Fréttablaðið - 20.10.2018, Side 25
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram frum-varp um lögleiðingu og reglu-
væðingu kannabisefna á Alþingi á
síðasta ári. Að sögn Pawels fól frum-
varpið í sér að framleiðsla, sala og
neysla á kannabisefnum hefði orðið
heimil fyrir þá sem væru orðnir 20
ára. Heimilt yrði „að reka sérversl-
anir með kannabis og kannabis-
veitingastaði, þar sem neysla áfengis
væri óheimil. Allar vörur þyrfti að
selja í einlitum umbúðum með ein-
faldri innihaldslýsingu og heilsuvið-
vörun. Allar auglýsingar yrðu bann-
aðar. Innheimt yrði gjald, miðað við
THC-grömm.“
Í samtali við Fréttablaðið segir
Pawel að honum finnist rangt að
setja fólk á sakaskrá fyrir minni
háttar fíkniefnabrot. Því eigi að
hætta. „Þegar áfengisbanninu var
aflétt var farin leið lögleiðingar og
reglusetningar. Það var ekki ákveð-
ið að afglæpavæða áfengi, það er að
leyfa neyslu en banna sölu og fram-
leiðslu. Það eru til árangursríkar for-
varnir, það er til dæmis hátt verð,
aldursmörk, aðgengistakmarkanir.
Ekkert af þessu stendur raunveru-
lega til boða án þess að lög gildi um
framleiðslu, sölu og neyslu.“
Aðspurður um hvort hið svo-
kallaða „stríð gegn fíkniefnum“ sé í
raun tapað, til að mynda í ljósi lög-
leiðingar í Kanada og Bandaríkjun-
um, segir Pawel að stríðið hafi hug-
myndafræðilega gengið út á tvennt.
Annars vegar að auka kostnað og
áhættu framleiðenda með banni og
þungum refsingum og hins vegar
að reyna að forða fólki frá neyslu
með því að hóta fangelsisrefsingu.
Pawel segist halda að fullyrða megi
að hvorugt hafi tekist mjög vel.
„En jafnvel þótt það myndi draga
eitthvað úr heildarneyslu þá verð-
um við að spyrja okkur hvort allir
þeir einstaklingar sem við refsum og
fangelsum og drepum í þessu stríði,
hvort það sé ekki allt of hár fórnar-
kostnaður þegar kemur að því að
tækla eitthvað sem í grunninn er
lýðheilsumál.“
En er yfirhöfuð hægt að vinna stríð
gegn fíkniefnum?
„Það er spurning. Singapúr hefur
ákveðið að refsa neytendum og
seljendum mjög harkalega, með
löngum fangelsisrefsingum og jafn-
vel dauðadómi. Þeir vilja meina
að fáir neyti fíkniefna þar í landi
samanborið við til dæmis Vestur-
lönd. En það er spurning, myndum
við vilja fara þá leið, myndi okkur
líða vel með þannig nálgun sið-
ferðislega, að drepa fólk sem reynir
að flytja inn fíkniefni, til dæmis?“
Pawel segist vera á þeirri skoðun
að það sé kominn tími til þess að
Ísland stígi sama skref og Úrúgvæ,
Kanada og ýmis ríki Bandaríkjanna.
Það sé hins vegar ekki háð því sem
gerist í öðrum löndum. „En eftir því
sem fleiri lönd bætast við þá er auð-
veldara að benda á fordæmi, skoða
reynslu annarra og eiga yfirvegaða
umræðu um þessi mál.“
Að mati Pawels þokast hins
vegar lítið í þessa átt á Íslandi og
engin bylting blasir við. „Lögreglan
hefur afskipti af fólki, refsar og
setur á sakaskrá sem aldrei fyrr.
Ríkisstjórnin hefur ekki kynnt
nein mál sem gefa til kynna
að hún hafi raunverulega í
hyggju að skipta um kúrs.
Þrír af hverjum fjórum eru
enn á móti lögleiðingu.
En stundum geta sam-
félagsleg viðhorf breyst
hratt hér á landi.“
Samfélagsviðhorf geta breyst hratt
Íslendingar vilja
ekki lögleiðingu
Í könnun sem MMR gerði fyrir
tveimur árum kom skýrt fram
að tæp 80 prósent þjóðarinnar
voru mjög eða frekar andvíg
því að neysla kannabisefna yrði
gerð lögleg. Hins vegar sögðust
einungis rúm 20 prósent mjög
eða frekar fylgjandi.
