Þróttur - 20.12.1922, Side 16

Þróttur - 20.12.1922, Side 16
94 ÞRÓTTUR Spjótkast. Sænska aðferðin. Eins og í flestum íþróttagreinum eru fleiri en „einn vegur, sem liggur til sálu- hjálpar" í spjótkasti. Ein aíSferð er >að þó, sem útbreiddust er, bæði meðal þjóSa og einstaklinga; sú aðferö er sænska aS- feröin. Er það talsvert eftirtektarvert, vegna þess, að á flestum sviðum öðrum út- rýma hinar nýrri aðferðir þcini eldri, — en sænska aðferðin er einmitt elst þeirra, sem nú eru notaðar. Ef til vill er þetta að •* einhverju leyti afleiðing þess, að sá maö- ur,1) sem jafnan sigraði í þessari íþrótt á Olympisku leikjunum, frá því hún var tek- in á leikskrána 1906, og þar til hann hætti að keppa, 1912, notaði þá aðferS, — enda var hann að nokkru leyti höfundur henn- ar. Annað er þaS þó aS líkindum, sem aSallega veldur þessu, sem sé það, að flest- ir, sem þekkingu hafa til að geta dæmt um, munu vera á einu máli um þaS, að sænska aSferSin sé sú aðferS, sem beinast liggur viS, og þess vegna auðlærðust flest- um. Flestir íþróttakennarar kenna „efn- um“ sínum fyrst þá aðferö; að eins eftir að búiS er aS þrautreyna hana árangurs- lítið, er tekiS til við aSrar aðferSir eða brugSiS út af hinni venjulegu, svo að hæfi kostum og göllum einstaklingsins. Þessar aörar aðferðir eru flestar annaS- hvort svo skyldar þeirri sænsku að varla geta talist nema afbrigöi, eða þá svo laus- ar og óákveSnar, að varla kasta tveir menn O Svíinn Erik Lemming; hann er hinn eini af nútíma-sigurvegurum Olympiuleikjanna, sem hlotnast heföi sá mikli heiSur að mega hafa andlit sitt á líkneski því, sem sigurvegar- ar fom-grísku Olympiuleikjanna máttu reisa sér á Stadion (leikvanginum); enginn mátti setja andlit sitt á myndina, fyr en hann haföi sigraS á þrennum Olympiuleikjum. eins,þótt báðir þykist nota sömu aSferð,svo að réttar væru nefndar einstaklingaaðferS- ir. Dæmi þess er aðferð heimsmeistarans Myyre. Hann varð fyrstur til aö taka upp það afbrigSi, sem nefnt hefir veriö síðan finska aðferðin, og með henni hefir hann náS svo góðum árangri, að enginn hefir staðið honum á sporSi í öllum heiminum; sýnir þetta, — og svo þaö, aS þeim öðrum, sem reynt hafa að taka upp sömu aSferð, liefir ekki tekist eins vel, — að Myyre hefir þarna fundið aSferS við sitt hæfi, sem al- veg óvíst er aS ráðlegt sé fyrir aöra aS taka upp, og alveg áreiðanlega er flestum miklu vandlæröari og ótamari en sænska aðferðin. Eins og sést á árangri Myyre, geta ein- staklinga-aðferðirnar veriS mjög góðar, ef þær eiga viS mánninn; eru auðvitað beztar, ef sú rétta finst, — en þaS er nú meinið, aö oftast eiga þær ekki við og eru að eins til tafar. Sænska aðferðin er aftur á móti viS hæfi flestra. Að árangri Myyre einum undanskild- um er árangur sá, sem náðst hefir meS sænsku aSferðinni engu síöri árangrum annara einstaklinga-kastaðferða. AstæSan til þess, að sænska spjótkasts- aðferSin heldur enn velli, er þá sú, að eng- in ákveðin aSferð hefir enn fundist, sem taki lienni fram í nokkru. Af þessum ástæðum, sem hér eru taldar — og fleirum — þykist eg því ekki þurfa að biSja afsökunar, þó eg lýsi aSeins sænsku aðferðinni (hægri handar kasti) í þessari grein. Ef til vill veröur tækifæri til aS minnast síSar á hinar. Kastarinn tekur sér stöðu 15—20 metra frá kastbrúninni og stendur beinn og sér sem eölilegast, með vinstri hendina niSur með hliSinni, en hægri hendinni er haldið rétt ofan viS hægri öxlina og lófanum snú- ið fram, og upp á við; er upphandleggur- inn þá lágréttur. SpjótiS hvílir þannig í

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.