Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 49

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 49
49 6. gr. ■Biskupsstofa annast lögbundin verkefni er varða kirkjuna á sviði stjórnsýslu- og fjármála. □Biskupsstofa gerir árlega starfs- og fjárhagsáætlun fyrir stofnunina sem skal hljóta staðfestingu kirkjuráðs og kynnt kirkjuþingi. □Biskupsstofa annast vörslu og reikningshald sjóða samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum svo og annarra sjóða þar sem svo er mælt fyrir um í skipulagsskrám eða öðrum heimildum. 7. gr. ■Biskupsstofa annast undirbúning kirkjuþings unga fólksins. Starfsmannahald 8. gr. ■Biskup skipar presta og annast biskupsstofa starfsmannamál þeirra, þar með talið launagreiðslur, greiðslur embættiskostnaðar og önnur starfsmannamál. □Biskup ræður starfsmenn á biskupsstofu þar á meðal biskupsritara, skrifstofustjóra, forstöðumenn sviða, fulltrúa og aðra starfsmenn og setur þeim starfslýsingu. □Biskupsstofa hefur umsýslu með námsleyfum presta og starfsmanna biskupsstofu. □Biskupsstofa skipuleggur handleiðslu presta og djákna í samvinnu við Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Starfsþjálfun 9. gr. ■Biskupsstofa skipuleggur og hefur umsýslu með starfsþjálfun guðfræðikandídata og djáknanema og hefur samstarf um það við Háskóla Íslands eða aðra viðurkennda háskóla eða guðfræðiskóla. Gildistaka 10. gr. ■Starfsreglur þessar, sem settar eru skv. heimild í 59. gr. laga um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi 1. janúar 2017.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.