Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 9

Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 9
þróttur John Zander hlaupari. Þrótlur hefir áður minst þessa ágæta íþróttamanns Svía, og vill nú bæta hér nokkru við, um leið og vér birtum þessa mynd af hon- um, þar sem hann er að koma að markinu, eftir að hafa sett heims- met, sem kostað hefir mikla á- reynslu og æfingu. (Sjá Þrótt 1. árg. 4. og 5. tbl.) Fyrir tæpum tveimur árum hætti hann hlaupa- æfingum, og lét svo ummælt, að hann mundi eigi keppa oftar í hlaupum. — Var þá almenn sorg í Svíaveldi meðal íþróttamanna og iþróttavina. Regar hafinn var undirbnningur fyrir VII. Ólvmpíuleikana, skoruðu menn á hann að fara að æfa á ný. Tók hann því í fvrstu fálega, en lét þó tilleiðast fvrir fortölur vina sinna. Hann tók þátt í 1500 stikna hlaupinu. Komst í úrslitahlanpið, en gafst upp eftir að hafa hlaupið rúma tvo hringi. — Það var að heyra á Svíum, sem þeim kæmi þetta ekki alveg á óvart; þvi eigi hafði hann æft jafn rækilega og áður; eða þá er hann setti beims- metin árið 1917 og 1918. — J. Zander er fæddur 31. janúar 1890, og byrjaði að iðka hlaup árið 1907. Helztu met hans eruþessi: 1500 stikur á 3 min. 54,7 sek., 2000 st. á 5 mín, 31 sek. og 3000 st. á 8 mín. 33,1 sek. Eru þetta heimsmet. og þykir mest koma til 1500 stikna hlaupsins. Þá hefir hann hlaupið 1609 st. á 4 mín. 16,8 sek., 2 ensk- ar mílur á 9 mín. 17,1 sek., 3 enskar milur á 14 mín. 38,7 sek., og 5 rastir á 14 mín. 57,6 sek. og eru þetta sænsk met. Nokkuð hefir hann ritað um iþróttir í sænsk íþróttablöð, og gefið hefir hann út bók, sem heit- ir »Löpningar och Gáng«. Skal iþróttamönnum ráðlagt að lesa

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.