Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 25
25
sam einingu sókna með því m.a. að kanna möguleika þess að jöfnunarsjóður komi með
auknum hætti að sameiningu sóknanna með fjárhagslegum stuðningi. Að lokum var lagt
fram erindi frá formanni stjórnar Guð brands stofnunar, Solveigu Láru Guðmunds dóttur
vígslubiskupi, varðandi styrkveitingu og samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjár hags-
áætlunar kirkjumálasjóðs fyrir árið 2017.
Á (2)56. fundi var lögð fram fundargerð fjármálahóps. Tekinn var fyrir 3. liður,
Jöfnunarsjóður, umsóknir. Gerð var ein breyting á tillögu fjármálahóps, framlag verði
hækkað um 1.m.kr. Erindi kjara mála full trúa PÍ varðandi stofnun starfshóps til að fara
yfir embættis kostnaði presta og rekstrarform prestsembætta. Kirkjuráð ályktaði að láta
athuga með stofnun lögaðila í formi samlags til að geta nýtt hagkvæmni stærðarinnar
við innkaup sem prestum og sóknum yrði boðið að taka þátt í. Þá var tekið fyrir bréf
til ríkis valdsins varðandi efndir á kirkjujarðasamkomulaginu og samkomulag um
leiðréttingu á sóknargjöldum. Samþykkt var að leggja til við kirkjuþing að kröfugerð
um efndir yrði ítrekuð við ráðherrana og jafnframt verði hafinn undirbúningur að
viðbrögðum þjóðkirkjunnar ef árangur verði ekki af henni. Að lokum voru lagðir fram
fram ársreikningar þjóðkirkjunnar og kirkjumálasjóðs 2015, reikningur þjóðkirkjunnar
var kynntur og reikningur kirkjumálasjóðs samþykktur og áritaður.
Önnur verkefni en þau er varða fjármál og fasteignir
Um önnur mál en þau er varða fjármál eða fasteignir verður aðeins fjallað hér þegar
um er að ræða ákvarðanir ráðsins eða skuldbindandi samþykktir. Á þessu er þó gerð sú
undantekning að óhjákvæmilegt er að taka til umfjöllunar þær deilur sem staðið hafa
innan kirkjuráðs um valdmörk milli þess og biskupsembættisins og hvernig þær voru
leystar með skipan þriggja manna nefndar lögfræðinga til að semja álitsgerð um álitaefnið.
Með bréfi kirkjuráðs 20. nóvember 2015 voru Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Pétur
Kr. Hafstein fyrrum hæstaréttardómari og Trausti Fannar Valsson dósent við lagadeild
Háskóla Íslands fengnir til að greina, skýra og gefa álit á ábyrgð biskups Íslands annars
vegar og kirkjuráðs hins vegar þannig að glögglega mætti greina á milli ábyrgðar, vald- og
verksviðs hvors aðila um sig. Nefndin skilaði álitsgerð sinni 12. febrúar sl.
Á (2)45. fundi er bókað í kjölfar upplýsingafundar um álitsgerðina að kirkjuráð muni
fjalla um hana á næsta kirkjuráðsfundi sem hafi verið ákveðinn 2. mars nk. Kirkjuráð
þakkar lögfræðingunum þremur, Gesti Jónssyni hæstaréttarlögmanni, Pétri Kr. Hafstein
fyrrum hæstaréttardómara og Trausta Fannari Valssyni dósent við lagadeild Háskóla
Íslands góð störf.
Á (2)46. fundi er bókað að kirkjuráð samþykki að fela framkvæmdastjóra að senda
kirkjuþingsfulltrúum álitsgerðina og birta hana á vef kirkjunnar.
Á (2)48. fundi er álitsgerðin enn til umfjöllunar og þar er bókað um breytingar á
starfsmannamálum í kjölfar álitsgerðarinnar. Að lokum er álitsgerðin síðan til umfjöllunar
á (2)54. fundi og þar samþykkt að framkvæmdastjóri kirkjuráðs vinni að samantekt úr
álitsgerðinni sem lögð verði fyrir næsta fund kirkjuráðs.