Þróttur - 20.12.1922, Síða 15
ÞRÓTTUÍi
hálfuin hring, eins
og hvítur veggur,
og báru viS himin,
en glampar stóSu
af bláhvítum fann-
skjölclimum í sól-
'skininu. Vestast sátet
Langjökull, sem
sýndist renna sam-
an viS Hofsjökul.
Svo kom Tungna-
fellsjökull og loks
Yatnajökull, sem
teygöi sig til aust- |
urs, svo langt sem augað sá.
Innan í þessum jökulhring voru sand-
grá öræfi hvar sem litið var til austurs og
noröurs. Hvergi var gróður eða líf, en ó-
tal vötn blikuðu milli sandfjallanna og
stórar ár liðuðust eins og ljósir strengir
eftir dökkum sléttunum. Langt í burtu
glampaði á afarstórt vatn. paö var Þóris-
vatn, líklega stærsta vatn á landinu. Milli
Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls sást eins
og svartur blettur. Þar er YonarskarS, og
Vatnajökulsvegur, gömul leiö milli Suö-
urlands og Norð-Austurlands.
Loftið var svo lireint, móðulaust og stilt.
að eg hefi aldrei notið svo dásamlegs út-
sýnisveöux-s. paö var eins og öll náttúran
héldi niðri í sér andanum.
Við höfðum skamma stund horft á þessa
einkennilegu náttúiux, þegar við sáum
móðu bregða yfir alt láglendið. Það var
eins og jóreykur, og sýndist svo sem. ótelj-
andi tryltum hestum væri riðið yfir sand-
inn hvar sem litið var. Sandurinn var á
ferli, vakirx af jökulvindum, sem blésu héð-
an og handan.
Nxr liófst leikur öræfanna. Stórir sand-
boðar risu upp og þutu áfram, geystust,
stönsuðu, snérust í hring og teygðu svo úr
sér eins og umskiftingur, þegar enginn sér
93
Frd Fiskivötunra. [Mynd: riafnlausafjclcigið.]
til, þirluðust upp og tóku svo á rás og
hurfu í sandmóðuna. Stundum voru öll
öræfin eins og stórt sandhaf, með boðaföll-
um og öldugangi, en stundum varð alt kyrt
í einum svip, eins og hlýtt væri skyndilegri
skipun. Bn hamfarirnar byrjuðu aftur
jafnskyndilega og þær höfðu stansað og
leikurinn hófst á ný.
Þessi veðurbreyting kom svo skyndilega
að við urðxxm forviða. Við þektum ekki
þessi öræfi og vissxxm ekki hversxx fljót þau
ei-xx að skifta skapi. Við héldxxm áfram og
komumst greiðlega upp á efsta hnúkinn á
Loðmundi. Hnúkxxrinn er eins og strokkur
á hvolfi, sléttxxr á alla vegu, eins og hann
hafi verið hlaðinn úr torfi og grjóti með
hinni mestu vandvirkni. Við skildum þar
eftir nöfn okkar með kveðju til þeirra,
sem næst kæmxx þarna.
Af háhnúknum sáum við bæði norður
og suður yfir. í norðri og austri var nú
ekkert að sjá annað en sandfok og dimm-
viðri, en í suðxxr og vestur var útsýnið
hið dásamlegasta. Hekla var skamt frá
okkur með alla sína leiguliða og xxt frá
komxx fjallahnúkar og jökxxlöldxxr í þéttri
fylking. Mýrdals og Eyjafjallajökull
sýndust vera á næstu grösum, og á milli
stóðu xxpp blásvartar toppöldur á sundur-
rifnum, lii'ikalegum eldfjöllum. B. Ó.