Andstaðan var næstum algjör á
meðal þeirra sem eru 68 ára eða
eldri. 95,2 prósent þeirra sögðust
andvíg. Hins vegar sögðust 58,7
prósent yngsta hópsins, 18 til
29 ára, andvíg en 41,3 prósent
hlynnt.
Síðan þá hefur MMR ekki gert
fleiri kannanir um málið. Ekki er
hægt að fullyrða að staðan hafi
breyst. Sé horft aftur til könnunar
sem MMR gerði í nóvember 2011
má þó sjá að á þeim tíma sögðust
75,2 prósent mjög andvíg og 12,1
prósent frekar andvígt og hafði
því andstaða við lögleiðingu
dregist saman á meðan þeim
sem fylgjandi eru fjölgaði.
Úr lögum um
ávana- og fíkniefni
l Varsla og meðferð ávana- og
fíkniefna, sem talin eru upp í
6. gr. laga þessara, er óheimil
á íslensku forráðasvæði sam-
kvæmt því sem nánar segir í
4. mgr.
l Innflutningur, útflutningur,
sala, kaup, skipti, afhending,
móttaka, framleiðsla, tilbún-
ingur og varsla efna, er greinir í
1. og 2. mgr., er bannaður, með
þeirri undantekningu, sem
getur um í 3. mgr.
l Inn- og útflutningur, sala, kaup,
skipti, afhending, móttaka,
framleiðsla og varsla tækja,
hluta eða efna til notkunar við
ólöglega ræktun, framleiðslu
eða tilbúning ávana- og fíkni-
efna er bönnuð.
Þrír af hverjum fjórum
eru enn á móti lög-
leiðingu. en stundum
geta samfélagsleg við-
horf breyst hratt hér
á landi.
Pawel Bartoszek,
borgarfulltrúi Viðreisnar
Ólafur Þór Gunnarsson, þing-maður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður vel-
ferðarnefndar, segist ekki sjá nokkra
þörf á því að Íslendingar lögleiði
kannabis. „Ég held við séum hrein-
lega hvorki tilbúin né höfum þörf
fyrir þetta og held við ættum að stíga
afar varlega til jarðar,“ segir Ólafur
og bætir því við að telji Íslendingar
sig þurfa virk efni úr kannabis í
læknisfræðilegum tilgangi sé hægt
að framleiða það sérstaklega.
Hann segir að lögleiðing sé ekki
rétta leiðin til að varna því að börn
geti keypt kannabis af fíknefna-
sölum, líkt og forsætisráðherra
Kanada hefur nefnt sem rökstuðn-
ing fyrir lögleiðingu. Lögleiðing
geri vöruna sýnilegri og aðgengi-
legri fyrir fjöldann. „Ég held að það
sé ekki leiðin. Á sama hátt og við
gátum fengið börn til að vera ekki
að reykja, gátum komið börnum til
þess að neyta áfengis í miklu minna
mæli en næstu kynslóðir á undan,
held ég að fræðsla sé rétta leiðin.
Þetta tókst allt með fræðslu. Þetta
tókst ekki með að fara með áfengi í
búðir eða leyfa sölu tóbaks í grunn-
skólum,“ segir Ólafur.
Að mati Ólafs er þörf á því sama
nú, fræðslu og samstilltu átaki.
„Það er því miður þannig að það er
gríðarlega mikið af áróðri þarna úti
um hvað kannabis sé hollt og gott.
Nánast bara á köflum greinar og
vefsíður um að þetta sé nánast jafn-
gott og grænmeti,“ segir Ólafur en
segir raunveruleikann sem blasi við
flestu heilbrigðisstarfsfólki og þeim
einstaklingum sem leiðst hafa út í
ofneyslu þeirra efna vera allt annan.
„Það er að segja raunveruleikinn
sem er sá að reglulegir kannabisnot-
endur komast miklu fyrr út í vand-
ræði með neysluna og afleiðingar
hennar en til dæmis reglulegir neyt-
endur áfengra drykkja.“
Ólafur segir að afglæpavæðing
neyslu sé fýsilegur kostur í þessu
samhengi. „Ég held að orka okkar
eigi annars vegar að fara í að eltast
við sölumenn og framleiðendur
og hins vegar að fræða neytendur
um skaðsemi efnanna. Þar á þungi
aðgerðanna að vera og í forvarnar-
skyni á að ræða við ungt fólk og
kenna því að kannabis sé ekki græn-
meti.“
Embætti landlæknis gaf út bækl-
ing fyrr á árinu þar sem bent var á
að viðskipti með efni sem skilgreind
hafa verið sem ávana- og fíkniefni
séu óheimil samkvæmt samningi
Sameinuðu þjóðanna um ávana- og
fíkniefni. „Þrátt fyrir alþjóðasamn-
inga um ólögmæti þessara efna hafa
sum lönd og fylki í Bandaríkjunum
breytt eigin lögum,“ segir í bækl-
ingnum.
