Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 27

Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 27
ir. Eitt af þessum námskeiðum fjallar um sólstrandaparadísina Te- nerife. „Tenerife er einn vinsælasti áfangastaður íslenskra ferðalanga og liggur straumurinn til Kan- aríeyja árið um kring. Snæfríður Ingadóttir kennir námskeiðið og varpar þar ljósi á nýjar og minna þekktar hliðar eyjunnar. Snæfríður hefur skrifað leiðsögubók um Te- nerife og veitir fólki innblástur til að kynnast eyjunni með öðrum hætti í næstu heimsókn, enda margt annað í boði en hvítar strendur og hótelbarir,“ segir Ás- laug. Bókmenntatengd námskeið hafa verið fastur liður hjá Endur- menntun frá upphafi og vill Áslaug m.a. vekja sérstaka athygli á nám- skeiðinu Draugar og dulræn fyr- irbæri í íslenskum bókmenntum sem Auður Aðalsteinsdóttir kennir. „Hið andlega og dulræna hefur verið áberandi í verkum íslenskra höfunda bæði að fornu og nýju og skoðar námskeiðið meginþræði og birtingarmyndir hins yfirskilvitlega í völdum íslenskum skáldsögum, allt frá Sjálfstæðu fólki til Ha- nami.“ Íslendingasagnanámskeið á þremur mismunandi námskeiðs- tímum eru á dagskrá í haust, og öll í umsjón Ármanns Jakobssonar. „Mjög stór hópur fólks sækir þessi námskeið og margir koma til okkar ár eftir ár til að fræðast betur um Íslendingasögurnar,“ upplýsir Ás- laug. „Í haust verður kafað ofan í Gísla sögu, Gunnlaugs sögu og Hrafnkels sögu og fer það orð af Ármanni að hann komi efninu til skila á lifandi og skemmtilegan hátt.“ Að sögn Áslaugar finnst mörg- um að námskeiðin dýpki mjög skilning þeirra á bókmenntaarf- inum. „Þar gefst tækifæri til að skoða sögurnar frá mismunandi sjónarhornum og kynnast skoð- unum annarra á sögupersónum og söguþræði. Margir sækja líka í þann góða félagsskap sem nám- skeiðin veita þar sem kynnast má öðru fólki sem hefur dálæti á forn- sögunum.“ Til að reyna að skilja Trump Endurmenntun skipuleggur líka námskeið sem kryfja málefni sam- tíma og fortíðar. Magnús Sveins- son kennir eitt námskeið af þess- um toga í haust, um bandarísk stjórnmál og Donald Trump. „Þessi námskeið eru góður vett- vangur fyrir fólk til að koma sam- an, ræða málin og fá dýpri sýn á málefnin,“ segir Áslaug og bendir einnig á námskeið Illuga Jökuls- sonar um eina illræmdustu per- sónu mannkynssögunnar, Adolf Hitler: „Það er forvitnilegt að velta fyrir sér atburðum líðandi stundar í ljósi sögunnar, en á námskeiðinu reynir Illugi m.a. að svara því hvort hörmungar helfarar og heimsstyrjaldar hafi verið óhjá- kvæmilegar, eða hvort persóna Hitlers hafi þar haft úrslitaáhrif.“ AFP Trump er hálfgerð ráðgáta, og þarf helst heilt námskeið til að reyna að byrja að skilja hann. Morgunblaðið/Eggert Danir kunna að njóta lífsins, og hægt er að sækja námskeið um „hygge“ á danska vísu. Forvitnilegt er að skoða áhrif Adolfs Hitler á þróun sögunnar. FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 MORGUNBLAÐIÐ 27 JL-HÚSINU, HRINGBRAUT KORPÚLFSSTÖÐUM MIÐBERGI, BREIÐHOLTI NÁMSKEIÐ HEFJAST 3. SEPTEMBER. SKRÁNING Á MIR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.