Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 52
52 53
13. mál kirkjuþings 2016
Flutt af biskupi Íslands
Starfsreglur
um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000
1. gr.
3. gr. starfsreglnanna orðist svo:
■Kirkjuráð fer með framkvæmdavald í málefnum þjóðkirkjunnar eftir markaðri stefnu
laga og samþykkta kirkjuþings. Ráðið fer með framkvæmd þeirra sameiginlegu verkefna
þjóðkirkjunnar sem lög og stjórnvaldsreglur ætla því og erinda sem vísað er til þess, m.a.
af hálfu kirkjuþings, prestastefnu, samtökum leikmanna, Alþingis og ráðherra.
□Forseti kirkjuráðs ber ábyrgð á undirbúningi og skipulagningu funda kirkjuráðs,
þ.m.t. gerð dagskrár í samráði við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs
fer með fyrirsvar ráðsins milli funda í samráði við forseta ráðsins. Kirkjuráðsmenn geta
starfað að málefnum kirkjuráðs milli funda ef þeim hefur verið falið það af ráðinu eða
um nefndarstörf sé að ræða á vegum ráðsins, sem viðkomandi hefur verið skipaður til.
Ráðningarsamningar vegna starfsmanna kirkjuráðs, þ.m.t. launasetningar, breytingar á
þeim og slit þeirra skulu ræddir og ákvarðanir um þá teknar á kirkjuráðsfundi. Veita má
einstökum kirkjuráðsmönnum eða öðrum umboð til að fylgja eftir ákvörðunum kirkjuráðs
hvað þetta varðar sem og varðandi önnur mál.
□Kirkjuráð hefur aðsetur á biskupsstofu.
□Kirkjuráð ræður framkvæmdastjóra og setur honum erindisbréf sem skal kynnt á
kirkjuþingi. Framkvæmdastjóri framfylgir ákvörðunum ráðsins og hefur umsjón og
eftirlit með störfum og verkefnum á vegum þess skv. nánari fyrirmælum ráðsins.
2. gr.
11. gr. starfsreglnanna orðist svo:
■Kirkjuráð skipar eftirtaldar nefndir og stjórnir:
a) Stjórn Skálholts
b) Skólanefnd Skálholtsskóla, sbr. lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993
c) Einn fulltrúa í stjórn Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju og einn sameiginlegan fulltrúa
kirkjuráðs og biskups Íslands
d) Kirkjutónlistarráð, sbr. starfsreglur um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar nr.
817/2000
e) Löngumýrarnefnd, er stýrir starfi kirkjumiðstöðvarinnar á Löngumýri
f) Fagráð vegna kynferðisbrota, sbr. starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku
þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð skal skipa í hverja nefnd þrjá aðalmenn og þrjá til vara, til fjögurra ára í senn frá
og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör og jafnframt ákveða hver er formaður nefndar og
varamaður hans, nema lög eða starfsreglur mæli annan veg.