Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
G
unnhildur á þrjú börn á
aldrinum 21-42 ára,
þrjú barnabörn og veit
fátt skemmtilegra en
njóta lífsins með vinum
og stórfjölskyldunni, lesa góðar
bækur, stunda heimspeki og fara
daglega í sund og gönguferðir á
Seltjarnarnesi þar sem hún nýtur
náttúrunnar með heimilishund-
inum Aragorn.
Stærsta stjórnunarfélag Íslands
Hún útskýrir Stjórnvísi með eftir-
farandi hætti: „Stjórnvísi er
stærsta stjórnunarfélag á Íslandi
Að njóta litlu hlutanna í lífinu
Gunnhildur Arnardóttir
er framkvæmdastjóri
Stjórnvísi og meðstofn-
andi sprotafyrirtækisins
HR Monitor. Gunnhildur
hefur varið mestum
hluta starfsævi sinnar
við starfsmannastjórnun
sem á hug hennar allan.
Stjórnvísi býður upp á
fjölmörg námskeið í vet-
ur sem Gunnhildur segir
frá í viðtalinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gunnhildur Arnardóttir segir að
dagskrá vetrarins sé afar fjölbreytt.
Hefur þig alltaf dreymt um að vinna á
leikskóla eða læra að verða leikskóla-
kennari? Háskóli Íslands, Háskóla-
félag Suðurlands og Samtök sunn-
lenskra sveitarfélaga gerðu könnun
um eftirspurn eftir fjarnámi á há-
skólastigi á Suðurlandi. Upp úr stóð
að fjölmargir vildu verða leikskóla-
kennarar eða starfsfólk á leikskólum.
Á sama tíma var Háskóli Íslands
að hefja undirbúning fyrir umsóknir
um þróun náms í hinum ýmsu faghá-
skólafræðum til mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytisins og var
ákveðið að í samstarfi við Háskóla-
félag Suðurlands yrði sótt um þróun-
arverkefni í leikskólafræðum á faghá-
skólastigi.
Í upphafi undirbúningsferlisins var
send út könnun á sunnlenska leik-
skólastarfsmenn (þá sem ekki eru
fagmenntaðir leikskólakennarar) til
þess að kanna nánar áhuga þeirra á
svona námi og sýndi hún fram á að ef
slíkt nám yrði keyrt sem fjarnám
með staðarlotum á Suðurlandi og
með stuðningi frá vinnuveitanda
væru um 73% líkur á að viðkomandi
starfsmaður færi í slíkt nám.
Nú ári seinna, og mun fyrr en áætl-
anir gerðu ráð fyrir, hefur þetta nám
verið þróað og til stendur að hefja
kennsluna nú á haustdögum.
Hugtakið fagháskólanám stendur
fyrir nám á svokölluðu 4. stigi og er
tilraun til þess að brúa það nám fram-
haldsskóla sem ekki endar með stúd-
entsprófi, yfir í háskólanám.
Sá hópur sem horft er til inn í þetta
nám er oftar en ekki með nokkurt
nám að baki í framhaldsskóla og í
fullorðinsfræðslu og með starfs-
reynslu í faginu. Til þess að meta
getu einstaklinga til þátttöku í nám-
inu verða verkfæri hæfnigreininga og
hæfnimats nýtt og hefur sá þáttur
verið unnin í samstarfi við Fræðslu-
miðstöð atvinnulífsins.
Um er að ræða tveggja ára til-
raunaverkefni þar sem námið er
skipulagt sem fjarnám með vinnu
ásamt staðbundnum lotum/dögum á
Suðurlandi og mun Háskólafélag
Suðurlands halda utan um námið í
samtarfi við HÍ. Náminu lýkur með
diplómu en getur einnig nýst sem
hluti af B.Ed. gráðu í leikskólakenn-
arafræðum.
Umsóknarfrestur er til 20.ágúst en
nánari upplýsingar um námið og um-
sóknarferlið er að finna á www.hfsu-
.is.
Langar þig í nám í
leikskólafræðum?
Morgunblaðið/Valli
Tækifærin
eru
endalaus!
Kynntu þér öðruvísi og
spennandi nám hjá okkur:
Langar þig að prófa eitthvað annað?
Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt,
hagnýtt og öðruvísi nám á framhaldsskólastigi.
Námið er hagnýtt tveggja ára nám, sem byggt
Tækni Hönnun Nýsköpun Framkvæmd
er upp á óvenjulegan, persónulegan
og umfram allt – spennandi máta.
Kynntu þér námsleiðirnar okkar á fiskt.is
– þar sem tækifærin eru endalaus!