Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 80
Fróðleikur um MinecraftVissuð þið að?
Snorri Páll Sindrason er fjögurra ára
gamall. Hann á afmæli í janúar svo
það styttist í að hann verði fimm
ára.
Hvað heitir leikskólinn þinn,
Snorri Páll? Hann heitir Engjaborg.
Ég á marga vini þar.
Heitir deildin þín eitthvað? Hún
heitir Norðurengi. Það er besta
deildin mín.
Hvernig finnst þér mest gaman að
leika inni? Við vini mína í bílaleik,
þá förum við í keppni með bílana.
En úti? Mér finnst skemmtilegast að
leika úti í rennibrautinni og að fara
í feluleik því mér finnst svo gaman
að fela mig.
Áttu systkini? Nei, en það er að
koma lítill bróðir þegar ég á afmæli.
Ég ætla að vera mjög góður við
hann.
Hefur þú farið í einhver ferða-
lög? Já, til Akureyrar. Þá förum við
í göngutúr og sund og á leikvöll. Ég
hef líka farið í dýragarð á Spáni og
hélt á páfagauk á hendinni.
Hvað er skemmtilegast við ferða-
lög? Að hlusta á tónlist í bílnum.
Ég hlusta á Vaiana, lögin eru svo
skemmtileg.
En hvað er leiðinlegast? Þegar við
erum lengi í bílnum og mér verður
illt í maganum.
Hefur þú einhvern tíma siglt á bát?
Nei, ég hef ekki siglt á bát en ég hef
farið í heimsókn í bátinn til afa. Ég
fékk súkkulaðikex.
Er einhver sögupersóna í uppá-
haldi hjá þér? Mér finnst Hans og
Gréta mjög skemmtileg af því að í
sögunni kemur norn.
Hvað langar þig að gera þegar þú
verður stór? Mig langar að vera
ljósmyndari þegar ég verð stór. Mig
langar líka að vera strætóbílstjóri
því þeir keyra fólk.
Mest gaman
í bílaleik
og fara í keppni
með bílana
Snorra Pál Sindrason langar að verða ljós-
myndari þegar hann verður stór og líka
strætóbílstjóri því þeir keyra fólk.
Hans og Gréta eru uppáhaldssögupersónur hjá Snorra Páli. Fréttablaðið/Eyþór
Í Barnabókaflóðinu í Norræna hús-
inu er hægt að taka þátt í:
l Búningaleik
l Vegabréfagerð
l Stórborgarpúsli
l Sögupersónugerð
l Ljóðagerð
l Upplestri
l Flöskuskeytisgerð
l Spurningakeppni
l Slökun
Flöskuskeyti sem fannst í maltflösku.
Smá fróðleikur fyrir þá sem ekkert
vita um Minecraft:
l Minecraft er einn af vinsælustu
tölvuleikjum heimsins.
l Það var Svíinn Markus Persson
sem bjó hann til.
l Fyrsta stóra útgáfan kom út 11.
nóvember 2011.
l Árið 2013 hafði hann selst í
meira en 30 milljón eintökum.
l Spilarinn vinnur innan þrívídd-
arheima sem eru skapaðir úr
miklum fjölda af mynstruðum
kubbum.
l Mynstrin tákna mismunandi
efni, svo sem mold, steina, járn,
demanta, vatn og trjáboli.
l Kubbarnir hafa ákveðna eigin-
leika eftir mynstri, moldar-
kubba er til dæmis hægt að nota
til að rækta ýmsar plöntur sem
gefa afurðir.
l Spilarar geta safnað afurðum og
notað þær til að smíða verkfæri
og vopn.
l Verkfærin eru misgóð eftir
efnum, þau veikustu eru úr viði
en sterkustu úr demöntum.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
323
„Jæja þá, tvær sudoku
gátur,“ sagði Kata
glottandi. „Nú er ég orðin
svo góð í að leysa sudoku
gátur að við skulum koma
í kapp um hver verður
fyrstur til að leysa þær,“
bætti hún við. Konráð
horfði á gáturnar. „Allt í
lagi,“ sagði hann. „Til er
ég.“ Lísaloppa var líka
góð í að leysa sudoku
gátur svo hún var alveg
til í keppni. „Við glímum
öll við þær báðar og þá
kemur í ljós hversu klár þú
ert orðin,“ sagði hún. „Allt
í lagi,“ sagði Kata. „En ég
vara ykkur við, ég er orðin
mjög klár,“ sagði hún
montin.
Heldur þú að þú getir leyst þessar sudoku gátur hraðar en Kata?
?
?
?
2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r44 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
krakkar
2
0
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
2
1
-A
1
B
8
2
1
2
1
-A
0
7
C
2
1
2
1
-9
F
4
0
2
1
2
1
-9
E
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
1
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K