Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 80

Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 80
Fróðleikur um MinecraftVissuð þið að? Snorri Páll Sindrason er fjögurra ára gamall. Hann á afmæli í janúar svo það styttist í að hann verði fimm ára. Hvað  heitir leikskólinn þinn, Snorri Páll? Hann heitir Engjaborg. Ég á marga vini þar. Heitir deildin þín eitthvað? Hún heitir Norðurengi. Það er besta deildin mín. Hvernig finnst þér mest gaman að leika inni? Við vini mína í bílaleik, þá förum við í keppni með bílana. En úti? Mér finnst skemmtilegast að leika úti í rennibrautinni og að fara í feluleik því mér finnst svo gaman að fela mig. Áttu systkini? Nei, en það er að koma lítill bróðir þegar ég á afmæli. Ég ætla að vera mjög góður við hann. Hefur þú farið í einhver ferða- lög? Já, til Akureyrar. Þá förum við í göngutúr og sund og á leikvöll. Ég hef líka farið í dýragarð á Spáni og hélt á páfagauk á hendinni. Hvað er skemmtilegast við ferða- lög? Að hlusta á tónlist í bílnum. Ég hlusta á Vaiana, lögin eru svo skemmtileg. En hvað er leiðinlegast? Þegar við erum lengi í bílnum og mér verður illt í maganum. Hefur þú einhvern tíma siglt á bát? Nei, ég hef ekki siglt á bát en ég hef farið í heimsókn í bátinn til afa. Ég fékk súkkulaðikex. Er einhver sögupersóna í uppá- haldi hjá þér? Mér finnst Hans og Gréta mjög skemmtileg af því að í sögunni kemur norn. Hvað langar þig að gera þegar þú verður stór? Mig langar að vera ljósmyndari þegar ég verð stór. Mig langar líka að vera strætóbílstjóri því þeir keyra fólk.  Mest gaman í bílaleik og fara í keppni með bílana Snorra Pál Sindrason langar að verða ljós- myndari þegar hann verður stór og líka strætóbílstjóri því þeir keyra fólk.   Hans og Gréta eru uppáhaldssögupersónur hjá Snorra Páli. Fréttablaðið/Eyþór Í Barnabókaflóðinu í Norræna hús- inu er hægt að taka þátt í: l Búningaleik l Vegabréfagerð l Stórborgarpúsli l Sögupersónugerð l Ljóðagerð l Upplestri l Flöskuskeytisgerð l Spurningakeppni l Slökun Flöskuskeyti sem fannst í maltflösku. Smá fróðleikur fyrir þá sem ekkert vita um Minecraft: l Minecraft er einn af vinsælustu tölvuleikjum heimsins. l Það var Svíinn Markus Persson sem bjó hann til. l Fyrsta stóra útgáfan kom út 11. nóvember 2011. l Árið 2013 hafði hann selst í meira en 30 milljón eintökum. l Spilarinn vinnur innan þrívídd- arheima sem eru skapaðir úr miklum fjölda af mynstruðum kubbum. l Mynstrin tákna mismunandi efni, svo sem mold, steina, járn, demanta, vatn og trjáboli. l Kubbarnir hafa ákveðna eigin- leika eftir mynstri, moldar- kubba er til dæmis hægt að nota til að rækta ýmsar plöntur sem gefa afurðir. l Spilarar geta safnað afurðum og notað þær til að smíða verkfæri og vopn. l Verkfærin eru misgóð eftir efnum, þau veikustu eru úr viði en sterkustu úr demöntum. Konráð á ferð og flugi og félagar 323 „Jæja þá, tvær sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. Konráð horfði á gáturnar. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessar sudoku gátur hraðar en Kata? ? ? ? 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r44 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð krakkar 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 1 -A 1 B 8 2 1 2 1 -A 0 7 C 2 1 2 1 -9 F 4 0 2 1 2 1 -9 E 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.