Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 2

Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 2
Veður Suðvestan 15-25 m/s, hvassast á NV- landi. Hviður allt að 40 m/s við fjöll. Rigning um mest allt land og slydda eða snjókoma til fjalla norðanlands. sjá síðu 46 Norðurslóðir í brennidepli 595 1000 EINSTÖK HELGARFERÐ Róm 1. nóvember í 4 nætur Frá kr. 89.995 FÉLAGsMáL Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í gær kjörin nýr formaður BSRB á lokadegi þings sambandsins. Hlaut hún rúm 86 prósent atkvæða í formannskjörinu en mótfram- bjóðandi hennar, Vésteinn Val- garðsson, hlaut tæp 14 prósent. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formað- ur, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í ávarpi sagðist Sonja Ýr hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem fram undan væru. Hún sagði að á þinginu hefði verið mótuð skýr sýn í stefnu og ályktun- um sem verði fylgt kröftuglega eftir. Þá var Garðar Hilmarsson kjör- inn fyrsti varaformaður sambands- ins og Arna Jakobína Björnsdóttir annar varaformaður. – sar Sonja Ýr kjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Mynd/BSRB PÓLLAND Evrópudómstóllinn í Lúxem borg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttar- dómara úr 70 árum í 65 ár. Lög þess efnis gengu í gildi í apríl síðast- liðnum í Póllandi. Samkvæmt nýju lögunum hefðu 27 af 72 dómurum neyðst til að fara á eftirlaun. Þeir hefðu þó með samþykki forseta landsins getað fengið leyfi til að starfa þremur árum lengur. Gagnrýnendur bentu á að dómstóllinn yrði ekki óháður þegar stjórnmálamenn gætu haft áhrif á störf hans. – ibs Úrskurður gegn dómaralögum sAMFÉLAG Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efna- hagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur mark- aður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf ein- hverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kóka- íns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar Eiturlyfjamarkaðurinn sá stöðugasti á Íslandi Ytri aðstæður í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa mikil áhrif á verð fíkniefna hér á landi. Hæg en örugg verðlækkun hefur verið á markaðnum síðustu tvo áratugina. Formaður SÁÁ segir mikið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Hass og gras Uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs í september 2018 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 30.9. 2018 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Amfetamín og kókaín Uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs í september 2018 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 30 .9 . 20 18 grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömu- leiðis á. sveinn@frettabladid.is Gestir á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Circle stungu saman nefjum á göngum Hörpu í gær. Meðal þátttakenda er utanríkisráðherra Japans, Tarō Kōno, sem flutti ávarp við opnunarathöfnina. Það gerði einnig Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ráðstefnuna sitja um tvö þúsund manns frá yfir fimmtíu löndum, meðal annars Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Evrópusambandið á einnig háttsetta fulltrúa í fyrsta sinn. FRéttaBlaðið/SigtRygguR aRi þjÓNustA Fyrirtækið Prime Tours hefur hætt allri akstursþjónustu fatlaðs fólks fyrir Strætó. Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins. Skiptastjóri þrotabúsins tilkynnti þetta í gær. Prime Tours var tekið til gjald- þrotaskipta 3. október. Hjörleifur Harðarson, annar eigenda fyrir- tækisins, sagðist í samtali við Frétta- blaðið tveimur dögum síðar vonast eftir kraftaverki og að akstri yrði haldið áfram. Fimmtán undirverktakar Strætó fóru í vinnustöðvun vegna áfram- haldandi notkunar á bílum Prime Tours sem starfrækti tuttugu bíla. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði í gær að viðskiptavinir þyrftu líklega ekki að hafa áhyggjur af þjónustu um helgina en að gera mætti ráð fyrir skertri þjónustu næsta mánu- dag þegar bílar Prime Tours detta út. – gar Ekki kraftaverk hjá Prime Tours Heimild: SÁÁ 2 0 . o k t Ó b e r 2 0 1 8 L A u G A r D A G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -5 C 9 8 2 1 2 1 -5 B 5 C 2 1 2 1 -5 A 2 0 2 1 2 1 -5 8 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.