Þróttur - 15.12.1920, Blaðsíða 10
iö
Þróttur
íþróttafélag Reyk]avikur.
bókina, sem panta má hjá bókaverzlunum.
Það er ekki eingöngu að J. Z. hafi verið ágæt-
ur hlaupari, heldur hefir hann líka haft vit og
vilja á að leiðbeina þeim, sem hafa viljað feta
i fótspor hans.
Hann segir að menn eigi að æfa sig vel og
reglulega, og sitja sér eitthvert takmark að
keppa að. Menn eigi
að vera þolinmóðir þó
þeir nái eigi undireins
settu marki. — Hann er
einn þeirra manna sem
segir, að lífsstarf hvers
manns eigi að skipa önd-
vegið, en þar næst komi
áhugastörfin, — iþrótt-
irnar.
Líkamsíþróttir auka
starfsgleði mannsins, og
þó þær hefðu eigi annað
til síns ágætis, þá er það
svo mikils um vert, að
sjálfsagt er, að þvi sé
verulegur gaumur gef-
in. —
Það er stofnað 11. marz 1907 fyrir
forgöngu Andr. J. Bertelsen. Fyrsta
fimleikasýning félagsins var haldin
5. júní 1910 í Barnaskóla-portinu
hér, og þótti að vonum merkis við-
burður; en síðan hefir félagið hald-
ið fimleikasýningar árlega. —
Á allsherjarmótinu, sem hér var
háð 1911, hlaut sýningarflokkur
félagsins fyrstu verðlaun fyrir fim-
leika. Árið 1918 var fimm beztu
fimleikamönnum félagsins boðið
auslur á iþróttamót, sem haldið var
við Þjórsárbrú. —
Félagið hefir verið svo heppið að
hafa góða kennara og stjórnendur,
sem það má þakka gengi sitt og
vinsældir. — Nú eru um 300 karl-
ar, konur og börn í félaginu. í
vetur hefir félagið starfað í 6 deild-
um og komast færri að en vilja
vegna húsnæðisleysis.
Eitt af mestu áhugamálum félagsins er að
koma hér upp sæmilegu íþróttahúsi. Að vísu
á það mál enn langt í land, en að því mun
verða unnið smátt og smátt í framlíðinni, eftir
því sem efni og áslæður leyfa. — íþróttafélagar!
Munið húsbyggingarsjóðinn!
Fimleikaflokkur í. R. 1920.