Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 29
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 MORGUNBLAÐIÐ 29 með 3.000 virka félagsmenn frá 300 fyrirtækjum og mjög öflugt tengslanet. Félagið er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðr- um áhugamönnum um stjórnun. Fyrirtækin í Stjórnvísi koma úr öllum greinum atvinnulífsins og félagið hjálpar þeim að ná árangri á hagkvæman og markvissan hátt. Árlega eru haldnir yfir 100 viðburðir á vegum félagsins í formi funda og ráðstefna auk þess sem Stjórnvísi er eigandi Ís- lensku ánægjuvogarinnar og Stjórnunarverðlaunanna.“ Faghópar lykilatriðið Getur þú nefnt mér nokkur áhugaverð námskeið sem þú mæl- ir með? „Dagskrá vetrarins 2018-2019 verður kynnt í byrjun september á www.stjornvisi.is og þá kemur í ljós hvað öflugar stjórnir faghóp- anna bjóða upp á. Kjarnastarfið fer fram í faghópum, í dag eru 20 slíkir starfandi innan félagsins á jafnmörgum sviðum stjórnunar. Hver faghópur er með 5-10 manna stjórn sem boðar fé- lagsmenn til fundar að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem til- tekið málefni er tekið til umfjöll- unar í fyrirlestrar- og umræðu- formi eða á annan hátt. Fundirnir sem eru hver og einn eins og ör- námskeið skapa vettvang fyrir stjórnendur til umræðna, auka þekkingu og styrkja tengslanetið. Árlega bjóða tugir fyrirtækja fé- lögum til sín í heimsókn, þannig miðlast þekking milli fyrirtækja og stuðlar að faglegri stjórnun og eflingu stjórnenda. Varðandi áhugaverða fundi/námskeið þá vil ég hvetja alla þá sem hafa áhuga á hvers kyns stjórnun að kynna sér úrval faghópanna. Í Stjórnvísi eru faghópar um fjármál fyr- irtækja, gæðastjórnun og ISO- staðla, heilsueflandi vinnuum- hverfi, kostnaðarstjórnun, mann- auðsstjórnun, markþjálfun, persónuvernd, samfélagsábyrgð, stjórnun viðskiptaferla (BPM), stefnumótun og árangursmat, um- hverfi og öryggi, þjónustustjórn- un, verkefnastjórnun o.fl. Á síð- asta ári voru stofnaðir fjórir nýir faghópar sem allir eru með sterk- ar stjórnir og vel var mætt á fundi á þeirra vegum. Þetta eru faghópar um persónuvernd, jafn- launastjórnun, framtíðarfræði og góða stjórnarhætti.“ Framtíðarfræði áhugaverð Spurð um námskeið sem hefur heillað hana á vegum Stjórnvísi segir Gunnhildur: „Ef ég ætti að velja eitthvað eitt sem er næstum ómögulegt því fundirnir eru allir fræðandi og höfða til ólíks hóps stjórnenda þá nefni ég faghóp um framtíð- arfræði sem er nýstofnaður og hélt vel sóttan fund í Eflu með Andrew Curry um miðjan júní sl. Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir fram- tíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskor- unum.“ Gunnhildur segir að þeir sem hafa mest not fyrir að sækja sér þekkingu hjá Stjórnvísi séu allir þeir sem eru áhugasamir um stjórnun. „Ýmist eru þetta sér- fræðingar, stjórnendur með mannaforráð, nemendur og áhugafólk um stjórnun. Á Stjórn- vísifundum kynnist þú því nýjasta í stjórnunarfræðunum því fund- irnir eru oft samsettir af tveimur fyrirlesurum. Annars vegar eru fræðin kynnt og hins vegar hvernig þau er nýtt. Þetta er al- gjörlega einstakt að fá þessa blöndu og að auki að gefa sér tíma til að kynnast þeim sem hafa sams konar áhuga. Auk funda á vegum faghópanna eru einnig haldnar fjölmargar ráðstefnur um málefni sem bera hæst hverju sinni er varða framsækna stjórn- un.“ Hvað aðrir eru að gera „Allir viðburðir á vegum Stjórn- vísi hafa alltaf það megininntak að skapa einstaka innsýn í hverju starfsmenn í öðrum fyrirtækjum eru að vinna að, hvernig fræðin eru nýtt í raun. Þar hittir þú þá sem eru að fást við það sama og þú og styrkir um leið tengslanetið við stjórnendur í öðrum fyr- irtækjum, færð aðgengi að upp- lýsingum og hvetur starfsmenn til að bæta árangur sinn. Stjórnvísi er með samstarf við Festu, Franklin Covey á Íslandi, Endur- menntun HÍ, Opna háskólann og Icelandic Startups auk þess að standa árlega að uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnunarverðlaunum Stjórnvísi og Samfélagsskýrslu ársins.