Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 MORGUNBLAÐIÐ 25 Ballettskóli Guðbjargar Björgvins býður upp nám í klassískum ballet og nútímadansi frá 3. ára aldri. Einnig er boðið upp á ballet fyrir fullorðna. Innritun er hafin á www.ballet.is, kennsla fer fram á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi Nánari upplýsingar hjá info@ballet.is og í síma 5349030 Elínrós Líndal elinros@mbl.is I ngibjörg dansaði í sýningum Þjóðleik- hússins og víðar frá unga aldri, var síð- an kennari og skólastjóri við Listdans- skóla Þjóðleikhússins sem síðar varð Listdansskóli Íslands. Hún hefur samið dansa og hreyfingar fyrir fjöl- mörg sviðsverk og einnig nokkur verk fyrir Íslenska dansflokkinn. Undanfarin ár hefur hún sérhæft síg í eldri dönsum, þ.e. miðalda-, endurreisnar- og barokkdönsum. Að komast nær tónlistinni með dansi Námskeiðið sem hún heldur hefur oftast einfaldlega verið kallað Barokk- dans og hefur verið opið öllum tónlist- arnemum og -kennurum. Það er haldið á vegum Listaháskóla Íslands. „Markmiðið er fyrst og fremst að komast nær þessari tónlist. Talsvert af tónlist bar- okktímans er danstónlist og með því að kynnast og læra þau spor og dansmynstur sem voru sköpuð við þessa tónlist er mögulegt að komast nær túlkun hennar. Má þar t.d. nefna áherslur, hraða en fyrst og fremst stíl, t.d. glæsileika menúettsins, létt- leika bourrée, samspil dansara í gavotte og svo mætti lengi telja.“ Ingibjörg segir að til að nálgast þessi markmið séu í fyrstu lærð undirstöðusporin sem séu raunar mjög einföld. „Því eru kenndir aðeins eldri dansar, t.d. pavan, sem eru eingöngu byggðir á þessum einföldu sporum en „gefa tóninn“ varðandi það sem koma skal. Síðan eru kynntar breytingarnar sem urðu á þessum sömu sporum og spora- samsetningum á barokktímanum. Einnig er farið í mismunandi hneigingar og æfðar handa- og armhreyfingar. Síðan eru lærðir heilir dansar sem flestir eru skráðir niður um og upp úr 1700. Tekið skal fram að bar- okkdansar eru nokkuð flóknir og það tekur tíma að læra hvern dans. Því kenni ég oft líka nokkra einfalda enska sveitadansa sem voru farnir að sækja á á þessum tímum, t.d. við hirð Lúðvíks 14. Dansmeistarar hans höfðu þó aðeins farið um þá höndum, fágað og stílfært.“ Barokkdans þarf að dansa með glæsibrag Ingibjörg segir að barokkdans þurfi að dansa með glæsibrag. „Einfaldur glæsileiki á að einkenna hann, engin tilgerð. Dansarinn þarf að hafa góða tilfinningu fyrir tónlistinni og rýminu sem dansað er í og hafa gott vald á líkama sínum. Einnig verður samspil dansara að einkennast af virðingu og ánægjunni af því að dansa saman. Öll hreyfing hefur góð áhrif á heilsuna. Dansinn hreyfir allan líkamann; þó svo að mest reyni á fætur er dans ekki dans nema allur líkaminn sé með. Dans er alhliða, hæg og nákvæm þjálfun sem reynir jafnt á tækni, þol og listræna eiginleika. Tónlistin er afar mikilvægur þáttur. Hvort sem dansaður er hraður og krefjandi dans eða mjúkur og seið- andi gefur hann dansaranum tækifæri til þess að njóta þess að finna valdið sem hann hefur yfir líkama sinum og finna hvernig tón- listin ber hann um rýmið. Fátt er heilsusam- legra, bæði líkamlega og andlega, en finna gleðina sem fylgir því að dansa.“ Að geta hlakkað til sérhvers dags Spurð hvað dans geri fyrir fólk segir hún að fólk sem á og hefur átt við andlega vanheilsu að stríða hafi leitað í dansinn til að létta á erfiðleikum sínum. „Eins konar alþýðulækn- ing sem hefur verið kunn í fleiri aldir. Nú á tímum er dansþerapía eitt af meðferð- arúrræðum fyrir fólk sem á við þessa van- heilsu að stríða.“ Það sem skiptir Ingibjörgu sjálfa mestu máli er fyrst og fremst fjölskyldan. „Heilsan og vinir. Það að geta hlakkað til sérhvers dags, jafnvel þótt það rigni,“ segir hún að lokum. Dansinn eflir andlega heilsu Ingibjörg Björnsdóttir nam við Listdansskóla Þjóðleikhússins og Scottish Ballet School í Ed- inborg auk þess að taka þátt í námskeiðum í ýmsum stíl- brigðum dansins víða um lönd. Undanfarin ár hefur hún sér- hæft síg í eldri dönsum, þ.e. miðalda-, endurreisnar- og barokkdönsum. Ljósmynd/Aðsend Dansinn hreyfir allan líkamann og framkallar mikla gleði. Ingibjörg Björnsdóttir er lands- mönnum kunn fyrir einstaka hæfileika í dans og kennslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.