Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 37

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 37
37 Nefndarálit fjárhagsnefndar Fjárhagsnefnd kirkjuþings hefur farið yfir ársreikninga kirkjumálasjóðs og þjóðkirkjunnar 06-701 fyrir árið 2015 frá Fjársýslu ríkisins og leggur til að þeir verði samþykktir. Þá leggur fjárhagsnefnd til að ársreikningar Jöfnunarsjóðs sókna og kristnisjóðs fyrir árið 2015 verði einnig bornir upp til samþykktar. Fjárhagsnefndin hefur kynnt sér fjárhagsáætlanir kirkjumálasjóðs, Jöfnunarsjóðs sókna og kristnisjóðs fyrir árið 2017 en fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar 06-701 liggur enn ekki fyrir. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar, Ingi K. Magnússon, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs og Þorbjörg Guðnadóttir, deildarstjóri, komu á fund nefndarinnar og kynntu helstu niðurstöður vegna endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2015. Fjárhagsnefndin tekur undir með Ríkisendurskoðun að leitað verði leiða til að endurgreiða Jöfnunarsjóði og kirkjumálasjóði framlög til reksturs þjóðkirkjunnar 06-701 á árunum 2009 til 2015. Fjárhagsnefndin tekur undir ábendingu Ríkisendurskoðunar um mikilvægi þess að að ljóst sé hver beri ábyrgð á ársreikningi Tónskóla þjóðkirkjunnar, rekstrinum í heild sinni og því verkefni að fylgja eftir rekstraráætlun. Varðandi aðrar ábendingar Ríkisendurskoðunar þá liggur það fyrir að þær eru þegar í vinnslu. Fjárhagsnefndin lýsir ánægju sinni með að vinna við gerð verklagsreglna og verkferla sé nú hafin á biskupsstofu.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.