Þróttur - 20.12.1922, Qupperneq 3
5. ár
ROTTUR
Reykjavík, 20. desember 1922. 7.—10. blað
Takið þá sem leik.
pegar til leiks kemur, eiga menn ætíö
tvo góða kosti fyrir höndum: aö vinna sig-
ur eða tapa drengilega. Sá, sem í leik legg-
ur sig ekki allan fram, en lætur arka að
auSnu hversu fer, hann er óverðugur leiks-
ins, og keppir ekki eins og góöum dreng
sæmir.
Allir leikir etja til kapps og allar íþrótt-
ir bjóða til erfiðis. Hvorttveggja grípur
menn föstum tökum, mótar hugsanir þeirra
og gefur þeim ákveðiö skap. Þaö er skap
íþróttamannsins.
Sá er ekki íþróttamaöur sem að eins
hleypur vegna verölauna, eöa sá, sem legg-
ur árar í bát, þótt hann beri lægra hlut,
eöa liörfar fyrir erfiðleikum. Þá menn
vantar liinn veigamesta eiginleika íþrótta-
mannsins, skapferli hans. Bn þaö er sú dá-
samlega livöt, að vinna verkið verksins
vegna, að þreyta hlaupið vegna áreynsl-
unnar og kappsins, aö fást við erfiðleik-
ana vegna erfiöleikanna sjálfra og þeirrar
gleði, sem fylgir trúnni á sjálfan sig, þeirri
trú, sem hver nýr sigur styrkir.
Hann keppir ekki vegna lofs eöa verð-
launa. Hann keppir af því, aö leikurinn
lieillar hann, dregur hann, lokkar liann.
Leikurinn geymir erfiðleika, sem knúast
í fang honum, og viðureignin freistar hans.
Temjið yður skap íþróttamannsins. Það
gefur sigur víðar en á leikvanginum. Horf-
ið ekki á erfiðleikana, sem böl og ólán.
Takið þá sem leik og fagnið þeim. þeir
gefa yður tækifæri til að leggja fram þrek-
ið og stálið, sem í yður býr. Takið þá sem
leik. Hugsið yður, að þér séuð að fást við
kappleik, sem engin áhrif hefir á efni yðar
eða störf, hvort sem þér vinnið eða tapið.
En gangið í leikinn eins og íþróttamaður-
inn, allur, óskiftur, hver taug og hver
vöðvi reiðubúinn að leggja á sig og duga
til liins ýtrasta; með skapi og vilja, sem
getur haldið uppi og borið að markinu
örmagna og uppgefinn líkama.
Margir hafa ímugust á að fást við alla
erfiðleika. Þá vantar leikeðli íþróttamanns-
ins. Það mundi gera þá hæfari til að bjarg-
ast, og kenna þeim að líta öðrum augum
á erfiðleikana. Bf auðvelt væri erfiðislaust
og vandkvæðalítið að lifa, þá væri lífið
einskis virði. Það væri byltingalaust, hugs-
unarlaust, bragðlaust og litlaust. Iívergi
væri dugnaður, hvergi vilji, hvergi skap
eða skarpskygni. pað mundi sitrælna og
visna, eins og jörð, sem vantar regn, því
að svo sem regnið er fyrir jörðina, svo
eru erfiðleikarnir fyrir mennina. Hvort-
tveggja gefur vöxt.
Verið ekki lausir á velli fyrir erfiðleik-
unum. Látið þá ekki skelfa yður. 1 hvert
skifti sem þeir koma, hefst aðeins nýr leik-
ur. Lífið er stærsti kappleikurinn, og lieim-
urinn stærsti leilrvangurinn. Gangið í leik-
inn með bardagagleði og skapi íþrótta-
mannsins, drengilegur, glaður, rólegur og
óskiftur, ætíð reiðubúinn að duga til hins
ýtrasta.