Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 39

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 39
39 3. mál kirkjuþings 2016 Skýrslur nefnda Verkefni Þjóðmálanefndar 2016 Þær breytingar urðu á Þjóðmálanefnd á árinu að sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður nefndarinnar, lét af störfum vegna búferlaflutninga og sr. Guðný Hallgrímsdóttir af persónulegum ástæðum. Sæti þeirra í nefndinni tóku varamennirnir sr. Magnús Erlingsson og Aðalbjörg Helgadóttir. Þá var samþykkt að Óskar Magnússon tæki við formennsku og forseta kirkjuþings tilkynnt um hina breyttu skipan með tillögu um að forsætisnefnd leggi til að kirkjuþing staðfesti hana. Auk framangreindra sitja í nefndinni sr. Gunnlaugur Stefánsson og Ásbjörn Jónsson. Nefndin hélt þrjá formlega fundi á árinu en auk þess áttu nefndarmenn ýmis óformleg samskipti og báru saman bækur sínar um greinaskrif og viðbrögð við þjóðmálaumræðu. Nefndin ræddi á fundum sínum um áherslur og viðfangsefnið nefndarinnar næstu misseri. Nefndin telur að meginverkefni hennar sé að vera skjöldur kirkjunnar í umræðum um kirkjuna og málefni hennar, að vinna með erindi sem til nefndarinnar er vísað, bregðast við rangfærslum og ómaklegum áróðri gegn trú og kirkju auk þess að hafa frumkvæði að skoðun málefna og umræðu sem til heilla horfa fyrir þjóðkirkjuna. Í kjölfar umræðna á vettvangi nefndarinnar hefur formaður átt samtöl við biskup og forseta kirkjuþings um aðkomu nefndarinnar að samskipta- og kynningarmálum kirkjunnar. Nefndin lýsir yfir við kirkjuþing, þeim vilja sínum til að gegna því hlutverki að koma þeim málum í traustan farveg og tryggja að öflug forysta verði um framgang þessara mikilvægu mála. Rætt hefur verið um að Þjóðmálanefnd standi fyrir málþingi um þjóðkirkjuna, stöðu hennar gagnvart ríkisvaldinu með áherslu á framlag kirkjunnar til menningar og sálgæslu. Kirkjuþing afgreiddi skýrslu Þjóðmálanefndar með eftirfarandi þingsályktun: Kirkjuþing 2016 þakkar öflugt starf þjóðmálanefndar. Jafnframt er minnt á kynjajafnrétti í nefndum á vegum þjóðkirkjunnar. Mikilvægt er að nefndin standi fyrir málþingum og umræðu um kirkju, kristna trú í samfélaginu og þjóðmálaumræðu með kristin gildi að leiðarljósi.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.