Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 12

Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 12
Orlofssjóður BHM (OBHM) óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið 2019. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir a.m.k. 6 til 8 manns í gistingu. Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á obhm@bhm.is Gott væri að fram kæmu upplýsingar um staðsetningu, byggingarár, ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð. ÁTT ÞÚ ORLOFSHÚS SEM ÞÚ VILT LEIGJA? Tæ kn i Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráð- herra Bretlands og formaður Frjáls- lyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. Líklega mun Clegg hafa nóg á sinni könnu, enda hafa hneykslismál sem tengjast meðferð persónulegra upp- lýsinga, falsfréttum og afskiptum af kosningum gert stjórnendum Facebook lífið leitt að undanförnu. Clegg var varaforsætisráðherra í samsteypustjórn Frjálslyndra demókrata og Íhaldsflokksins frá 2010 til 2015 undir forsæti Davids Cameron. Hann sagði af sér for- mennsku í flokknum eftir kosningar 2015 þegar flokkur hans tapaði 49 þingsætum og fékk einungis átta. Að því er kom fram í umfjöllun Reuters um ráðninguna í gær er Clegg háttsettasti evrópski stjórn- málamaðurinn til þess að taka nokkurn tímann við forystuhlut- verki í tæknifyrirtæki í hinum svo- kallaða Kísildal í Kaliforníu. Facebook sagði að forstjórinn Mark Zuckerberg og framkvæmda- stjórinn Sheryl Sandberg hefðu bæði verið viðriðin ráðningarferlið. Viðræður við Clegg hefðu hafist í maí. „Fyrirtæki okkar er á mikilvægri vegferð. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru alvarleg- ar og augljósar. Nú sem aldrei fyrr þurfum við á nýjum sjónarmiðum að halda,“ sagði í tilkynningunni. Clegg sagði í yfirlýsingu á Face- book, skiljanlega, að hann vonaðist til þess að reynsla hans kæmi að góðum notum í þessu nýja hlut- verki. „Á starfsævi minni í störfum fyrir almenning hef ég aldrei skorast undan erfiðum og umdeildum verk- efnum og því hlutverki að miðla upplýsingum um gang mála til almennings,“ sagði Clegg. – þea Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra Facebook hefur ráðið Bretann Nick Clegg. NordiCphotos/AFp Á starfsævi minni í störfum fyrir almenning hef ég aldrei skorast undan erfiðum og umdeildum verkefnum. Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands indland Að minnsta kosti 50 fór- ust og 200 slösuðust þegar lest skall á hópi fólks nærri Amritsar í ind- verska ríkinu Punjab. BBC greindi frá þessu og hafði eftir lögreglu og sjónarvottum á svæðinu. Fórnar- lömbin stóðu nærri lestartein- unum og voru að fylgjast með fagn- aðarlátum vegna dusshera, hátíðar í hindúasið. Þar sáu fórnarlömb líkneski djöflakonungsins Ravana brenna. Líkneskið var fullt af litlum flugeldum og heyrðu viðstaddir því ekki í lestinni nálgast. Samkvæmt BBC höfðu skipu- leggjendur hátíðarhaldanna beint þeim tilmælum til viðstaddra að bakka örlítið frá líkneskinu, í átt að lestarteinunum, fáeinum andar- tökum áður en slysið varð. Amarinder Singh, æðsti ráðherra Punjab-ríkis, sagði að slysið væri gríðarlegur harmleikur. Yfirvöld á svæðinu gerðu nú allt sem þau gætu til þess að aðstoða þá sem slösuðust. „Ég hef beint þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að hinir slösuðu fái bestu meðferð sem kostur er á.“ – þea Tugir fórust í lestarslysi Suður-kórea Bandaríkin og Suður- Kórea hafa aflýst stærðarinnar her- æfingu sem átti að fara fram á Kóreu- skaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega her- æfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráð- herrar ríkjanna tveggja, Banda- ríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young- moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbind- ingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svoköll- uðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á her- æfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fok- dýrar, en ummælin féllu eftir leið- togafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfing- um Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður- Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sátt- mála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í við- ræðum sín á milli á þessu ári. thorgnyr@rettabladid.is Slá heræfingum sínum á frest Bandaríkin og Suður-Kórea hætta við heræfingar. Ástæðan er viðræðurnar við Norður-Kóreu en einræðis- ríkið hefur ítrekað lýst yfir andúð sinni á æfingunum. Ekki í fyrsta sinn á árinu sem heræfingu er aflýst. Fokdýrar herþotur sveima yfir Kóreuskaga í Vigilant Ace heræfingunni sem haldin var á síðasta ári. NordiCphotos/AFp 50 hið minnsta fórust í slysinu og 200 særðust. 2 0 . o k T ó b e r 2 0 1 8 l a u G a r d a G u r12 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -7 F 2 8 2 1 2 1 -7 D E C 2 1 2 1 -7 C B 0 2 1 2 1 -7 B 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.