Breiðfirðingur - 01.04.1988, Blaðsíða 16
14
BREIÐFIRÐINGUR
ólíkindum. Sem dæmi má nefna að árið 1945 voru haldnar
92 söngæfingar, eða 4. hvern dag ársins. Þórarinn, þá
lamaður maður, lét heldur ekki sitt eftir liggja. Vinir hans og
félagar ýttu honum á þríhjóli frá heimili hans, þá á Þórsgöt-
unni, og alla leið vestur að Landakotsskóla. Hann hafði mik-
inn áhuga fyrir söng og hefur án efa sótt styrk og þrótt í
sönginn. - Má af þessu marka hvort kórfélögum hefur ekki
almennt líkað andrúmsloftið í kringum kórinn og þeir sótt
æfingar, er heila höfðu fætur. Raddæfingar fóru oft fram
heima hjá Gunnari og hans gestrisnu konu, Hönnu Sigur-
geirsson í Drápuhlíð 34. Breiðfirðingafélagið heiðraði
Gunnar 11. jan. 1945 með því að kjósa hann heiðursfélaga.
Var það mjög að maklegleikum fyrir frábært og óeigingjarnt
starf.
Fyrsti formaður Breiðfirðingakórsins var Davíð Ó. Gríms-
son, Óskar Bjartmarz ritari og Guðbjörn Jakobsson gjald-
keri. - Heimildir frekari vantar um nöfn þeirra, er sátu í
stjórn kórsins.
Þau Kristín Einarsdóttir og Haraldur Kristjánsson sungu
lengi einsöng á konsertum kórsins og síðar Gunnar Einars-
son, einn af Leikbræðrum, en sá kvartett samanstóð upphaf-
lega af félögum í kórnum.
Málfundadeild
Málfundadeild Breiðfirðingafélagsins, „Breiðifjörður" var
starfandi í 11 ár. Stofnfundur var haldinn í Málleysingja-
skólanum 27. des. 1942, en síðasta bókaða fundargjörð er frá
25. nóv. 1953.
Miðað við meðlimatölu félagsins í heild mátti telja deild-
ina fámenna öll árin. Alls munu um 35-40 manns hafa inn-
ritast í deildina, en að jafnaði var ekki nema helmingur
þeirra mættur á fundi.
Á hinn bóginn sýna gjörðabækur deildarinnar að hún
hefur verið góður skóli og skilað félögum auknum þroska.
Nokkrir af meðlimum deildarinnar komu sem þjálfaðir
ræðumenn, aðrir ekki eins og gengur. Þátttakendur lærðu