Þróttur - 20.12.1922, Síða 22

Þróttur - 20.12.1922, Síða 22
100 ÞRÓ T TUE Fimleikar með Grikkjum. Leikfimi er engin nýjung. Hún hefir verir við lýSi frá því sögur hófust, þótt hún hafi komiö fram í ýmsum myndum, eftir skapi og lifnaðarliáttum þjóðanna. í elsta menningarlandi lieimsins, Kína, hefir frá elstu tímum þekst fimleikakerfi, sem notað var til þess aö búa menn undir hernað og vopnaburð. Binnig hafa þar þekst fimleikaæfingar, sem notaðar hafa verið sem meðul viö ýmsum sjúkdómum. Prá Forn-Egyptum liafa komið ýmsar útskornar myndir, sem sýna menn við í- þrótta-iðkanir, svo sem glímu, hlaup, spjótkast og fleira. Bn Egyptar urðu aldr- ei atkvæða-íþróttamenn, sökum þess, að þegnarnir nutu lítils persónufrelsis, og gátu því ekki notið sín. Iíjá Grikkjum horfði alt öðru vísi við. Þar var persónulegt frjálsræði manna meira, enda var þjóðin öll bjartsýn og frjálsleg. Þar náðu fimleikarnir hámarki sínu. Þaðan er komið „gymnastik“, sem nú er alþjóðlegt orð. Það er komið af gríska orðinu „gymnos“, sem þýðir nak- inn. Þessu nafni kölluðu Grikkir þann þátt uppeldisins, sem menn iSkuðu klæðlausir. Grikkir töldu fagran vöxt og glæsilegan limaburð bera vitni um líkamlegan þroska, heilsu og dugnaS og það var takmark þeirra með uppeldinu. Grikkir þektu að vísu ýmsar íþróttir löngu áSur en þeir fóru aS nota þær sem þátt í uppeldinu eða kalla eina heild af þeim fimleika eða „gymnastik“, því aS í Illionskviðu Ilómers er lýst ýmsum íþrótt- um og fimleikum. í Spörtu kvaS mikiS að líksuppeldinu vegna þess að þar voru menn látnir iðka líkamsæfingar til þess ■ að gera þá hæfari til hernaSar. Enda mun engi þjóS, hvorki fyrr né síSar liafa komist eins langt og Spartverjar með það að gera alla þjóS- ina að harSsnúnum bardagamönnum. En þar var líka líkamsþroskunln færð út í öfgar og hin andlega mentun látin sitja á hakanum. Enda fór þeirn lítið fram meðan þjóðin í ööriun hlutum landsins tók hinum glæsilegustu framförum andlega og líkam- lega. I Aþenu gekk hin andlega og líkamlega framþróun jöfnum skrefum og aldrei hef- ir fimleikaiSkun sýnt betur en þar hver áhrif liún getur haft á framför heillar þjóSar. Það sem menn hafa ætíð undrast mest hjá Forn-Grikkjum var ekki hinn dæma- lausi fræknleiki og þol sem einstakir menn gátu sýnt, því þrekmiklir einstaklingar eru ekki sjaldséðir. ÞaS sem menn undrast og dáSst að er hversu öll þjóðin var samtaka í íþróttaiðkuninni. Vísindamenn, stjórnmálamenn og lög- vitringar sáu fljótt liver áhrif fimleikarnir höfSu á heilsufar og skap æskulýðsins. Ná- lega 800 árum fyrir Krist fæSing var í hverri borg í Grikklandi bygS sérstök hús til fimleikaiðkana. Að þessum stöSum flyktist fólkið og engir samkomustaðir voru fjölsóttari. Þarna var ekki einungis samkomustaður íþróttamanna, þarna var samkomustaður, lieimspekinga, ræðu- manna, stjórnmálamanna og fræSimanna, því aS allir voru íþróttamenn. Frá þessum stöSum fekk hin gríska menning vöxt sinn og viSgang og þeir voru taldir með hinum mikilvægustu stofnunum ríkisins. I samanburði við þær margbreyttu fim- leikaæfingar sem nú eru notaðar, eru æf- ingar Grikkja fáar og óbrotnar. Þeir þektu ekki hin mörgu áliöld sem nú eru notuS í hverjum fimleikaskóla. Þeir höfðu æfing- arnar ekki eins margbreyttar og nú er álitið nauSsynlegt til þess að menn verði ekki leiöir á þeim. En þrátt fyrir það var þeim

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.