Þróttur - 20.12.1922, Qupperneq 34

Þróttur - 20.12.1922, Qupperneq 34
112 ÞRÓTTUR þjálfa sig einliliða veröa menn aS hafa fyrst þroskað allan líkamann jafnt. Hér koma nokkrar leiðbeiningar sem nauðsynlegt er að taka til greina viS sér- iðkanir sérstaklega en geta þó náö til allra sem vilja þjálfa sig á réttan hátt og lifa eftir heilbrigöum hætti. Þeir sem ekki hafa ástæður til að iðka fimleika geta notað eftirfarandi æfingar, sem skulu gerðar á morgnana. Hálsinn. Snúiö höföinu þrisvar til hvorr- hliðar með óbrotinni hreyfingu, ekki lin- lega. Beygja skal síöan höfuðiö fram og aftiu' jafnoft. Handleggirnir. Hafið í sitt hvorri hendi járn sem vega um eitt tvípund og rjettiö handleggina upp meö höfðinu 25 sinnum, bæta 5 við á hverri viku þar til náö er 50. ÚIfliðirnir. Haldið handleggjunum beint út meö járnin í höndunum og snúiö svo liöndunum, fyrst fram og svo aftur um 15 sek. Fingurnir. Menn standa á liöndum og tám með fæturnar beint út, hækka sig svo upp á fingurgómana og beyja sig tvisvar niður að gólfi og því oftar sem lengur er æft. Líkaminn á aö vera beinn og falla svo langt niður sem liægt er án þess aö koma við gólfið. Axlirnar. Sveifla skal handleggjunum í hring öðrum eöa báðum í senn, eða sveifla þeim báðum fram og aftur í liæð viö axl- irnar, minst 15 sek. Hryggurinn. Leggist á magann á gólfið, styðjið höndunum á mjaðmir og rísið svo upp eins langt og þér getið afturábak. Þetta endurtakist 5 sinnum. Standið upp, lyftið upp handleggjunum og beygið yður, með bein kné, fram og aftur, 5 sinnum. Siðurnar. Beygja og snúningur til hægri og vinstri með uppréttum handleggjum. Þrisvar til hvorrar hliöar. Maginn. a) Leggist á bakið, lyftið upp fótunum og sveiflið þeim í hring sitt til hvorrar hliðar nokkrum sinnum. b) Leggist á gólfið, festiö fæturna og' rísið svo upp með uppréttum handleggj- um og beinu baki þar til þér komist í sitj- andi stillingu, 5 sinnum. Lœrin. Standið á öðrum fæti, réttiö hinn fram og beygið 5 sinnum fótinn sem þér standið í. Leggir og fœtur. Til þess er bezt band- hopp (sippa) og dans. Mörgum mun sýnast að æfingar þessar taki langan tíma, en svo er ekki. Þegar menn eru orðnir þeim vanir er liægt að gera þær á skömmum tíma og röðina má muna þannig, aö byrjað er á hálsinuin haldið niður eftir og endað á fótunum. Farið hœgt af stað. Þó að menn hafi þjálfað sig að ein- hverju leyti að vetrinum og lialdið sér upp í vindinn, er nauðsynlegt aö byrja úti- íþróttirnar varlega að vorinu. Ilér á landi hagar nú svo til að sumarið kemur venju- lega seint og hrekkur skamt. Menn ættu því að venja sig af að bíða til sumars með liti-íþróttir, svo sem hlaup og köst, heldur iðka þaö aö vetrinum. Það er ekki miklum erfiðleikiun bundið, sérstaklega með hlaup, en það verður alveg nauðsynlegt að vetur- inn sé notaður hér líka ekki síður en sum- arið, ef nokkur árangur á að fást. Þjálfið yður varlega í fyrstu. Hlaupið ekki í fyrsta skifti svo að þér verðið ör- magna. Byrjið hægt og rólega en aukið erf- iðið eftir því sem þér æfið lengur og þér finnið yður hæfan til þess. Byrjið fljót- lega að hlaupa eftir sérstökum reglum. Þjálfið yður með alúð, hafið ákveðnar stundir til æfinga og látið enga falla úr. Það festir bæði líkamsþrekið og skapið.

x

Þróttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.