Þróttur - 20.12.1922, Side 17

Þróttur - 20.12.1922, Side 17
ÞRÓTTUR 95 hendinni, að þnmal- og vísifingur grípa um afturbrún vafningsins á þann hátt, aS sem bestur stuSningur verði að brúninni í kastinu, — það eru þeir, sem aðallega flytja aflið frá líkamanum til spjótsins; — fremstu kögglum hinna fingranna er haldið ofan á vafningum, — þeim aldrei gripið utan um spjótið — og liggur þaö í lægöinni milli þumalvöðvans og randarjaö- > arsins. pegar spjótinu er haldið þannig, sækir oddurinn niSur og halinn npp, og er jafnvægi spjótsins venjulega svo rétt, að óhætt er að lofa því að ráða sjálfu hall- anum, því oddurinn má vera 10—20 senti- metrum lægri en halinn í atrennunni. Stefna spjótsins er beint í kaststefnuna og vinkilrétt viS axlir kastarans, eða jafnvel ívið inn á viS (oddurinn til vinstri), en undir engum lcringumstæðum út á viS, og heldur ekki upp á við. I atrennunni, og al- veg þangaS til spjótiS er dregið aftur, liggur það laust í hendinni, en þá er gripiS hert, svo, að spjótiS sé sem stöSugast í meðferSinni. Þegar kastarinn er kominn í gott jafnvægi í þessari stellingu, „sækir hann í sig veðrið“ svo litla stund og byrj- ai- síðan atrennun-a, hægt fyrst 2—3 skref- in, en síSan eins hart og mögulegt er meS góSri stjórn og* jafnvægi á líkamanum, og með fremur stuttum og trítlandi skrefum; — jafnvægiS er þá betra og valdiS yfir hreyfingum. Þegar 5 skref eru eftir að kastlínunni er spjótið dregið aftur — beint aftur — yfir öxlina, rykklaust og liðlega, og um leið fettist líkaminn og vindst í mjöðmunum til hægri. Br afaráríSandi að liægja ekki á sér viS þetta. Afturhreyfingin byrjar um leiS og vinstri fæti er stigiS niS- ur; gera flestir þaS ósjálfrátt, — auðveld- ast þá. I enda þriSja skrefsins —- hægri fóturinn þá á jörðu — er handleggurinn beinn — alveg beinn — aftur og nú byrjar kastið, tafarlaust. Fóturinn (hællinn) er settur niSur af miklu afli, eins og til stökks; líkaminn réttur meS snöggum rykk; handleggurinn kreptur og síðan réttur fram og upp yfir öxlina og þétt ofan viS og fram með eyr- anu, — alt þetta meS svo skjótri svipan, aS virSist sem ein hreyfing — og spjótinu skotið í hér um bil 45 gráSa horni fram og upp á við, með öllu því afli og hraSa, sem líkaminn orkar. — Á hraSa og mýkt þessara hreyfinga byggist alt kastið svo að segja. Þær þurfa því aS renna hver inn í aSra og hver aS fylgja annari, eins og hinar ólíku hreyfingar vel smurðrar vélar; engin mistök, ekkert hik má eiga sér stað þarna. Hve lítið liik sem er, eySileggur kastið. — Rétt um leið og handleggurinn byrjar aS kreppast til kastsins, er vinstra fætinum stigið niður — nú dálítiS til vinstri liliSar viS atrennu — og kaststefn- una; verSur vel að gæta þess, aS þetta skref — og raunar öll skrefin eftir að byrjað er að draga spjótiS aftur — verSi ekki of langt; mörgum hættir til þess við fettuna — því með of löngum skrefum næst aldrei alt afliS í kastiS. paS er algeng- ur galli, að leita undan spjótinu (til vinstri) um leiS og byrjað er aS draga spjótiS aftur; en það er áríðandi, að at- rennan sé sem allra beinust, svo að full not verSi aS. Skal því hyggja vel aS þessu at- riði er æft er, og þess gætt, að venja sig ekki á þaS, eSa, ef á er komiS, af því. AS- eins kastskerfið sjálft má vera dálítiS á ská, til þess að gera líkamanum hægra meS aS fylgja kastinu eftir, því ef þaS væri tekiS beint af hinxun,mundi spyrna fremra (vinstra) fótarins verka of mikið upp á við og andstætt hinum, í stað þess aS vinna með honum aS fram- og upp-stefnunni í kastinu, og auk þess er erfitt að ná beinu kasti meS því móti. Skökk köst eru höfuð- synd spjótkastara, því þaS er ekki einasta að skekkjan dregst frá kastinu, — kastiS mælt hornrétt að kastmörkum — heldur

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.