Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 30
30 31
2. mál kirkjuþings 2016
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla
um fjármál þjóðkirkjunnar
Fjárlög næsta árs og samanburður
Í skýrslu þessari er hefðbundið að fjalla fyrst um tekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til
komandi fjárlaga og bera saman við gildandi fjárlög. Nú er hins vegar svo sem kunnugt er
uppi sú óvenjulega staða að frumvarp til fjárlaga næsta árs hefur ekki verið lagt fram. Þetta
veldur auðvitað ákveðinni óvissu en eftir sem áður er ljóst hverjar grunnforsendur þær eru
sem hefðbundið er að ganga út frá varðandi framreikning á gildandi fjárlagaramma. Þar er
miðað við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hún gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni
hækka milli áranna 2016 og 2017 um 3,9%. Það er því sú grunnforsenda sem miðað er við
varðandi verðlagsbreytingar fjárlaganna milli ára á öllum rekstrartölum nema launum.
Launavísitalan mælir þær breytingar en nú háttar svo til að kjarasamningar og úrskurðir
Kjararáðs eru að baki með umtalsverðum launabreytingum og ekki gert ráð fyrir neinum
launabreytingum á næsta ári.
Taflan á næstu bls. sýnir væntanlegt fjárlagafrumvarp 2017 í samanburði við gildandi
fjárlagaramma og ramma síðasta árs. Hér er sú breyting á hefðbundinni töflu í þessari
skýrslu að á síðasta ári var bætt við fjárlagarammann framlagi með fjáraukalögum, alls
370 m.kr. og rétt þykir að sýna endanlegan fjárlagaramma þess árs að teknu tilliti til þessa
ásamt því að sýna þá fjárhæð sem enn þarf að koma til leiðréttingar svo staðið sé að fullu
við kirkjujarðasamkomulagið. Þá er í töflunni sýndur rammi gildandi fjárlaga að teknu
tilliti til sams konar breytinga sem gerð hefur verið krafa um að gerðar verði á þessu ári til
leiðréttingar enda um samningsbundnar greiðslur að ræða vegna eignasölu kirkjunnar til
ríkisins. Áætlunin um sóknargjöldin byggir á að staðið verði við samkomulagið um 165
m.kr. árlega hækkun á þeim á árunum 2015 - 2018. og þau síðan verðbætt.
Lykilstærðir í töflunni eru eftirfarandi: Fjárveitingar fjárlaga 2015 til þjóðkirkjunnar
voru 1.507,6 m.kr. Við þær bættust með fjáraukalögum 370 m.kr. og með millifærðum
launabótum 64,7 m.kr. Heildarfjárveitingarnar voru því 1.942,3 m.kr. Til að uppfylla
kirkjujarðasamkomulagið að fullu vantar enn 60,4 m.kr. Þá vantar 45,7 m.kr. í
kristnisjóð og skýrist sú fjárhæð einkum af því að 370 m.kr. aukafjárveitingin var öll
sett á biskupsembættið en hefði að hluta til átt að renna til kristnisjóðs. Samtals á því
eftir að leiðrétta fjárveitingar síðasta árs um 106,1 m.kr. Sömu leiðréttingartölur fyrir
yfirstandandi ár eru 444,1 m.kr. 394,6 m.kr. vantar til biskupsembættisins og 49,5 m.kr.
vantar í kristnisjóð. Samkvæmt reiknilíkani því sem notað er til að ákvarða fjárveitingar
samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu eiga fjárveitingar næsta árs til biskupsembættisins
að vera 2.250,5 m.kr. og fjárveitingar kristnisjóðs eiga að vera 129,5 m.kr. Sóknargjöld til
þjóðkirkjunnar og til annarra trúfélaga eru á gildandi fjárlögum 2.453,8 m.kr. Sé sú fjárhæð
leiðrétt samkvæmt samkomulaginu og síðan framreiknuð með þjóðhagspá Hagstofunnar
skal hún á næsta ári (árið 2017) vera 2.689 m.kr. Ef gjaldendur sóknargjalda eru 225.507