Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 48
48 49
11. mál kirkjuþings 2016
Flutt af löggjafarnefnd
Starfsreglur
um biskupsstofu
Staða og grundvöllur í stjórnkerfi kirkjunnar
1. gr.
■Biskupsstofa er embættisskrifstofa biskups Íslands og er biskup forstöðumaður hennar.
□Biskupsstofa er jafnframt þjónustumiðstöð þjóðkirkjunnar sem veitir sóknum, sjóðum,
stofnunum og starfseiningum hennar ýmsa þjónustu.
□Biskupsstofa annast almennt fyrirsvar vegna þjóðkirkjunnar og sameiginlegra mála
hennar, samskipti og samstarf við hinar ýmsu stofnanir svo og erlend samskipti.
□Um starfsemi biskupsstofu fer eftir gildandi ákvæðum laga og starfsreglna á sviði
kirkjumála og laga um starfsemi opinberra stofnana hverju sinni.
Stjórn, ábyrgð, staðsetning og þjónusta
2. gr.
■Biskup Íslands veitir biskupsstofu forstöðu og ber ábyrgð á því að starfað sé í samræmi
við lög og reglur.
□Biskup stýrir rekstri og faglegri starfsemi biskupsstofu samsvarandi og forstöðumenn
stofnana ríkisins sbr. lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996.
3. gr.
■Biskup ber ábyrgð á framkvæmd verkefna biskupsstofu hvort sem hann getur framselt
þau til vígslubiskupa eða undirmanna sinna til umsýslu eða þarf lögum samkvæmt að
annast þau sjálfur.
□Biskup mótar stefnu stofnunarinnar, forgangsraðar verkefnum og setur stofnuninni
skipurit.
4. gr.
■Biskupsstofa er í Reykjavík geta kirkjuþing og kirkjuráð, þ.m.t. fasteignasvið, haft þar
aðsetur og notið þar þeirrar þjónustu sem þörf á.
□Biskupsstofa veitir kirkjulegum stofnunum og sóknum þjónustu eftir nánara samkomulagi
þar að lútandi. Gera skal skriflega samninga um þá þjónustu sem biskupsstofa veitir.
Helstu starfsþættir og starfssvið
5. gr.
■Biskupsstofa annast þau verkefni biskupsþjónustunnar sem eru á sviði helgihalds og
kirkjutónlistar, fræðslumála, kærleiksþjónustu, þ.m.t. faglega forystu á sviði ráðgjafar í
fjölskyldumálum, guðfræði- og þjóðmála, upplýsingamála og samkirkjutengsla.