Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 26
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
F
ramboð námskeiða hjá
Endurmenntun HÍ er svo
mikið að ekki er hlaupið
að því að henda reiður á
þeim öllum. „Að meðaltali
eru um 200 styttri námskeið á dag-
skrá hjá Endurmenntun á hverju
misseri, bæði starfstengd og per-
sónuleg, auk lengri námsbrauta
eins og ökukennaranáms og leið-
sögunáms sem spanna allt að þrjú
til fjögur misseri,“ segir Áslaug
Björt Guðmundardóttir, markaðs-
og viðskiptastjóri EHÍ.
Að sögn Áslaugar ber framboðið
í haust þess greinileg merki að
landsmönnum er umhugað um að
rækta sál og líkama. „Bæði má
finna styttri námskeið um ýmsar
hliðar jógaiðkunar og núvitundar
og lengri námsbrautir á borð við
Hug og heilbrigði, þar sem engar
forkröfur eru gerðar til nemenda,
yfir í diplómanám á meistarastigi í
jákvæðri sálfræði.“
Að læra huggulegheit
Eitt besta dæmið um þessa þróun í
námskeiðaúrvalinu er stutt kvöld-
námskeið sem haldið verður þann
26. september þar sem kafað verð-
ur ofan í þá dönsku list að hafa
það huggulegt. Yfirskrift nám-
skeiðsins er Aukum eigin lífsgæði
og hamingju með – HYGGE og á
heimasíðu Endurmenntunar er
auglýsingin fyrir námskeiðið
myndskreytt með makindalegum
ketti í mjúku fleti. „Okkur fannst
upplagt að nota kött sem einkenn-
ismynd námskeiðsins enda fáir
sem kunna það betur en kettir
hafa það huggulegt og notalegt,“
segir Áslaug en kennarar á nám-
skeiðinu eru Kristín Linda Jóns-
dóttir sálfræðingur og Anna Jóna
Guðjónsdóttir ráðgjafi.
Áslaug segir ekki öllum gefið að
kenna huggulegheit á danska vísu,
en bækur um hygge seljast nú eins
og heitar lummur um allan heim
og grunar marga að frændur okk-
ar Danir hafi fundið lykilinn að
lífshamingjunni með þeim siðum,
viðhorfi og lífsstíl sem hygge
stendur fyrir. Hygge, segir Áslaug,
snýst um meira en að gefa sér
tíma í dagsins amstri til að slaka á
með öl í glasi eða góðan ostbita á
diski. „Dönsk huggulegheit snerta
á því hvaða venjur fólk temur sér í
sínu daglega lífi, hvernig það gerir
notalegt í kringum sig bæði á
heimili og vinnustað, og hvernig
samskiptin eru við annað fólk.“
Fyrir þá sem vilja taka
„danskheden“ enn lengra, bendir
Áslaug einnig á dönskunámskeið
Casper Vilhelmsen og námskeið
Charlotte Bøving um danska
menningu og samfélag séð í gegn-
um danska sjónvarpsþætti. „Nám-
skeiðin fara bæði fram á dönsku og
henta vel þeim sem vilja með þess-
um hætti þjálfa sig í dönsku tal-
máli.“
Tenerife og bókmenntagrúsk
Í haust eru jafnframt mörg nám-
skeið á dagskrá sem kennd hafa
verið við miklar vinsældir í árarað-
Frá dönskum huggulegheit-
um yfir í Trump og Hitler
Íslendingasagnanám-
skeiðin verða á sínum
stað hjá Endurmenntun
og hægt að fræðast um
nýjar hliðar á ævintýra-
eyjunni Tenerife.
Morgunblaðið/Hari
Áslaug segir námskeið um sjálfsrækt
áberandi á haustönn og t.d. hægt að
fræðast um jóga og núvitund.
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
FJARNÁM
Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til
3. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam
Átt þú rétt
á styrk ?
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til
fyrirtækja í útgerð.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Sjómennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is