Þróttur - 20.12.1922, Qupperneq 18
96
Þ R Ö T T U R
líka hitt, að við skekkjuna fer nokkuð af
framdrifsaflinu forgörðum — til liliðar viö
spjótið; kastlínan „brotnar' ‘, og verður
hraði líkamans, eftir aS spjótinu hefir ver-
ið „skilað“, því meiri en ella, og kastaran-
um hættir við að stíga yfir kastmörkin. —
Æfiö því mikið beinskeytni.
lengra fram, á sama fæti, en að stíga hin-
um niður, því oft vantar að eins 1—2
sentímetra. Sé hinum stigið niður, kostar
það vanalega talsvert lengra framstig —
og þá oft kastið.
Meðan verið er að læra kast-aðferSina,
eru hin ýmsu atriði æfð hvert í sínu lagi:
Mjög er áríðandi, að spjótinu sé slept
sem mjúklegast til flugsins, því allur titr-
ingur á því á leiðinni dregur úr kastinu;
því ríður á, að kappleikjaspjót séu stinn,
— æfingaspjót aftur á móti klökk. —
Líkaminn fellur áfram á eftir spjótinu,
ef rétt er að farið, en eigi má hægri fótur-
inn sleppa jörðu, fyr en það er flogið af
liendinni; er það mjög áríðandi. I fram-
falls-skrefinu, — framstigi hægra fótar —
er kastarinn kominn að kastmörkum og
verður því að stöðva sig þar; er það oft
mjög erfitt, jafnvel þótt notaðir séu gadda
skór, — en þeir eru mikil hjálp í öllum
atriðum kastsins, eins og í öðrum úti-
íþróttum. Ef framstígið í sjálfu skrefinu
er ekki nógu langt til þess að jafnvægi
náist, er lieldur hoppað aftur svolítið
Staðan, atrennan, afturdrátturinn og
kastið og ennfremur jafnvægisheimtan.
Lærist kastiS í heild sinni betur og fljót-
ar með því móti. Óhætt er flestum að kasta
12—15 köst 4—5 daga vikulega; lengdar-
köst eru að eins eins leyfð 1 daginn, og því
aS eins, að búið sé aS ná góðu lagi og ekk-
ert sé aö handleggnum og ekki fleiri en
6—8 köst hvert sinn. Allri æfingu — í
spjótkasti sem öðru — verSur að haga
mjög eftir einstaklingunum; er að einum
þetta og öðrum hitt, sem alt verSur aS lag-
ast með æfingunni: Sá, sem skortir á
kastlægnina og gengur illa að ná gallalaus-
um köstum, þarf að æfa mikiö liðug og létt
köst og köst á mark; sá, sem skortir at-
rennuhraða, þarf að æfa spretthlaup, —
ágætt að æfa með spjótiS í hendinni og!