“ Hvað er að þínu mati áhuga- verðast við að vera alltaf að bæta við sig þekkingu? „Aldrei hefur aðgengi að upp- lýsingum verið meira og betra en í dag og því þörfin fyrir að bæta stöðugt við sig þekkingu mik- ilvæg. Til þess að bæta þá sér- þekkingu sem við höfum valið okkur er einstaklega mikilvægt að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í okkar fagi hverju sinni, tileinka sér það og innleiða. Þekking breytist svo ört að við hreinlega verðum að fylgjast með því nýjasta. Að bæta við sig þekk- ingu eykur sjálfstraust, skapar gleði og stóreykur líkurnar á at- vinnutækifærum. Eitt af því sem spurt er um í atvinnuviðtölum er menntun og hvernig þú hefur við- haldið þinni menntun. Þá er ekki gott að svara því að ekki hafi unnist tími til slíks. Atvinnurek- endur eru því í meira mæli að gera sér grein fyrir hversu mik- ilvæg símenntun er og hvetja starfsmenn til að stunda hana. Eitt af skemmtilegri lögum sem ég þekki er „Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær, að vita meira og meira meir í dag enn í gær.“ Heilinn er vöðvi sem verður að halda við Telur þú fólk geta lært á öllum aldri? „Það er engin spurning að allir geta lært sama á hvaða aldri þeir eru. Ég er þakklát fyrir hve fjölmiðlar hafa verið duglegir upp á síðkastið við að kynna nýjar rannsóknir sem leiða í ljós mik- ilvægi þess að læra alla ævi. Heil- inn er vöðvi sem verður að halda við rétt eins og við pössum upp á andlega og líkamlega heilsu. Ný- verið var þáttur í Ríkissjónvarp- inu þar sem læknir sagði að sú spurning sem flestir hefðu áhuga á að vita svarið við væri: „Hvern- ig styrkjum við heilann og kom- um í veg fyrir heilabilun.“ Í þeirri rannsókn sem þar var kynnt kom fram mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega og sá hópur sem kom best út var sá sem lærði nýja list, að teikna módel.“ Hvað einkennir góðan stjórn- anda að þínu mati? „Það sem einkennir góðan stjórnanda er að hann hlustar og hefur áhuga á fólki sem mann- eskjum. Góður stjórnandi gætir þess að allir starfsmenn hafi verkefni við hæfi, hann nýtur trausts, auðvelt er að leita til hans, gefur sjálfstæði til ákvörð- unartöku, starfsmenn vita ná- kvæmlega til hvers er ætlast af þeim og hafa mælakvarða sem segir hverjum og einum hvernig hann er að standa sig í vinnunni, gerir kröfur um árangur, hugar að þjálfun og þróun og gætir þess að laun séu markaðshæf.“ Þegar stórt er spurt Hvað skiptir þig mestu máli í líf- inu? „Þessi spurning er mikilvæg og hefur verið umræðuefni í heim- speki-klúbbnum mínum. Á hverju hausti hittist árgangurinn minn 1957 í Laugalækjarskóla og bekkjarbróðir okkar Jón Thor- oddsen heimspekingur velur efni og stýrir um-ræðum. Eins og allt- af var ekki hægt að komast að einni sameiginlegri niðurstöðu hvað það er sem skiptir hvern og einn mestu máli eftir að grunn- þörfunum hefur verið fullnægt.“ Eitthvað að lokum? „Munið að lifa lífinu lifandi og njóta litlu hlutanna.“ „Það er engin spurning að allir geta lært sama á hvaða aldri þeir eru. Ég er þakklát fyrir hve fjöl- miðlar hafa verið dugleg- ir upp á síðkastið við að kynna nýjar rannsóknir sem leiða í ljós mikilvægi þess að læra alla ævi. Heilinn er vöðvi sem verður að halda við.“ Kringlan | Smáralind Stórt aðalrými með innbyggðum vasa fyrir fartölvu Herschel Supply Co Pop Quiz bakpoki verð frá 11.995 kr. Herschel Supply Co er kanadískt vörumerki sem framleiðir vandaða bakpoka, töskur, veski og fylgihluti. Herschel hannar gæða- vörur þar sem næmt auga fyrir smá- atriðum og fjölbreytt litaval mætast þannig að hver og einn geti fundið tösku við sitt hæfi. Þú finnur nánari upplýsingar um vöruúrval og verð á www.ntc.is Þægilegar ólar Efst á pokanum er fóðraður vasi Auka hólf með fjölda vasa fyrir lykla, penna og aðrar nauðsynjar Vatnsheldir rennilásar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.