Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 12
Orlofssjóður BHM (OBHM) óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir
um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið
2019. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og
öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir a.m.k. 6
til 8 manns í gistingu.
Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á
obhm@bhm.is
Gott væri að fram kæmu upplýsingar um staðsetningu, byggingarár,
ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð.
ÁTT ÞÚ ORLOFSHÚS SEM
ÞÚ VILT LEIGJA?
Tæ kn i Samfélagsmiðlarisinn
Facebook tilkynnti í gær um að Nick
Clegg, fyrrverandi varaforsætisráð-
herra Bretlands og formaður Frjáls-
lyndra demókrata, hefði verið
ráðinn yfirmaður heimsmála- og
samskiptateymis fyrirtækisins.
Líklega mun Clegg hafa nóg á sinni
könnu, enda hafa hneykslismál sem
tengjast meðferð persónulegra upp-
lýsinga, falsfréttum og afskiptum
af kosningum gert stjórnendum
Facebook lífið leitt að undanförnu.
Clegg var varaforsætisráðherra
í samsteypustjórn Frjálslyndra
demókrata og Íhaldsflokksins frá
2010 til 2015 undir forsæti Davids
Cameron. Hann sagði af sér for-
mennsku í flokknum eftir kosningar
2015 þegar flokkur hans tapaði 49
þingsætum og fékk einungis átta.
Að því er kom fram í umfjöllun
Reuters um ráðninguna í gær er
Clegg háttsettasti evrópski stjórn-
málamaðurinn til þess að taka
nokkurn tímann við forystuhlut-
verki í tæknifyrirtæki í hinum svo-
kallaða Kísildal í Kaliforníu.
Facebook sagði að forstjórinn
Mark Zuckerberg og framkvæmda-
stjórinn Sheryl Sandberg hefðu
bæði verið viðriðin ráðningarferlið.
Viðræður við Clegg hefðu hafist í
maí.
„Fyrirtæki okkar er á mikilvægri
vegferð. Áskoranirnar sem við
stöndum frammi fyrir eru alvarleg-
ar og augljósar. Nú sem aldrei fyrr
þurfum við á nýjum sjónarmiðum
að halda,“ sagði í tilkynningunni.
Clegg sagði í yfirlýsingu á Face-
book, skiljanlega, að hann vonaðist
til þess að reynsla hans kæmi að
góðum notum í þessu nýja hlut-
verki. „Á starfsævi minni í störfum
fyrir almenning hef ég aldrei skorast
undan erfiðum og umdeildum verk-
efnum og því hlutverki að miðla
upplýsingum um gang mála til
almennings,“ sagði Clegg. – þea
Ráða fyrrverandi
varaforsætisráðherra
Facebook hefur ráðið Bretann Nick Clegg. NordiCphotos/AFp
Á starfsævi minni í
störfum fyrir
almenning hef ég aldrei
skorast undan erfiðum og
umdeildum verkefnum.
Nick Clegg, fyrrverandi
varaforsætisráðherra Bretlands
indland Að minnsta kosti 50 fór-
ust og 200 slösuðust þegar lest skall
á hópi fólks nærri Amritsar í ind-
verska ríkinu Punjab. BBC greindi
frá þessu og hafði eftir lögreglu og
sjónarvottum á svæðinu. Fórnar-
lömbin stóðu nærri lestartein-
unum og voru að fylgjast með fagn-
aðarlátum vegna dusshera, hátíðar
í hindúasið. Þar sáu fórnarlömb
líkneski djöflakonungsins Ravana
brenna. Líkneskið var fullt af litlum
flugeldum og heyrðu viðstaddir því
ekki í lestinni nálgast.
Samkvæmt BBC höfðu skipu-
leggjendur hátíðarhaldanna beint
þeim tilmælum til viðstaddra að
bakka örlítið frá líkneskinu, í átt
að lestarteinunum, fáeinum andar-
tökum áður en slysið varð.
Amarinder Singh, æðsti ráðherra
Punjab-ríkis, sagði að slysið væri
gríðarlegur harmleikur. Yfirvöld á
svæðinu gerðu nú allt sem þau gætu
til þess að aðstoða þá sem slösuðust.
