Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 13

Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 13
ÞRÓTTU R 19 Á Porláksmessu. Það sem eg ætla að segja frá, gerðist um j°l fyrir mörgum vetrum á Norðurlandi. Þenna vetur voru hörkur miklar og snjókyngi •^eiri en komið hafði í manna minnum. í sveitinni voru flestir bæir huldir í snjó og varð v'ða að grafa löng göng út frá bæjardyrum. Á bænum þar sem eg dvaldi, var snjór svo ttdkill að ljós var haft um daga, og snjógöng voru grafin út til vatnsbólsins, sem skaml var 1 burtu. Óslitin stórhríð hafði staðið í viku og hættu ser fáir út úr bænum nema vinnumaður að nafni Jón er hirti fénaðinn. Engin maður hafði ^omið af næstu bæjum, og engan gest hafði borið að garði um langan tíma, og var slíkt sjaldgæft. A Þorláksmessu morgun þegar Jón kom úr Ijárhúsunum, spyr húsfieyja hann hvort hríðin vaeri jafnsvört og áður. Sagði hann veður engu betra en vel fært hverjum karlmanni Allir vissu að húsfreyja var á hverjum degi að vonast eRir, að veðrið lægði, svo hægt væri að senda ' kaupstað fyrir jólin. í kaupstaðinn var hálf dagleið, og mátti því fara fram og aftur á ein- Utn degi ef rösklega var gengið og lagt af stað fyrir birtingu. Meðan hríðin batnaði ekkert Þótti engum gerlegt að senda mann í kaupstað, Þvi að mjög líklegt var að hann kæmi aldrei aftur. Húsfieyja vildi auðsjáanlega ekki biðja oeinn af kailmönnunum um að leggja í þessa hættuför, en allir vissu hversu leitt henni þótti að geta ekki gefið börnunum kerti eins og venja var, og verða án ýmsra hluta sem hún var vön að fá fyrir jólin. »Hefir ekki slormurinn minkað« spurði hús- freyja aftur. »Meiri stormur en í gærkvöldi« svaraði Jón °g strauk snjóbleytuna af andlitinu á sér. »Það er eins og hríðin aukist eftir því sem nær óregur jólunum«. »Húu tekur af jólagleðinni hér i bænum« sagði húsfreyja og gekk fram í eldhús. Jón hætti að skafa af sér snjóinn og varð hugsi. Svo gekk hann rakleitt í eldhúsið og segir húsfreyju, að sig langi til þess að fara í kaupstað fyrir hana, þó ekki væri nema til að na í kerli handa börnunum. Hún horfði á hann nokkra stund og sagði ekki neitt. Jón var enginn væskill. Hann var hár vexti og þrekinn um herðar, brjóstið var breitt og hendurnar sterklegar. Það mátti ganga að því vísu, að hann gat int það af hendi sem hann bauðst til að vinna. Hann var vanur hríðum og frosti. Því meir sem blés á móti því rösk- legar gekk hann fram. Það rann bardagablóð í æðum hans, og það gerði vart við sig í hverri mannraun. »Eg legg samstundis á stað« sagði Jón er hús- freyja svaraði ekki strax. »Skrifaðu það sem þú vilt að eg kaupi meðan eg tek fram skíðin mín«. Að svo mæltu fór hann burt. Húsfreyja sagði bónda sínum frá þessu, en hann latti. Þegar Jón hafði tekið fram skíðin sagði bóndi að ófært væri hverjum manni að leggja út í hriðina, og hann færi ekki með sínu leyfi. En Jón hélt fast við sinn keip og hélt áfram að búa sig. Þegar hann er albúinn fær húsfreyja honum blað um það sem hann eigi að kaupa og segir um leið, að hún vilji heldur vera án þess en að stofna lífi hans í hættu. Hann kvað ástæðulaust að óttast um sig og bjóst til ferðar. Allir heimamenn horfðu á hann þegjandi meðan hann batt á sig skíðin i bæjardyrunum. Skiðin voru löng og breið og hafði hann smið- að þau sjálfur. Langan broddstaf hafði hann í hendi og poka á baki með nokkru af vistum. Hann dró hettuna niður fyrir andlit sér og bað menn vel að lifa. Svo laust hann við skíðageisl- anum og hvarf út í hríðina. Við gerðum ráð fyiir að hann mundi kom- ast til kaupstaðarins fyrir myrkur og leggja af stað heimleiðis með birtunni næsta dag, ef alt gengi vel. Leiðin sem hann átti að fara var all erfið en hættulaus, nema á einum stað. Vegur- inn lá utan í fjalli og var þar gil eitt djúpt og breitt, er gekk út frá miðju fjallinu. Lá vegur- inn á gilbarminum, en einnig mátti fara annan veg hærra upp í hlíðinni, en hann var örðugri og lengri. Gil þetta hafði mörgum að bana orðið að vetrarlagi, en samt héldu menn upp- teknum hætti og fóru ætíð sömu leið, hvorl sem ljóst var eða dimt, og gengu á gilbarmin- um eins og vegurinn lá. Þegar menn sátu við snæðing um kvöldið var ekki um annað talað en Jón, og þótti sumum hann mundi nú reisa sér hurðarás um

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.