Þróttur - 20.12.1922, Síða 7
ÞRÓTTUR
85
eplið, er hún hljóp í köpp við Hippomenes.
Nú sveifla þær örmum og rita tölnna 8
lótSrétt í loftiS, eins og fuglar ineð vængj-
um á flugi. Ætla þær nú að fljúga burt
í líki blárra dúfna?
Bn hvernig á að lýsa öllum þessum
breytilegu og skjótu stellingum, lima-
brigöum og hreyfingum liinna íturvöxnu
meyja? Öllum þessum létta, þýða öldu-
leik í líkamans línum, er þær hrynja um
herðarnar, sogast kringum hálsinn, svella
um brjóstin, hníga um mittið, rísa aftur
um ávalar mjaömirnar, líða svo hóglega,
jafnt og' þýðlega niður lærin, knén og kálf-
ana, flæða og fjara um öklana og gárast
niður tærnar?
Fegurðin lifir í mjúkum línum, í þeim
búa yndistöfrar ungra meyja, og ekkert
veitir fegurðarskyni voru sælli unað. —
Forn-Grikkir voru svo heillaðir af þessum
töfrum, að jafnvel þegar lítilmótlegur leir-
kerasmiður var að snúa sínum velhnoðaða
leir, draga hann og móta, þá komu þýðar
líkamslínur kvenna fram í vatnskönnum
hans, vínbrúsum og drykkjarskálum.
Nú eru stúlkurnar að færa þverslána
niður. parna eru tvær þeirra að sveifla
sér upp. Þær sitja nú á slánni, höfuðin
og upprétta armana ber skýrt við perlu-
grátt loftið yfir leikvallarveggnum. Nú
rísa þær á fætur. Þær ganga eftir slánni
með stuttum og gætilegum skrefum. Þær
teygja fót, stundum fram, stundum aftur.
Skoðið þið til, þær standa á öðrum fæti,
halla sér skáhalt fram, teygja hinn fótinn
aftur og lyfta honum hátt, en rétta út arm-
ana til jafnvægis. Nú eru fjórar dísir að
dansa, tvær og tvær á slánni, taka höndum
saman, og standa í fögrurn stellingum. það
er ljómandi. Þar sem þær í hliðarsýn ber
við skelglitað loftið eru þær eins og skugg-
ar í kínverskum skuggaleik.
Nú þjóta þær á norðurhlið pallsins; aft-
ur beygja þær sig, hreyfa höfuð og sveifla
örmum, eins og lindadísir og fjalladísir í
gáska. Bnginn fær staðist þær. Sólguðinn
hefir séð þær. Hann kemur ofan í geisla-
skúr og kyssir þær allar, hjúpar þær í
gullið sóleyjaglit. Armar þeirra, hár
þeirra, hálsar þeirra, herðar þeirra, kinn-
ar þeirra, enni þeirra glampa og glitra í
faðmi sólarinnar.
Alt í einu er sem þær verði hræddar og
breytist nú í eitthvað kattar kyns, vilt og
mjúkt, snart og blátt eins og blárefurinn
eða blái kötturinn íslenzki. Skoðið þið til!
þær hlaupa, þær stökkva, þær henda sér
yfir tréhestinn, höfuðið á undan, armarnir
teygðir fram, líkaminn beiun sem öriu.
Það er ekki heiglum hent, þetta „tígra-
stökk1 ‘, sem svo er nefnt. Kennarinn þeirra
stendur handan við hestinn, grípur þær
þegar þær fljúga fram yfir, og heldur
þeim augabragð á lofti með réttum örm-
um.
Á perlulitu loftinu eru yndislega form-
fagrar grábláar slíýjarákir, en engar eins
elskulegar og' bláu dísirnar, er líða sem
ský um loftið.
„Ágætt, stúlkur mínar!“ Áhorfend-
urnir fagua hástöfum og öskubláu þokka-
gyðjurnar fara ofan af pallinum og ganga
í áttina til okkar í tvísettri fylkingu bak
við sigurblaktandi fánann sinn. þær ganga
fram hjá konungsstúkunni, lyfta þýðlega
hægra armi til kveðju, og snúa björtum og
rjóðum andlitunum til konungs og drotn-
ingar.
Gn&m. Finnbogason
þýddi.