„Ég hef beint þeim tilmælum til
ríkisstjórnarinnar að gera allt sem
í hennar valdi stendur til að tryggja
að hinir slösuðu fái bestu meðferð
sem kostur er á.“ – þea
Tugir fórust
í lestarslysi
Suður-kórea Bandaríkin og Suður-
Kórea hafa aflýst stærðarinnar her-
æfingu sem átti að fara fram á Kóreu-
skaga síðar á árinu. Frá þessu greindi
Dana W. White, upplýsingafulltrúi
bandaríska varnarmálaráðuneytis-
ins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni
er þær viðræður sem ríkin eiga nú í
við einræðisríkið Norður-Kóreu
er miða meðal annars að því að fá
Norður-Kóreu til þess að losa sig við
kjarnorkuvopn sín.
Um árlega sameiginlega her-
æfingu er að ræða sem gengur undir
nafninu Vigilant Ace. White sagði
ákvörðunina mikilvæga svo að „sem
bestu möguleikar væru á að árangur
næðist af viðræðuferlinu“. Líklega
mun aflýsingin kæta Kim Jong-un
einræðisherra en stjórn hans hefur
ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á
slíkum æfingum.
White sagði að varnarmálaráð-
herrar ríkjanna tveggja, Banda-
ríkjamaðurinn James Mattis og
hinn suðurkóreski Song Young-
moo, væru þó staðráðnir í því að sjá
til þess að hersveitir ríkjanna væru
til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að
halda nánu sambandi og samstarfi
og að leggja mat á hvenær yrði ráðist
í frekari heræfingar,“ sagði White og
bætti því við að Mattis hefði rætt við
Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra
Japans, um ákvörðunina og að þeir
hefðu tjáð hvor öðrum skuldbind-
ingu sína til þess að tryggja öryggi
þessa heimshluta.
Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu
sem heræfingum er aflýst vegna
viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní
hættu Bandaríkin við hina svoköll-
uðu Freedom Guardian æfingu eftir
að Donald Trump Bandaríkjaforseti
tjáði sig um vanþóknun sína á her-
æfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði
æfingarnar bæði ögrandi og fok-
dýrar, en ummælin féllu eftir leið-
togafund hans með Kim í Singapúr.
Norður-Kórea hefur áratugum
saman mótmælt stórum heræfing-
um Suður-Kóreu og Bandaríkjanna
á skaganum og hafa einræðisherrar
ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu
að búa sig undir innrás. Bandaríkin
hafa þó alla tíð haldið því fram að
æfingarnar séu haldnar í varnarskyni.
Séu nauðsynlegar til þess að tryggja
öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar
sem stafar af Norður-Kóreu.
Einræðisríkið réðst inn í Suður-
Kóreu og var sú innrás upphaf
Kóreustríðsins. Bandaríkin komu
Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt
friður hafi komist á að lokum var
formlegur friðarsáttmáli aldrei
undirritaður. Undirritun slíks sátt-
mála er á meðal þess sem leiðtogar
ríkjanna þriggja hafa rætt um í við-
ræðum sín á milli á þessu ári.
thorgnyr@rettabladid.is
Slá heræfingum sínum á frest
Bandaríkin og Suður-Kórea hætta við heræfingar. Ástæðan er viðræðurnar við Norður-Kóreu en einræðis-
ríkið hefur ítrekað lýst yfir andúð sinni á æfingunum. Ekki í fyrsta sinn á árinu sem heræfingu er aflýst.
Fokdýrar herþotur sveima yfir Kóreuskaga í Vigilant Ace heræfingunni sem haldin var á síðasta ári. NordiCphotos/AFp
50
hið minnsta fórust
í slysinu og 200 særðust.
2 0 . o k T ó b e r 2 0 1 8 l a u G a r d a G u r12 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
2
0
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
1
-7
F
2
8
2
1
2
1
-7
D
E
C
2
1
2
1
-7
C
B
0
2
1
2
1
-7
B
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
1
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K