Þróttur - 20.12.1922, Side 5

Þróttur - 20.12.1922, Side 5
ÞRÓTTUR 83 '£~ þeir hefSu átt að koma fram í ljómancli klæSum eða með marglita vængi við herS- ar sér og blómsveiga -um höfuð, til þess að samsvara dísunum sem á eftir koma, og ekki í ljóta svarta búningnum og meö hattkúfana, sem karlmenn nú bera. Place aux dames! Hér eru þær: fjórtán bláeygðar, gullhaddaðar ungar stúlkur í grá-bláum klæSum úr léttu Tyrkjatrafi (musselini) og samlitum sokkum. Þær eru berhálsa og berarma. Allar eru þær há- vaxnar, beinvaxnar og hreyfingamjúkar sem hind, svara sér vel, og glæsilegar til- sýndar. Aðdáanlegur yndisþokki er í hreyf- ingum þeirra. Þær líða áfram líkt og væri þarna hópur blárra hegra á leiðinni heim, á gljáðu hlífina, postulínskeriS, silkihjúp- inn og ríspappírsblævænginn, þar sem þeir, ásamt hvíta storknum, bambusnum, gull- blóminu og lótursblóminu, hafa lengi vakiS aSdáun vora og oss fundist þeir væru sálin sjálf í japanskri list. Hér eru kunningjar okkar frá Þingvöll- nm: glímumennirnir, og af því þeir eru glímutýgjaSir og' koma rétt á eftir dumb- bláu dísunum, minna þeir mig á „sweet bully Bottom“ vefarann, ástfanginn í Titaniu*. Sessunautur minn bendir á nafnalista á dagskránni og eg les: Anna, Ásta, Dóra, Cfuðríður, Guörún, Gyða, Jónína, Salóme, Sara, Sigríður og Stefanía; þetta eru nöfn- in á sumum fegurstu dætrnm Islands, og þær sem bera þessi nöfn hafa snjó á herð- um, rósir á kinnuxn, himin í augum og sól- skin á liöfSi. Nú kemur liver flokkurinn eftir annan, liver meS sinn félagsfána: fyrst koma gixlir bolir og hvítar buxur úr félaginu Armann, þá bláir bolir og' hvítar buxur úr félaginu Pram, þá svart- og hvítröndóttir bolir og #) Sbr. Shakespeare: A Midsummer Night’s Dream. —- pýð. svártar þuxur úr Reykjavíkur félaginu, grænir bolir og svartar buxur úr félaginu Valur, rauö- og svartröndóttir bolir og blá- ar buxur úr félaginu Víkingur. SíSast gengur skátaflokkur. paö er fögur skrúð- ganga og vér fylgjum lienni með augunum á leið hennar kringum hið afmarkaða svið. Sko, nú eru þeir komnir í kring og stefna beint aö oss rétt fram undan konungsstúk- unni. Þeir nema staöar í sjö rööum. Merk- isberarnir hneigja fána til líveðju og aílir lirópa í einu nífalt fjörugt húrra fyrir konungi og drotningu. HvaS heyri eg? Vissulega ekki „Ave Caesa.r, morituri te salutant!“; hér rétta ekki heldur þúsundir blóöþyrstra áliorf- enda út hendur með þumalinn niður og hrópa „drepið, drepið!“ Nei, hjá svo glaö- værum konungi, svo blíðri drotningu, svo vingjarnlegum mriga manns er víst ekki mikla hættu aö óttast fyrir þá ungu sveina og meyjar er nú standa djarfmannleg á leiksvæðinu. Það eru ekki líkur til aö vi5 sjáum nein víg, neina blóðuga viðureign þræla, glæpamanna og herfanga, er reknir séu meö oddi og eggju inn í hringinn, nein villudýr er rífi grannvaxna limina af bömum og meyjum, heyrum nein öskur, urr eða urg, óp eða stunur. Kristján kon- ungur er ekki líklegur til aö fylgja dæmi Kaligulu og kasta einhverjum af okkur saklausiun áhorfendum í Ijóns- eöa bjarn- arkjapta. Vér verðum heldur ekki vottar að nautavígi, þar sem leikarabúnir flein- vörpuðir æsa nautin með því að veifa að þeim rauðum kápum eða skjóta á þau skelfiflaugum og nautavígabarðar þeysa um á mögrum, blinduðum bykkjum, er sumar hafa iðrin úti eftir nautshornin og ti’oða á görnunum, sem þær draga eftir sér. Nei, hér eigum vér að njóta dýrðar Ólymps- vallar og sjá kept um það hver ber af öðr- um í yndisþokka.

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.