Þótt engin skráð tilvik séu í
heiminum um dauðsföll af völdum
ofneyslu kannabis er ljóst, miðað
við efni bæklingsins, að neysla er
ekki skaðlaus. Til að mynda segir í
bæklingnum að mest rannsakaða
langtímaáhættan við neyslu kanna-
bisefna sé að efnin skerði þroska
heilans, þá sérstaklega heila ungra
neytenda. Með neyslu geti neyt-
andinn þróað með sér kvíðaástand
og ofsóknarbrjálæði.
„Ef einstaklingur reykir kann abis
nokkrum sinnum í mánuði eða
oftar mun minni hans, einbeiting og
námsgeta óhjákvæmilega takmark-
ast. Afleiðing reglubundinnar neyslu
veldur enn fremur minnkandi getu
til að tjá sig og skipuleggja fram
í tímann. Þetta þýðir einfaldlega
að nám og kannabisneysla er ekki
farsæl blanda,“ segir þar aukin-
heldur.
Samkvæmt því sem kemur
fram í bæklingnum getur neysla
kannabisefna á meðgöngu
sömuleiðis valdið fæðingar-
göllum, neysla veldur aukinni
hættu á alvarlegum öndunar-
færasjúkdómum og geðrösk-
unum, svo sem geðklofa.
í kannabis, getur mælst í blóði lengi
eftir neyslu. Sú mæling þarf því ekki
að þýða að viðkomandi ökumenn
hafi enn verið undir áhrifum.
CNN greindi frá því í sama mán-
uði, reyndar þann 20. apríl sem er
af mörgum talinn óformlegur dagur
kannabis, að glæpum hefði fjölgað
um fimm prósent frá 2013 til 2016
og ofbeldisglæpum um 12,5 prósent.
John Hickenlooper ríkisstjóri sagði í
viðtali við CNN að það væri ekki hægt
að kenna lögleiðingu kannabisefna
einni um þessa þróun. „Þetta er ein
stærsta samfélagslega tilraun undan-
farinna hundrað ára og við þurfum
öll að skoða málið með opnum hug.“
En afleiðingar lögleiðingar eru ekki
einungis neikvæðar. Samkvæmt töl-
fræði á vef hins opinbera í Colorado
eru skatttekjur af kann abisefnum
tæplega 840 milljónir Bandaríkja-
dala á síðustu tæplega fjórum árum.
Það samsvarar tæplega hundrað
milljörðum íslenskra króna. Þessir
peningar hafa til að mynda farið inn
í menntakerfið, í forvarnarstarf og í
heilbrigðiskerfið.
Í umfjöllun Forbes um rannsókn-
ina var haft eftir Andrew Freedman,
ráðgjafa um lögleiðingu, að skatt-
tekjur væru þó ekki aðalmálið. Það
skipti mun meira máli að fólk væri
ekki lengur handtekið og færi ekki
lengur á sakaskrá fyrir persónulega
vörslu og neyslu kannabis. Sagði
Freedman sömuleiðis að það myndi
taka lengri tíma að sjá raunveruleg
áhrif lögleiðingar.
ég held við séum hrein-
lega hvorki tilbúin né
höfum Þörf fyrir Þetta
og held við ættum að
stíga afar varlega til
jarðar.
Ólafur Þór Gunnarsson,
þingmaður Vinstri grænna
Engin þörf á lögleiðingu kannabisefna
n Mjög andvíg
n Frekar andvíg
n Frekar fylgjandi
n Mjög fylgjandi
57,7%
19,1%
14,5%
8,6%
Afstaða til lögleiðingar
Myndir af fagnaðarlátum kanad-
ískra kannabisáhugamanna má
finna á +Plús síðu Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +Plús er eingöngu
í Fréttablaðs-appinu eða í
PDF-útgáfu blaðsins sem er
aðgengileg á frettabladid.is.
+Plús
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 2 0 . o k T ó B e R 2 0 1 8
2
0
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
2
1
-A
1
B
8
2
1
2
1
-A
0
7
C
2
1
2
1
-9
F
4
0
2
1
2
1
-9
E
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
1
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K