hefst 3. sept.
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun
– hefst 10. okt.
NÁMSKEIÐ Á MEISTARASTIGI
Málörvun og læsi – hefst 4. sept.
Læsi til náms – hefst 4. sept.
Menntun og upplýsingatækni
– hefst 4. sept.
Uppbygging og þróun lærdómssamfélags
– hefst 4. sept.
Lýðræði, mannréttindi og fjölmenning
– hefst 4. sept.
Listmeðferð I: Grunnnámskeið
– hefst 16. nóv.
Listmeðferð II: Grunnhugtök, aðferðir,
kenningar – hefst 7. sept.
UPPELDI OG KENNSLA
Kvíði barna og unglinga (foreldrar)
– 20. sept. og 3. okt.
Hagnýtar, einfaldar og jákvæðar aðferðir í
kennslu – 20. sept. og 3. okt.
CAT–kassinn og CAT–appið – 1.okt.
HEILBRIGÐIS– OG FÉLAGSVÍSINDI
Family Nursing Externship – vinnustofa með
Bell og Wright – 9.–12. okt.
Heimilis– og kynferðisofbeldi gegn börnum
– 10. okt.
STJÓRNUN
Stjórnun álags og streitu – 20. sept.
Fyrirlestrartækni: Frá orði til áhrifa – 11. okt.
FJÁRMÁL OG REKSTUR
Rekstrarkostnaður: Sérstök og frjáls
álagning atvinnuhúsnæðis –11. sept.
Áætlanagerð í rekstri – 19. okt.
TUNGUMÁL
Spænska II – hefst 4. sept.
Ítalska I – hefst 17. sept.
MENNING
Hin hliðin á Tenerife – 30. ágúst
Á slóðum fonsagna – tríólógía
– 18.-20. sept.
Náms- og starfsráðgjafar Náms-
flokka Reykjavíkur eru til taks fyrir
alla sem þangað leita. Það getur ver-
ið gagnlegt að setjast niður með
ráðgjafa og t.d. reyna að finna rétta
stefnu í námi, fá hjálp við að leysa úr
örðugleikum og kannski koma auga
á nýja möguleika. „Náms- og
starfsráðgjafar geta líka hjálpað
fólki að leysa ýmis konar persónu-
legan vanda og mörgum sem þykir
gott að eiga trúnaðarsamtal við
menntaðan ráðgjafa. Náms- og
starfsráðgjafar geta einnig leiðbeint
um hvernig ná má betri árangri í
námi, kennt námstækni og að-
stoðað við skipulag heimavinn-
unnar,“ segir Iðunn.
Meðal þeirrar þjónustu sem
náms- og starfsráðgjafar veita er að
gera áhugasviðsgreiningu en niður-
stöðurnar geta gefið dýrmætar vís-
bendingar um hvaða nám og störf
væri réttast að skoða. Áhugasviðs-
greining gagnast t.d. þeim sem eiga
erfitt með að gera upp við sig hvaða
braut væri rétt að velja í framhalds-
skóla, eða hvaða nám ætti að skoða
í háskóla, en niðurstöður greiningar-
innar geta líka nýst fólki sem telur
sig vita alveg hvert það stefnir en
gæti kannski komið auga á aðrar
leiðir í námi og starfi, ellegar stað-
fest að það sé á réttri braut. „Grein-
ingin getur varpað ljósi á hvar styrk-
leikarnir liggja og í hvaða störfum
þessir styrkleikar gætu nýst vel,“
segir Iðunn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Veistu hvað þú vilt læra?