Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 5

Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 5
ÞftÓTTÍJá ii Iuuganga dauska llokksius. (Dökk-klædda konan á miðri myndinni, er hin þekta iimleikakenslukona M. Paul-Petersen). þannig, að við gátum alstaðar verið, nema á sjálfum leikvellinum. Klukkan tæplega 2 e. h. kom Albert Belga- konungur, drottning hans og synir þeirra tveir ^samt fylgdarliði. Var þeim fagnað hið bezta. ~~ Áhorfendur munu hafa verið um 30 þús- Undir. — í>á hófst skrúðganga þátttakenda inn ® leikvöllinn og tóku þátt í henni 1730 íþrótta- ftienn frá 27 þjóðum. Gengu þeir inn eftir staf- rófsröð, en Belgar þó síðastir. Flokkur Banda- rikjamanna var fjölmennastur, þá Svia; en iiokkur frá Chile -mönnum var fámennastur: þeir voru að eins tveir. — Mikið þólti koma til flokka Dana og Svía, etl þar gerðu fimleikakonurnar gæfumuninn. Moru þær prýðisvel klæddar; þær dönsku voru 1 ijósbláum litklæðum, en þær sænsku í dökk- ^láum og í hvítri treyju. Mátti glögglega sjá Kvað hinir góðu búningar þeirra fengu miklu aorkað, því mesta samúð höfðu þessir tveir flokkar, auk Fransmannanna er voru mjög glæsilega klæddir. Þeir voru í hvftum treyjum, bláum bryddingum. Hvítum' brókum, og hvíta kollhúfu á höfði með bláum dúski. — Fóru islenzku litirnir þeim vel. — Síðan gekk alþjóðanefnd Ólympíuleikanna fyrir konung. Kvaddi forstjóri leikanna sér hljóðs og óskaði að þessir VII. Ólympíuleikar mæltu fram fara. Leyfði konungur það með stultri ræðu. Gerðust þá mörg tíðindi í senn. Fyrst var dreginn að hún fáni Ólympíuleik- anna, er hann hvítur með fimm mismunandi litum hringjum i miðju, hlekkjuðum saman. — Eftir að konungur hafði tilkynt opnun leik- anna, kváðu við sjö fallbyssuskot, sem merki þess að hinir sjöundu Ólympíuleikar væru sett- ir, um leið sleptu hermenn, — er skipað höfðu sér fyrir framan fylkingar íþróttamanna eftir endilöngum vellinum — lausum 27 bréfdúfum úr tágkörfu, er þeir báru. Áttu dúfurnar að flytja skeyti um opnun leikanna, hver til sins lands. — I>á sungu 200 sænskir söngmenn, fyrst þjóð- söng Belga, en siðan »Hör os Svea«. Þar á eftir söng blandaður kór Belga — karla og kvenna — tvö lög. Var sá flokkur álíka stór og sá

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.