Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 4

Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 4
10 Þróttur Alheimsleikarnir í Antwerpen. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, gat Rróttur þess í 7. tbl. f. árs, að æskilegt væri — fyrst eigi gat orðið úr þátttöku vorri í Ólympiu- leikjunum, að þessu sinni — að vér sendum þrjá eða fjóra menn á þessa alheimsleiki í Antwerpen, til þess að kynna sér hinar ýmsu íþióttagreinir, sem þar er kept í. Stjórn íþróttasambands íslands (í S í.) tók þetta til athugunar og komst að þeirri niður- stöðu, að hægt mundi að senda tvo menn á þetta alheimsmót, en eigi fleiri vegna fjárskorts. Var þetta ákveðið á stjóinarfundi I. S. í. þann 28. júlí, og urðu þeir: Ólafur Sveinsson vélsetj- ari og ritstjóri þessa blaðs fyrir valinu. 1 för með þeim slóst Björn Jakobsson fimleikakennari. Hér fer á eftir ágrip af skýrslu þeirri er sendimennirnir sendu í. S. í. um utanför sína. ólympíuforin 1920. Við lögðum á stað héðan úr Reykjavík þann 5. ágúst kl. 7 síðdegis, með e/'s »SterIing« áleiðis lil Skotlands (Leith). Komum að morgni næsta dags til Vestmannaeyja. Fórum í land og frétt- um meðal annars, að Eyjaskeggjar hefðu í hyggju að bjóða knattspyrnumönnum úr Reykja- vík þangað á þjóðhátiðardegi þeirra, sem halda átti nokkru síðar. — [það var knattspyrnufé- lagið Víkingur, sem þeir kusu til þessarar far- ar. Keptu þeir tvisvar með sér, um miðjan ágústmánuð. Fyrri leikinn unnu Víkingar með 6 : 3, en seinni leikurinn varð jafntefli 3 : 3]. Þá sáum við Sundskála Eyjaskeggja og þótti okkur hann reisulegur, og mikill myndarbragur á ekki stærra kauptúni, að skáka þannig höf- uðstaðnum, — sem engann sundskála á. — íþróltamenn Eyjaskeggja eru hinir áliugasöm- ustu. Eru þar þrjú íþróltafélög og öll innan í. S. í. Frá Vestmanneyjum fórum við laust eftir hádegi — í ágætu veðri. Var svipmikil sjón að sjá suðurströnd landsins, þó útsýnið væri eigi sem bezt. — Þann 10. ágúst komum við til Leith kl. 3 að morgni, en komust eigi i land fyr en eftir hádegi, vegna rannsóknar á vegabréfum okkar. — Ekki átti að hleypa neinum Bolshivíkingum í land!! — I Úm kvöldið fórum við með hraðlestinni fil Newcast!es-on Tyne og þaðan til London morg- uninn eftir. — Dvöldum þar næsta dag Og fengum vegabréf okkar árituð af ræðismanni Belga. Fórum siðan að skoða borgina. Skoð- uðum meðal annars British Museum, Dýragarð- inn, hið fræga vaxmyndasafn Madame Tuss- aud’s, Hayde Park og fleiri þekta staði. •— "" Morgunin eftir (13. ág.) héldum við áfram ferðinni. Lögðum á stað með Dover-lestinni kl. 8,30 og komum til Dover kl 10.30 f. h. Stig' um þar á ferjuskip og komum til Ostende, sem er einn frægasti baðstaður í Norðurálfunm — kl. 2,45 eftir ágæta sjóferð. Héldum síðan með hraðlest um Bryssel til Antwerpen, oS komum þangað kl. 7,38 siðdegis. Vorum við svo heppnir að fá þegar herbergi á gistihúsi — (La Maszon Blanche, Rue du Pélican 34) — aðal-járnbrautarstöðina, og dvöldum við á þessu gistihúsi meðan við vorum í Anhverpen. Vorum við nú komnir á áfangastaðinn og hafði alt gengið að óskum. Opnunarliátíðin. Morgunin eftir (14. ág.) héldum við út á Leikvanginn (Stadion), að hitta forstöðumann Ieikjanna, Henry de Baillet Latour greifa, og skila honum erindisbréfi okkar. En hann var þá, ásamt öðrum stjórnarmönnum Ólympíuleik- anna við messu í dómkirkjunni, sem haldin var til minningar um fallna íþróttmenn í stríðinu. En þar sem aðal-opnunarhátíð leikanna átli a^ byrja eftir nokkrar klukkustundir, og við sáuni að eigi var hægt að ná tali af forstöðumanni leikanna, keyptum við okkur aðgöngumiða fyr- ir daginn, svo við mistum eigi af neinu. En er við vorum nýbúnir að kaupa aðgöngumiðana, hittum við forstöðumanninn. Tók hann okkur hið bezta og sagði okkur að koma daginn eftir að fá aðgöngumerki fyrir alla leikana, sem við og gerðum. — Var okkur skipað lil sætis í C- stúkunni, en hún var á vinstri hönd konungs- stúkunnar, en upp af blaðamanna-stúkunni. Par sat Ólympíunefndin og sendimenn erlendra ríkja. Var þar ágætis útsýni yfir allan leikvang- inn, og skamt þaðan voru endamörk skeið- brautarinnar. Annars voru aðgöngumerki okkar

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.