Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 35
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 MORGUNBLAÐIÐ 35
Foreldrar
Fullbókað er í einkakennslu haustið 2018
Tekið er við pöntunum fyrir 2019
Kennarar
Fullbókað er á lestrarkennslunámskeið haustið 2018
Næsta LÆS Í VOR námskeið verður haldið haustið 2019
Fínstillt er að þörfum nemandans
Námsaukinn er mældur í hverjum tíma
Heimakennsla er veitt á höfuðborgarsvæðinu
Einkakennsla og þjálfun í 18 ár
LÆS Í VOR
Málhljóð, lestur og ritun
- Talnaleikni og reikningur -
- þá sem eru af erlendum uppruna:
Þjálfun málhljóða; hlustun, framburður og ritun
Gagnreynd kennslutækni:
- Stýrð fyrirmæli (direct instruction)
- Hnitmiðuð færniþjálfun, hröðunarnám (precision teaching)
- Samtengjandi hljóðaaðferð (synthetic phonics)
- Talnafjölskyldur (fact families)
- Þjálfun aðgreiningar (discrimination training)
- Lausnaleit í heyrenda hljóði (talk aloud problem solving)
- Smellaþjálfun (clicker training, tag teach)
- Hraðflettispil, leifturspjöld (SAFMEDS, flashcards)
- Stöðluð hröðunarkort (standard celeration charts)
Fyrir:
- börn og fullorðna
- byrjendur og lengra komna
- lesblinda og reikniblinda
- þá sem þurfa almenna leiðréttandi hjálp eða
- mjög sértæka þjónustu, s.s. börn með einhverfu
Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Atferlisfræðingur og kennari
Atferlisgreining og kennsluráðgjöf
Sími 866 56 19, adda@ismennt.is
Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar erfjarnám fyrir stjórnendur og
millistjórnendur í íslensku atvinnulífi. Námsefnið hefur verið unnið og
þróað síðustu ár út frá þörfum og óskumvinnumarkaðarins.
Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar er samstarfsverkefni
Símenntunar Háskólans á Akureyri og starfsmenntasjóðs
Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins.
Námið er vinsæll kostur fyrir þá sem kjósa hagnýtt stjórnunarnám
með miklum sveigjaleika.
Námið er 100%fjarnám sem hægt er að stunda samhliða vinnu.
Viðfangsefni áfanganna tengjast því sem þú, nemandinn, ert að
gera dagsdaglega inn á þínum vinnustað.
Nemendur okkar koma úr öllum áttum og viljum við hafa sem
fjölbreyttastan nemendahóp með fjölbreyttan bakgrunn og
þekkingu. Námið fer alfarið fram á netinu, nemendur hittast þó
einu sinni í viku í gegnum samskiptaforritið Zoom. Á þeim fundum
er mikið lagt upp úr því að nemendur læri af hvor öðrum enda
gríðarlega mikil þekking og kunnátta í nemendunum sjálfum.
Engin krafa er gerð um fyrri menntun eða stjórnunarreynslu.
Aðalmálið er að nemandinn sjálfur vilji verða betri stjórnandi og/eða
millistjórnandi. Okkar framtíðarsýn er sú að allir okkar stjórnendur
fari í gegnum þetta nám, vinnumarkaðinum til góða.
Skráning og nánari upplýsingar á stjornendanam.is
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
E
sther Helga Guðmunds-
dóttir er mörgum kunn, en
hún hefur lagt sig fram um
að ræða málefni er varða
mat og samskipti fólks við
mat af skynsemi og þekkingu. Est-
her rekur MFM Matarfíkn-
armiðstöðina, þar sem fólk getur
sótt einstaklingsviðtöl og námskeið
til að skilja betur hvað er í gangi ef
það missir stjórn á áti og þyngd.
Eins og fram hefur komið í viðtölum
við hana nota sum okkar mat til að
breyta líðan sinni. Hluti landsmanna
er að reyna að koma sér í form en án
árangurs. Hún vinnur eftir kerfi sem
ber góðan árangur og hefur hjálpað
fjölda fólks að komast á rétta sporið
þegar kemur að þyngd sinni.
Þeir sem ná ekki að stjórna
Nú býður hún upp á 30 daga afvötn-
un frá sykri og sterkju 1. september
næstkomandi.
Hverjir þurfa að fara í afvötnun af
þessum toga?
„Þeir gætu þurft að fara í afvötn-
un sem finna að þeir byrja að borða
sætindi og/eða skyndibita og þá kall-
ar það á meira. Viðkomandi missir
stjórn á því hve mikið hann borðar,“
segir Esther og útskýrir áfram
áskorunina sem viðkomandi stendur
frammi fyrir.
„Vandinn lýsir sér í stjórnleysi í
át- og þyngdarstjórnun. Súkkulaðið
kallar og viðkomandi hlýðir kallinu
þrátt fyrir einlægan vilja til að fá sér
ekki meira.“
Hvað eru margir Íslendingar
samkvæmt rannsóknum í ykkar
markhópi?
„Samkvæmt könnunum á matar-
fíkn gætu um 30% íslensku þjóð-
arinnar átt við matarfíkn á einhverju
stigi að stríða.“
Lífið í bata er gott líf
Hvernig veit ég hvort ég er matar-
fíkill eða ekki?
„Þú veist að þú gætir verið með
matarfíkn ef þú borðar meira en þú
ætlar þér. Ef þú ert að glíma við af-
leiðingar á átinu, eins og ofþyngd
eða ýmiss konar heilsubrest. Eins
veistu að ef þú heldur áfram að
borða á ákveðinn hátt, þrátt fyrir
einlægan vilja til að hætta því, er um
að ræða einhverja óstjórn sem gæti
breytt lífi þínu ef þú ert tilbúin(n) að
skoða betur.“
Spurð um lífið í bata segir Esther
að það sé gott líf. „Þú upplifir
ákveðna frelsistilfinningu og innri
frið.“
Að lokum segir Esther að við
þurfum öll að skoða hvernig lífsgæði
við viljum. „Er súkkulaðibiti sem
kallar á annan meira virði en heil-
brigði og andlegur styrkur? Við get-
um átt stundarfró með neyslu á
ýmsum efnum. En þegar við erum
laus úr viðjum þeirra upplifum við
raunverulega vellíðan og öðlumst tól
til að takast á við lífið og tilveruna
meðvitað og í núvitund,“ segir hún
að lokum.
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Líf án sykurs er gott líf. Stundum er fráhald nauðsynlegt.
Þarftu að fara í afvötnun?
Þegar einn súkkulaðibiti
kallar á þann næsta og
þú hefur ekki stjórn á
því sem þú borðar gæti
lausnin fyrir þig verið að
fara í afvötnun frá sykri
og sterkju. MFM Mið-
stöðin gæti verið með
lausnina fyrir þig.
Morgunblaðið/Kristinn
Esther Helga Guðmundsdóttir er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur
að matarfíkn. Hún hefur leitt fjölmara einstaklinga áfram í gott líf án fíknar í mat.
Atvinna