Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 52

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 52
52 53 13. mál kirkjuþings 2016 Flutt af biskupi Íslands Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000 1. gr. 3. gr. starfsreglnanna orðist svo: ■Kirkjuráð fer með framkvæmdavald í málefnum þjóðkirkjunnar eftir markaðri stefnu laga og samþykkta kirkjuþings. Ráðið fer með framkvæmd þeirra sameiginlegu verkefna þjóðkirkjunnar sem lög og stjórnvaldsreglur ætla því og erinda sem vísað er til þess, m.a. af hálfu kirkjuþings, prestastefnu, samtökum leikmanna, Alþingis og ráðherra. □Forseti kirkjuráðs ber ábyrgð á undirbúningi og skipulagningu funda kirkjuráðs, þ.m.t. gerð dagskrár í samráði við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs fer með fyrirsvar ráðsins milli funda í samráði við forseta ráðsins. Kirkjuráðsmenn geta starfað að málefnum kirkjuráðs milli funda ef þeim hefur verið falið það af ráðinu eða um nefndarstörf sé að ræða á vegum ráðsins, sem viðkomandi hefur verið skipaður til. Ráðningarsamningar vegna starfsmanna kirkjuráðs, þ.m.t. launasetningar, breytingar á þeim og slit þeirra skulu ræddir og ákvarðanir um þá teknar á kirkjuráðsfundi. Veita má einstökum kirkjuráðsmönnum eða öðrum umboð til að fylgja eftir ákvörðunum kirkjuráðs hvað þetta varðar sem og varðandi önnur mál. □Kirkjuráð hefur aðsetur á biskupsstofu. □Kirkjuráð ræður framkvæmdastjóra og setur honum erindisbréf sem skal kynnt á kirkjuþingi. Framkvæmdastjóri framfylgir ákvörðunum ráðsins og hefur umsjón og eftirlit með störfum og verkefnum á vegum þess skv. nánari fyrirmælum ráðsins. 2. gr. 11. gr. starfsreglnanna orðist svo: ■Kirkjuráð skipar eftirtaldar nefndir og stjórnir: a) Stjórn Skálholts b) Skólanefnd Skálholtsskóla, sbr. lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993 c) Einn fulltrúa í stjórn Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju og einn sameiginlegan fulltrúa kirkjuráðs og biskups Íslands d) Kirkjutónlistarráð, sbr. starfsreglur um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar nr. 817/2000 e) Löngumýrarnefnd, er stýrir starfi kirkjumiðstöðvarinnar á Löngumýri f) Fagráð vegna kynferðisbrota, sbr. starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð skal skipa í hverja nefnd þrjá aðalmenn og þrjá til vara, til fjögurra ára í senn frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör og jafnframt ákveða hver er formaður nefndar og varamaður hans, nema lög eða starfsreglur mæli annan veg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.